Grunaður skotmaður í Silfratjörn segist hafa mátað hanska útataða púðri Jón Þór Stefánsson skrifar 31. janúar 2024 09:43 Frá vettvangi málsins í Silfratjörn í Úlfarsársdal. Vísir/Arnar Maður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. febrúar næstkomandi vegna skotárásarinnar sem framin var í Silfratjörn í Úlfarsárdal í byrjun nóvembermánaðar. Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms þess efnis og birt hann á vef sínum. Fram kemur í úrskurðinum að maðurinn sé grunaður um tilraun til manndráps, hættubrot og eignaspjöll. Hann er sagður hafa skotið úr bíl með byssu með níu millimetra hlaupi í átt að fjórum einstaklingum sem stóðu utandyra fyrir framan hús. Skot hafnaði í fæti eins þeirra, en sá hlaut ýmsa áverka við sköflung sem voru ekki lífshættulegir. Þá höfnuðu skot einnig í bíl og í íbúðarhúsnæði þar sem að fjögurra manna fjölskylda var sofandi. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir þessi meintu brot, sem og umferðarlagabrot sem tengjast málinu ekki að öðru leiti. Í kjölfar árásarinnar var greint frá því í fjölmiðlum að sjö hefðu verið handteknir vegna málsins, síðan voru sex úrskurðaðir í gæsluvarðhald, en í þeim hópi hefur síðan fækkað og í lok nóvember voru tveir eftir í gæsluvarðhaldi. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum, sem var kveðinn upp í gær, segir að lögregla hafi aflað upptaka í grennd við árásina og rakið ferðir mannsins og þeirra sem voru með honum. Fullyrt er að maðurinn þekkist á upptökum og að fyrir liggi framburðir um að hann hafi verið á vettvangi og skotið úr byssunni. Að því sem fram kemur í honum var maðurinn ekki einn í bílnum. Jafnframt kemur fram að maðurinn hafi fyrir árásina haft aðgang að skotvopni sambærilegu því sem er talið að hafi verið notað við árásina. Niðurstöður úr DNA rannsókn og púðurleyfarannsókn benda til þess að mikið var af púðurleyfum á peysu mannsins og á hönskum sem maðurinn klæddist samkvæmt DNA rannsókninni. Í skýrslu sem var tekin af manninum daginn eftir árásina kvaðst hann ekkert vita um málið. Hann sagði jafnframt að það kæmi lögreglu ekki við hvar hann hafi verið nóttina þegar árásin átti sér stað. Í annarri skýrslutöku nokkrum dögum síðar neitaði hann að mestu að tjá sig. Það var síðan í enn annarri skýrslutöku í þessum mánuði þar sem niðurstöður rannsóknanna voru bornar undir hann. Hann kvaðst hafa mátað hanskana en neitaði að tjá sig að öðru leyti. Maðurinn ber fyrir sig að hann hafi setið framsæti bílsins og vísar til framburðs eins brotaþola mannsins sem sagði að skotið hafi verið úr aftursæti bílsins. Bent er á að hanskarnir sem um ræðir hafi fundist á heimili annars einstaklings, og að DNA úr manninum væri vegna þess að hann hafi handleikið þá. Þar að auki er bent á að mun minni púðurleyfar hafi verið á peysunni en á hönskunum. Í úrskurðinum segir að maðurinn gæti átt yfir höfði sér ævilangan fangelsisdóm verði hann fundinn sekur, en Héraðsdómur Reykjavíkur fellst á að maðurinn sé undir sterkum grun um að hafa framið þau brot sem honum er gefið að sök. Varðhald sé nauðsynlegt vegna almannahagsmuna. Þá segir að þó að engin hafi hlotið áverka vegna árásarinnar sem stefndi viðkomandi í lífshættu, þá megi áætla að þeir sem urðu fyrir árásinni hafi verið í lífshættu þegar árásin var framin. Fréttin hefur verið uppfærð. Skotárás á Silfratjörn Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Sjá meira
Fram kemur í úrskurðinum að maðurinn sé grunaður um tilraun til manndráps, hættubrot og eignaspjöll. Hann er sagður hafa skotið úr bíl með byssu með níu millimetra hlaupi í átt að fjórum einstaklingum sem stóðu utandyra fyrir framan hús. Skot hafnaði í fæti eins þeirra, en sá hlaut ýmsa áverka við sköflung sem voru ekki lífshættulegir. Þá höfnuðu skot einnig í bíl og í íbúðarhúsnæði þar sem að fjögurra manna fjölskylda var sofandi. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir þessi meintu brot, sem og umferðarlagabrot sem tengjast málinu ekki að öðru leiti. Í kjölfar árásarinnar var greint frá því í fjölmiðlum að sjö hefðu verið handteknir vegna málsins, síðan voru sex úrskurðaðir í gæsluvarðhald, en í þeim hópi hefur síðan fækkað og í lok nóvember voru tveir eftir í gæsluvarðhaldi. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum, sem var kveðinn upp í gær, segir að lögregla hafi aflað upptaka í grennd við árásina og rakið ferðir mannsins og þeirra sem voru með honum. Fullyrt er að maðurinn þekkist á upptökum og að fyrir liggi framburðir um að hann hafi verið á vettvangi og skotið úr byssunni. Að því sem fram kemur í honum var maðurinn ekki einn í bílnum. Jafnframt kemur fram að maðurinn hafi fyrir árásina haft aðgang að skotvopni sambærilegu því sem er talið að hafi verið notað við árásina. Niðurstöður úr DNA rannsókn og púðurleyfarannsókn benda til þess að mikið var af púðurleyfum á peysu mannsins og á hönskum sem maðurinn klæddist samkvæmt DNA rannsókninni. Í skýrslu sem var tekin af manninum daginn eftir árásina kvaðst hann ekkert vita um málið. Hann sagði jafnframt að það kæmi lögreglu ekki við hvar hann hafi verið nóttina þegar árásin átti sér stað. Í annarri skýrslutöku nokkrum dögum síðar neitaði hann að mestu að tjá sig. Það var síðan í enn annarri skýrslutöku í þessum mánuði þar sem niðurstöður rannsóknanna voru bornar undir hann. Hann kvaðst hafa mátað hanskana en neitaði að tjá sig að öðru leyti. Maðurinn ber fyrir sig að hann hafi setið framsæti bílsins og vísar til framburðs eins brotaþola mannsins sem sagði að skotið hafi verið úr aftursæti bílsins. Bent er á að hanskarnir sem um ræðir hafi fundist á heimili annars einstaklings, og að DNA úr manninum væri vegna þess að hann hafi handleikið þá. Þar að auki er bent á að mun minni púðurleyfar hafi verið á peysunni en á hönskunum. Í úrskurðinum segir að maðurinn gæti átt yfir höfði sér ævilangan fangelsisdóm verði hann fundinn sekur, en Héraðsdómur Reykjavíkur fellst á að maðurinn sé undir sterkum grun um að hafa framið þau brot sem honum er gefið að sök. Varðhald sé nauðsynlegt vegna almannahagsmuna. Þá segir að þó að engin hafi hlotið áverka vegna árásarinnar sem stefndi viðkomandi í lífshættu, þá megi áætla að þeir sem urðu fyrir árásinni hafi verið í lífshættu þegar árásin var framin. Fréttin hefur verið uppfærð.
Skotárás á Silfratjörn Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Sjá meira