Hvað gerir Bjarni við bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 28. janúar 2024 16:31 Viðbúið er að ófáir sjálfstæðismenn velti því fyrir sér eftir að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók við utanríkisráðuneytinu hvað verði á hans vakt um frumvarp forvera hans sem kennt hefur verið við bókun 35 við EES-samninginn og ætlað er að festa það í lög að regluverk frá Evrópusambandinu, sem innleitt er hér á landi í gegnum samninginn, gangi framar almennri lagasetningu sem smíðuð er innanlands. Fyrir liggur að frumvarpið er afar umdeilt innan Sjálfstæðisflokksins og víðar sem eðlilegt er. Með því verður til ný forgangsregla í íslenzkum rétti. Ólíkt þeim forgangsreglum sem þegar gilda um almenna lagasetningu, þar sem yngri lög hafa forgang gagnvart þeim sem eldri eru og sértækari lög gagnvart almennari, mun nýja reglan miðast við það eitt að umrædd löggjöf feli í sér innleiðingu á regluverki frá Evrópusambandinu. Með öðrum orðum mun frumvarpið þýða í reynd, nái það fram að ganga, að regluverk frá Evrópusambandinu, sem innleitt hefur verið til þessa og innleitt verður í framtíðinni á meðan Ísland á aðild að EES, verði gert æðra annarri almennri lagasetningu hér á landi af þeirri einu ástæðu að það kemur frá Brussel. Öll önnur almenn lagasetning mun þar með lögum samkvæmt þurfa að taka mið af regluverki sambandsins. Viðsnúningurinn ekki skýrður Krafan um forgang regluverks Evrópusambandsins var einnig sett fram af Evrópusambandinu í aðdraganda þess að Ísland gerðist aðili að EES-samningnum fyrir 30 árum síðan. Henni var hins vegar hafnað af íslenzkum stjórnvöldum af bæði pólitískum og lagalegum ástæðum og bókun 35 fyrir vikið innleidd með öðrum hætti. Þetta var öllum ljóst. Annars hefði Ísland að öllum líkindum ekki gerzt aðili að samningnum. Málið kom fyrst upp árið 2012 þegar Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) fór fram á það að íslenzk stjórnvöld útskýrðu hvernig bókunin hefði verið innleidd. Fimm árum síðar lýsti stofnunin því yfir að ekki hefði verið staðið rétt að þeim málum þrátt fyrir að hafa þá ekki gert nokkra athugasemd við það í tæpa tvo áratugi. Stjórnvöld höfnuðu alfarið kröfu ESA og héldu uppi vörnum allt þar til þau kúventu fyrir um tveimur árum. Frumvarpið var lagt fram í lok marz á síðasta ári en náði ekki fram að ganga á síðasta þingi. Málið var í kjölfarið sett á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar síðasta haust. Engin skýring hefur verið gefin á þeim viðsnúningi sem felst í frumvarpinu. Fullyrt var að einungis væri um formsatriði að ræða og jafnvel sigur. Hvers vegna stjórnvöld héldu þá uppi vörnum árum saman í stað þess að fallast strax á kröfu ESA er hins vegar ósvarað. Forsenda aðildarinnar að EES Fyrir liggur að frumvarpið felur í sér algera uppgjöf í málinu enda efni þess í fullu samræmi við kröfu ESA. Versta mögulega staðan sem gæti komið upp, næði málið ekki fram að ganga og færi í kjölfarið fyrir EFTA-dómstólinn, væri sú að komizt yrði að þeirri niðurstöðu að stjórnvöldum bæri samkvæmt EES-samningnum að verða við kröfu ESA. Með öðrum orðum það sem frumvarpið felur í sér. Gefizt er upp fyrirfram. Málið minnir fyrir vikið að ýmsu leyti á Icesave-málið á sínum tíma. Þannig hafði ESA til að mynda í því máli líkt og nú ekki gert nokkra athugasemd við innleiðingu á viðkomandi regluverki Evrópusambandsins hér á landi um langt árabil þegar stofnunin ákvað að gera mál út af því. Þá átti líkt og nú að gefast upp fyrirfram í stað þess að láta fyrst reyna á málið fyrir EFTA-dómstólnum þar sem Ísland hafði að lokum sigur. Vert er að árétta það að lokum að ein af forsendum aðildar Íslands að EES-samningnum á sínum tíma var sú að bókun 35 yrði innleidd með þeim hætti sem gert var og það ekki að ástæðulausu. Að öðrum kosti hefði að öllum líkindum aldrei orðið af aðildinni. Málið er hins vegar í fullu samræmi við þróun samningsins á undanförnum árum þar sem sífellt hefur verið farið fram á meira framsals valds yfir íslenzkum málum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Viðbúið er að ófáir sjálfstæðismenn velti því fyrir sér eftir að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók við utanríkisráðuneytinu hvað verði á hans vakt um frumvarp forvera hans sem kennt hefur verið við bókun 35 við EES-samninginn og ætlað er að festa það í lög að regluverk frá Evrópusambandinu, sem innleitt er hér á landi í gegnum samninginn, gangi framar almennri lagasetningu sem smíðuð er innanlands. Fyrir liggur að frumvarpið er afar umdeilt innan Sjálfstæðisflokksins og víðar sem eðlilegt er. Með því verður til ný forgangsregla í íslenzkum rétti. Ólíkt þeim forgangsreglum sem þegar gilda um almenna lagasetningu, þar sem yngri lög hafa forgang gagnvart þeim sem eldri eru og sértækari lög gagnvart almennari, mun nýja reglan miðast við það eitt að umrædd löggjöf feli í sér innleiðingu á regluverki frá Evrópusambandinu. Með öðrum orðum mun frumvarpið þýða í reynd, nái það fram að ganga, að regluverk frá Evrópusambandinu, sem innleitt hefur verið til þessa og innleitt verður í framtíðinni á meðan Ísland á aðild að EES, verði gert æðra annarri almennri lagasetningu hér á landi af þeirri einu ástæðu að það kemur frá Brussel. Öll önnur almenn lagasetning mun þar með lögum samkvæmt þurfa að taka mið af regluverki sambandsins. Viðsnúningurinn ekki skýrður Krafan um forgang regluverks Evrópusambandsins var einnig sett fram af Evrópusambandinu í aðdraganda þess að Ísland gerðist aðili að EES-samningnum fyrir 30 árum síðan. Henni var hins vegar hafnað af íslenzkum stjórnvöldum af bæði pólitískum og lagalegum ástæðum og bókun 35 fyrir vikið innleidd með öðrum hætti. Þetta var öllum ljóst. Annars hefði Ísland að öllum líkindum ekki gerzt aðili að samningnum. Málið kom fyrst upp árið 2012 þegar Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) fór fram á það að íslenzk stjórnvöld útskýrðu hvernig bókunin hefði verið innleidd. Fimm árum síðar lýsti stofnunin því yfir að ekki hefði verið staðið rétt að þeim málum þrátt fyrir að hafa þá ekki gert nokkra athugasemd við það í tæpa tvo áratugi. Stjórnvöld höfnuðu alfarið kröfu ESA og héldu uppi vörnum allt þar til þau kúventu fyrir um tveimur árum. Frumvarpið var lagt fram í lok marz á síðasta ári en náði ekki fram að ganga á síðasta þingi. Málið var í kjölfarið sett á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar síðasta haust. Engin skýring hefur verið gefin á þeim viðsnúningi sem felst í frumvarpinu. Fullyrt var að einungis væri um formsatriði að ræða og jafnvel sigur. Hvers vegna stjórnvöld héldu þá uppi vörnum árum saman í stað þess að fallast strax á kröfu ESA er hins vegar ósvarað. Forsenda aðildarinnar að EES Fyrir liggur að frumvarpið felur í sér algera uppgjöf í málinu enda efni þess í fullu samræmi við kröfu ESA. Versta mögulega staðan sem gæti komið upp, næði málið ekki fram að ganga og færi í kjölfarið fyrir EFTA-dómstólinn, væri sú að komizt yrði að þeirri niðurstöðu að stjórnvöldum bæri samkvæmt EES-samningnum að verða við kröfu ESA. Með öðrum orðum það sem frumvarpið felur í sér. Gefizt er upp fyrirfram. Málið minnir fyrir vikið að ýmsu leyti á Icesave-málið á sínum tíma. Þannig hafði ESA til að mynda í því máli líkt og nú ekki gert nokkra athugasemd við innleiðingu á viðkomandi regluverki Evrópusambandsins hér á landi um langt árabil þegar stofnunin ákvað að gera mál út af því. Þá átti líkt og nú að gefast upp fyrirfram í stað þess að láta fyrst reyna á málið fyrir EFTA-dómstólnum þar sem Ísland hafði að lokum sigur. Vert er að árétta það að lokum að ein af forsendum aðildar Íslands að EES-samningnum á sínum tíma var sú að bókun 35 yrði innleidd með þeim hætti sem gert var og það ekki að ástæðulausu. Að öðrum kosti hefði að öllum líkindum aldrei orðið af aðildinni. Málið er hins vegar í fullu samræmi við þróun samningsins á undanförnum árum þar sem sífellt hefur verið farið fram á meira framsals valds yfir íslenzkum málum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun