Biden segist búinn að ákveða sig Samúel Karl Ólason skrifar 30. janúar 2024 22:31 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, þegar hann ræddi við blaðamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag. AP/Andrew Harnik Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segist búinn að ákveða sig hvernig brugðist verði við drónaárás í Jórdaníu, þar sem þrír bandarískir hermenn létu lífið og minnst þrjátíu særðust. Forsvarsmenn hópsins sem gerði árásina segjast hættir að gera árásir á Bandaríkjamenn í bili. Biden sagði í Hvíta húsinu í dag að hann væri búinn að taka ákvörðun um viðbrögð en ítrekaði að hann hefði ekki áhuga á stríði við Íran, sem styður marga vígahópa í Írak, Sýrlandi og víðar sem gert hafa linnulausar árásir á bandaríska hermenn í Mið-Austurlöndum á undanförnum vikum. Frá því í október hafa verið gerðar tæplega 170 árásir á Bandaríska hermenn og langflestar þeirra í Írak og Sýrlandi. Forsetinn sagði klerkastjórnina í Íran bera ábyrgð á árásinni þar sem hún hefði gefið áðurnefndum hópum vopn sem voru notuð. Yfirvöld í Íran segjast ekki hafa komið að árásinni. Margir þeirra vígahópa sem Íranar styðja í Mið-Austurlöndum hafa myndað nokkurs konar regnhlífarsamtök sem kallast Íslamska andspyrnuhreyfingin. Umrædd árás var gerð af meðlimum írakska vígahópsins Kataib Hezbollah. Hópurinn er einn margra í Írak sem nýtur stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran. Þeir voru stofnaðir þegar baráttan gegn ISIS stóð sem hæst en þessir hópar heyra formlega séð undir írakska herinn. Bandarískir hermenn Í Írak og Sýrlandi hafa orðið fyrir árásum frá Kataib Hezbollah og öðrum hópum tengdum Íran um árabil. Frá því stríð Ísrael og Hamas-samtakanna hófst í október hefur þeesum árásum fjölgað gífurlega. Forsvarsmenn Kataib Hezbollah sendu fyrr í kvöld út yfirlýsingu um að árásum á bandaríska hermenn í Mið-Austurlöndum yrði hætt í bili. Mun það vera til að forða ríkisstjórn Írak frá vandræðum. Eins og áður segir heyrir Kataib Hezbollah og aðrir sambærilegir hópar formlega undir írakska herinn. Í raun stjórna þeir sér að mestu leyti sjálfir. Sjá einnig: Ræða veru bandarískra hermanna í Írak Þá sagði einnig í yfirlýsingunni að yfirvöld í Íran hefðu ekki komið að árásinni. Samkvæmt frétt Washington Post eru um 2.500 bandarískir hermenn í Írak og Sýrlandi og um þrjú þúsund í Jórdaníu. Formlegt verkefni hermannanna í Írak og Sýrlandi er að koma í veg fyrir mögulega endurkomu Íslamska ríkisins og að þjálfa írakskar öryggissveitir. Bandaríkin Íran Joe Biden Hernaður Írak Sýrland Jórdanía Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Vítisengill og morðingi sakaðir um tilraun til launmorða fyrir Íran Tveir kanadískir menn hafa verið ákærðir fyrir að taka að sér að fremja morð í Bandaríkjunum fyrir hönd leyniþjónusta Írans. Annar mannanna er meðlimur í Hells Angels glæpasamtökunum en þeir tveir eru sakaðir um að hafa hópað saman nokkrum mönnum með því markmiði að fara til Maryland í Bandaríkjunum í lok árs 2020 eða byrjun 2021 og myrða mann og konu sem búa þar. 29. janúar 2024 22:00 Íranir segjast ekki hafa átt aðkomu að árásinni á Bandaríkjamenn Stjórnvöld í Íran hafa neitað að hafa átt aðkomu að drónaárásinni sem varð þremur hermönnum Bandaríkjanna að bana á herstöð í Jórdaníu um helgina. 29. janúar 2024 06:33 Bandarískir hermenn féllu í drónaárás í Jórdaníu Þrír bandarískir hermenn féllu og 25 særðust í drónaárás á herstöð Bandaríkjanna í Jórdaníu við landamærin að Sýrlandi í nótt. 28. janúar 2024 17:44 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Biden sagði í Hvíta húsinu í dag að hann væri búinn að taka ákvörðun um viðbrögð en ítrekaði að hann hefði ekki áhuga á stríði við Íran, sem styður marga vígahópa í Írak, Sýrlandi og víðar sem gert hafa linnulausar árásir á bandaríska hermenn í Mið-Austurlöndum á undanförnum vikum. Frá því í október hafa verið gerðar tæplega 170 árásir á Bandaríska hermenn og langflestar þeirra í Írak og Sýrlandi. Forsetinn sagði klerkastjórnina í Íran bera ábyrgð á árásinni þar sem hún hefði gefið áðurnefndum hópum vopn sem voru notuð. Yfirvöld í Íran segjast ekki hafa komið að árásinni. Margir þeirra vígahópa sem Íranar styðja í Mið-Austurlöndum hafa myndað nokkurs konar regnhlífarsamtök sem kallast Íslamska andspyrnuhreyfingin. Umrædd árás var gerð af meðlimum írakska vígahópsins Kataib Hezbollah. Hópurinn er einn margra í Írak sem nýtur stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran. Þeir voru stofnaðir þegar baráttan gegn ISIS stóð sem hæst en þessir hópar heyra formlega séð undir írakska herinn. Bandarískir hermenn Í Írak og Sýrlandi hafa orðið fyrir árásum frá Kataib Hezbollah og öðrum hópum tengdum Íran um árabil. Frá því stríð Ísrael og Hamas-samtakanna hófst í október hefur þeesum árásum fjölgað gífurlega. Forsvarsmenn Kataib Hezbollah sendu fyrr í kvöld út yfirlýsingu um að árásum á bandaríska hermenn í Mið-Austurlöndum yrði hætt í bili. Mun það vera til að forða ríkisstjórn Írak frá vandræðum. Eins og áður segir heyrir Kataib Hezbollah og aðrir sambærilegir hópar formlega undir írakska herinn. Í raun stjórna þeir sér að mestu leyti sjálfir. Sjá einnig: Ræða veru bandarískra hermanna í Írak Þá sagði einnig í yfirlýsingunni að yfirvöld í Íran hefðu ekki komið að árásinni. Samkvæmt frétt Washington Post eru um 2.500 bandarískir hermenn í Írak og Sýrlandi og um þrjú þúsund í Jórdaníu. Formlegt verkefni hermannanna í Írak og Sýrlandi er að koma í veg fyrir mögulega endurkomu Íslamska ríkisins og að þjálfa írakskar öryggissveitir.
Bandaríkin Íran Joe Biden Hernaður Írak Sýrland Jórdanía Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Vítisengill og morðingi sakaðir um tilraun til launmorða fyrir Íran Tveir kanadískir menn hafa verið ákærðir fyrir að taka að sér að fremja morð í Bandaríkjunum fyrir hönd leyniþjónusta Írans. Annar mannanna er meðlimur í Hells Angels glæpasamtökunum en þeir tveir eru sakaðir um að hafa hópað saman nokkrum mönnum með því markmiði að fara til Maryland í Bandaríkjunum í lok árs 2020 eða byrjun 2021 og myrða mann og konu sem búa þar. 29. janúar 2024 22:00 Íranir segjast ekki hafa átt aðkomu að árásinni á Bandaríkjamenn Stjórnvöld í Íran hafa neitað að hafa átt aðkomu að drónaárásinni sem varð þremur hermönnum Bandaríkjanna að bana á herstöð í Jórdaníu um helgina. 29. janúar 2024 06:33 Bandarískir hermenn féllu í drónaárás í Jórdaníu Þrír bandarískir hermenn féllu og 25 særðust í drónaárás á herstöð Bandaríkjanna í Jórdaníu við landamærin að Sýrlandi í nótt. 28. janúar 2024 17:44 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Vítisengill og morðingi sakaðir um tilraun til launmorða fyrir Íran Tveir kanadískir menn hafa verið ákærðir fyrir að taka að sér að fremja morð í Bandaríkjunum fyrir hönd leyniþjónusta Írans. Annar mannanna er meðlimur í Hells Angels glæpasamtökunum en þeir tveir eru sakaðir um að hafa hópað saman nokkrum mönnum með því markmiði að fara til Maryland í Bandaríkjunum í lok árs 2020 eða byrjun 2021 og myrða mann og konu sem búa þar. 29. janúar 2024 22:00
Íranir segjast ekki hafa átt aðkomu að árásinni á Bandaríkjamenn Stjórnvöld í Íran hafa neitað að hafa átt aðkomu að drónaárásinni sem varð þremur hermönnum Bandaríkjanna að bana á herstöð í Jórdaníu um helgina. 29. janúar 2024 06:33
Bandarískir hermenn féllu í drónaárás í Jórdaníu Þrír bandarískir hermenn féllu og 25 særðust í drónaárás á herstöð Bandaríkjanna í Jórdaníu við landamærin að Sýrlandi í nótt. 28. janúar 2024 17:44