Karlinn í skýjunum Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 28. janúar 2024 22:01 Myndin af Guði sem bókstaflegum karli í skýjunum riðlast strax í barnæsku, en myndmál og myndhverfingar eru nauðsynlegar öllum manneskjum til að geta tekist á við lífið, til að geta greint tilveruna og notið hennar. Trúarlegt myndmál er einmitt það, tilraun til að greina og skilja tilveru okkar með merkingarbærum hætti. Eitt af áhrifameiri verkum síðari tíma í hugvísindum er bók sem bandarísku heimspekingarnir George Lackoff og Mark Johnson gáfu út árið 1980 og nefnist Myndhverfingar sem við lifum eftir eða Metaphors we live by. Höfundarnir starfa á sviði tungumálaheimspeki og vitsmunavísinda og kortlögðu það myndmál sem við notum til að greina og takast á við heiminn. Við lærum í tungumálakennslu í gagnfræðaskóla að greina ljóð og bókmenntir eftir því hverskonar myndmál kemur þar fyrir, lærum muninn á viðlíkingu og myndhverfingu, en við leiðum sjaldnast hugann að því að myndmál er ekki einungis viðfangsefni bókmenntanna. Myndmál er það verkfæri sem við notum til að gera líf okkar merkingarbært í hugsun okkar. Að vera ástfangin/n er ekki myndmál sem er merkingarbært í bókstaflegum skilningi, við erum hvorki fangin/n af ástinni né fangi þess sem við elskum, en það að vera ástfangin/n er ekki saklaus myndhverfing, hún er grundvöllur þess sem fólk byggir ákvarðanir um framtíð sína á. Með sama hætti notum við myndmál í daglegu lífi til að greina og vinna úr reynslu okkar. Sumt er „tímasóun“, maður „finnur sig ekki í námi“, vantar að finna „sína hillu í lífinu“ eða er jafnvel „ekki við eina fjölina felld/ur“ og svo mætti lengi telja. Þessar myndhverfingar eru ekki merkingarbærar í bókstaflegum skilningi en þær varða tilveru okkar og tilgang engu að síður. Hið sama á við um myndmál trúarinnar. Myndmál er þess eðlis að varða grundvallarspurningar tilveru okkar. Öll þurfum við að takast á við lífið og flest okkar reyna það á lífsleiðinni að lifa í skugga áfalla og sorgar. Andspænis verkefnum lífsins skipta þær myndhverfingar sem við leitum í máli og þær köllum við trú og lífsskoðun. Von, kærleikur, tilgangur, það að tilheyra, eru fyrirbæri sem við getum einungis rætt um með myndmáli, oft trúarlegu, en þau eru ekki saklausar myndhverfingar, heldur grundvallarforsendur þess að vera manneskja. Manneskja án vonar, án tilgangs, án kærleika og þeirri tilfinningu að tilheyra mun ekki upplifa sig farsæla í lífinu. Mikilvægasta myndmál trúarinnar er sá boðskapur að þú ert elskuð og elskaður og elskað og að þú tilheyrir. Það er myndhverfing sem er þess virði að lifa eftir. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Trúmál Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Myndin af Guði sem bókstaflegum karli í skýjunum riðlast strax í barnæsku, en myndmál og myndhverfingar eru nauðsynlegar öllum manneskjum til að geta tekist á við lífið, til að geta greint tilveruna og notið hennar. Trúarlegt myndmál er einmitt það, tilraun til að greina og skilja tilveru okkar með merkingarbærum hætti. Eitt af áhrifameiri verkum síðari tíma í hugvísindum er bók sem bandarísku heimspekingarnir George Lackoff og Mark Johnson gáfu út árið 1980 og nefnist Myndhverfingar sem við lifum eftir eða Metaphors we live by. Höfundarnir starfa á sviði tungumálaheimspeki og vitsmunavísinda og kortlögðu það myndmál sem við notum til að greina og takast á við heiminn. Við lærum í tungumálakennslu í gagnfræðaskóla að greina ljóð og bókmenntir eftir því hverskonar myndmál kemur þar fyrir, lærum muninn á viðlíkingu og myndhverfingu, en við leiðum sjaldnast hugann að því að myndmál er ekki einungis viðfangsefni bókmenntanna. Myndmál er það verkfæri sem við notum til að gera líf okkar merkingarbært í hugsun okkar. Að vera ástfangin/n er ekki myndmál sem er merkingarbært í bókstaflegum skilningi, við erum hvorki fangin/n af ástinni né fangi þess sem við elskum, en það að vera ástfangin/n er ekki saklaus myndhverfing, hún er grundvöllur þess sem fólk byggir ákvarðanir um framtíð sína á. Með sama hætti notum við myndmál í daglegu lífi til að greina og vinna úr reynslu okkar. Sumt er „tímasóun“, maður „finnur sig ekki í námi“, vantar að finna „sína hillu í lífinu“ eða er jafnvel „ekki við eina fjölina felld/ur“ og svo mætti lengi telja. Þessar myndhverfingar eru ekki merkingarbærar í bókstaflegum skilningi en þær varða tilveru okkar og tilgang engu að síður. Hið sama á við um myndmál trúarinnar. Myndmál er þess eðlis að varða grundvallarspurningar tilveru okkar. Öll þurfum við að takast á við lífið og flest okkar reyna það á lífsleiðinni að lifa í skugga áfalla og sorgar. Andspænis verkefnum lífsins skipta þær myndhverfingar sem við leitum í máli og þær köllum við trú og lífsskoðun. Von, kærleikur, tilgangur, það að tilheyra, eru fyrirbæri sem við getum einungis rætt um með myndmáli, oft trúarlegu, en þau eru ekki saklausar myndhverfingar, heldur grundvallarforsendur þess að vera manneskja. Manneskja án vonar, án tilgangs, án kærleika og þeirri tilfinningu að tilheyra mun ekki upplifa sig farsæla í lífinu. Mikilvægasta myndmál trúarinnar er sá boðskapur að þú ert elskuð og elskaður og elskað og að þú tilheyrir. Það er myndhverfing sem er þess virði að lifa eftir. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun