Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Jón Þór Stefánsson skrifar 2. febrúar 2024 14:58 „Við erum búnir að vera með sama fólkið hjá okkur í mörg mörg ár,“ segir Hermann Th. Ólafsson, framkvæmdastjóri Stakkavíkur. Vísir/Samsett „Þetta er erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu, að gera þetta. Það var bara ekki annað hægt,“ segir Hermann Th. Ólafsson, framkvæmdastjóri Stakkavíkur ehf. í samtali við fréttastofu vegna hópuppsagnar sem fór fram hjá fyrirtækinu um nýliðin mánaðamót. „Þetta er ekkert grín, en það var ekki hjá þessu komist.“ Greint var frá því í dag að 47 starfsmönnum matvælafyrirtækis hefði verið sagt upp í janúar. Hermann segist ekki með töluna á uppsögnunum hjá þeim á hreinu, en telur nokkuð ljóst að þarna sé átt við um Stakkavík. Stakkavík starfar frá Grindavíkurbæ og vegna jarðhræringanna sem gengið hafa yfir síðustu mánuði þykir ótækt að halda stórum hluta starfseminnar áfram. „Við erum með landvinnslu og við erum með skip. Við erum að vinna fisk sem fer aðallega í flug,“ segir Hermann sem útskýrir að starfsmönnum landvinnslunnar hafi verið sagt upp þar sem að húsnæði fyrirtækisins sé ónýtt. „Við urðum fyrir skakkaföllum í jarðskjálftunum, þá varð fyrirtækið fyrir miklum skemmdum. En við rétt sluppum í gegn með það að Náttúruhamfaratrygging leyfði okkur að laga það. Við fórum af stað að reyna að laga, en þá kemur þessi gliðnun og skjálftar sem komu síðan. Það fór miklu verr með húsin og þar með var þetta dæmt ónýtt. Þeir flautuðu leikinn af og þar með var ekkert annað að gera hjá okkur nema að fara í þessar leiðindaframkvæmdir, sem allir skilja náttúrulega, að segja fólkinu upp.“ Hermann segir að Stakkavík hafi hafið starfsemi árið 1988, þá með þrjá starfsmenn, og vaxið mikið síðan þá. Á síðustu árum hafi fyrirtækið verið í mikilli sókn, en náttúruhamfarirnar hafi eyðilagt það. „Við erum búnir að vera með sama fólkið hjá okkur í mörg mörg ár,“ segir Hermann og bætir við að allir séu miður sín vegna málsins. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Matvælaframleiðsla Sjávarútvegur Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
„Þetta er ekkert grín, en það var ekki hjá þessu komist.“ Greint var frá því í dag að 47 starfsmönnum matvælafyrirtækis hefði verið sagt upp í janúar. Hermann segist ekki með töluna á uppsögnunum hjá þeim á hreinu, en telur nokkuð ljóst að þarna sé átt við um Stakkavík. Stakkavík starfar frá Grindavíkurbæ og vegna jarðhræringanna sem gengið hafa yfir síðustu mánuði þykir ótækt að halda stórum hluta starfseminnar áfram. „Við erum með landvinnslu og við erum með skip. Við erum að vinna fisk sem fer aðallega í flug,“ segir Hermann sem útskýrir að starfsmönnum landvinnslunnar hafi verið sagt upp þar sem að húsnæði fyrirtækisins sé ónýtt. „Við urðum fyrir skakkaföllum í jarðskjálftunum, þá varð fyrirtækið fyrir miklum skemmdum. En við rétt sluppum í gegn með það að Náttúruhamfaratrygging leyfði okkur að laga það. Við fórum af stað að reyna að laga, en þá kemur þessi gliðnun og skjálftar sem komu síðan. Það fór miklu verr með húsin og þar með var þetta dæmt ónýtt. Þeir flautuðu leikinn af og þar með var ekkert annað að gera hjá okkur nema að fara í þessar leiðindaframkvæmdir, sem allir skilja náttúrulega, að segja fólkinu upp.“ Hermann segir að Stakkavík hafi hafið starfsemi árið 1988, þá með þrjá starfsmenn, og vaxið mikið síðan þá. Á síðustu árum hafi fyrirtækið verið í mikilli sókn, en náttúruhamfarirnar hafi eyðilagt það. „Við erum búnir að vera með sama fólkið hjá okkur í mörg mörg ár,“ segir Hermann og bætir við að allir séu miður sín vegna málsins.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Matvælaframleiðsla Sjávarútvegur Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira