Kvenfrelsi, leikskóli og börn Björg Sveinsdóttir skrifar 27. janúar 2024 00:08 Kvenfrelsi er einn af hornsteinum í stefnu VG sem einsetur sér að uppræta allar birtingarmyndir kynjamisréttis í samfélaginu og brjóta þannig upp kynjakerfi sem er skaðlegt fyrir stöðu, tækifæri og þátttöku allra. Lengi hefur það verið á stefnuskrá hreyfingarinnar að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og að bjóða öllum börnum upp á leikskólapláss þegar fæðingarorlofi lýkur. Það er enn ekki komið í lög að öll börn eigi rétt á leikskólavist, né er skylda að setja börn á leikskóla þó fæstum dyljist að börn sem koma úr leikskóla fyrir grunnskólagöngu hafa þarfa reynslu um margt sem nýtist þeim vel í upphafi skólagöngu. Sem dæmi má nefna að sveitarfélagið Hafnarfjörður velur til að mynda að ekki komist öll börn inn í leikskóla sem sækja um pláss eftir fæðingarorlof foreldra. Síðasta haust voru 141 barn á biðlista skv. frétt mbl. Markmið þó sagt vera að koma börnum að við 15 mánaða aldur. Í viðtali við RÚV hvatti bæjarstjóri Hafnarfjarðar foreldra til að nýta sér heimgreiðslur sem eru ríflega kr. 100.000, og samsvarar um 8 klst. niðurgreiðslu til dagforeldris, sem bæjarstjóra finnst einnig, eins og fram kemur í viðtalinu, að eigi að fjölga. Ekki er hægt að bera saman að hafa barn í daggæslu eða á leikskóla. Fagmenntun til margra ára er grunnur að því að greina og grípa þau börn sem þurfa aðstoð snemma á ævinni, hvort sem er vegna heimilisaðstæðna eða meðfæddra áskorana. Viðvarandi skortur á leikskólaplássi Í Hafnarfirði hefur undanfarin ár verið sagður af því að starfsfólk vanti og nú á að ráða bót á því með stórtækri kerfisbreytingu sem boðuð er á vormánuðum og miðar helst að því að þrýsta á um að börn séu styttri tíma á leikskóla en áður, eða umorðað „börn verji meiri tíma með fjölskyldu sinni“ Í tillögum starfshóps um málefnið er lögð til eðlisbreyting á starfi leikskóla í Hafnarfirði eins og sjá má hér. * Skiljanlega hafa leikskólakennarar tekið því vel að fá sambærilega starfsdaga og styttingar eins og aðrir kennarar, en það sem þarf að horfast í augu við er að börn á Íslenskum leikskólum hafa að meðaltali verið um 42 stundir á viku s.s. ríflega 8 tíma á dag alla daga, árið um kring og vandséð hvernig fólk í fullri dagvinnu getur komist af með 6 tíma vistun. Fleiri sveitafélög fara svipaða leið og Hafnarfjörður boðar, sum með gjaldfrjálsa 6 tíma en hækkun fyrir lengri tíma. Stéttarfélög hafa ályktað á móti gjaldskrárhækkunum sem og ASÍ samtök launafólks, en í ályktun ASÍ segir m.a.: „Breytingar munu hafa neikvæð áhrif á stöðu kvenna á vinnumarkaði. Þriðjungur kvenna er nú þegar í hlutastörfum og rannsóknir sína að umönnunarábyrgð er helsta ástæða þess að konur eru í skertu starfshlutfalli. Með aðgerðunum varpa sveitarfélögin mannekluvanda leikskólanna yfir á foreldra og þá einkum mæður í stað þess að taka á mannekluvandanum innan sinna raða. Þannig vinnur breytingin gegn jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.“ Áhrif breytinganna eiga eftir að koma í ljós og spurning hvernig foreldrar og börn taki því að fá styttri faglegri þjónustu fyrir börnin og því að þeim verði smalað milli deilda og milli skóla. Verði úr að færri foreldrar nýti vistun fullan dag má telja meiri líkur en minni að það komi í hlut móðurinnar að brúa bilið því rannsóknir sýna ójafna verkaskiptingu kynja þegar kemur að umönnun barna. Mæður eru líklegri til að hverfa frá launaðri vinnu og sinna umönnun. Stöndum vörð um börnin okkar og upprætum birtingarmyndir kynjamisréttis. Höfundur er fulltrúi í svæðisfélagi VG Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Hafnarfjörður Mest lesið Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Kæri Lars Agnar Tómas Möller Skoðun Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Kvenfrelsi er einn af hornsteinum í stefnu VG sem einsetur sér að uppræta allar birtingarmyndir kynjamisréttis í samfélaginu og brjóta þannig upp kynjakerfi sem er skaðlegt fyrir stöðu, tækifæri og þátttöku allra. Lengi hefur það verið á stefnuskrá hreyfingarinnar að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og að bjóða öllum börnum upp á leikskólapláss þegar fæðingarorlofi lýkur. Það er enn ekki komið í lög að öll börn eigi rétt á leikskólavist, né er skylda að setja börn á leikskóla þó fæstum dyljist að börn sem koma úr leikskóla fyrir grunnskólagöngu hafa þarfa reynslu um margt sem nýtist þeim vel í upphafi skólagöngu. Sem dæmi má nefna að sveitarfélagið Hafnarfjörður velur til að mynda að ekki komist öll börn inn í leikskóla sem sækja um pláss eftir fæðingarorlof foreldra. Síðasta haust voru 141 barn á biðlista skv. frétt mbl. Markmið þó sagt vera að koma börnum að við 15 mánaða aldur. Í viðtali við RÚV hvatti bæjarstjóri Hafnarfjarðar foreldra til að nýta sér heimgreiðslur sem eru ríflega kr. 100.000, og samsvarar um 8 klst. niðurgreiðslu til dagforeldris, sem bæjarstjóra finnst einnig, eins og fram kemur í viðtalinu, að eigi að fjölga. Ekki er hægt að bera saman að hafa barn í daggæslu eða á leikskóla. Fagmenntun til margra ára er grunnur að því að greina og grípa þau börn sem þurfa aðstoð snemma á ævinni, hvort sem er vegna heimilisaðstæðna eða meðfæddra áskorana. Viðvarandi skortur á leikskólaplássi Í Hafnarfirði hefur undanfarin ár verið sagður af því að starfsfólk vanti og nú á að ráða bót á því með stórtækri kerfisbreytingu sem boðuð er á vormánuðum og miðar helst að því að þrýsta á um að börn séu styttri tíma á leikskóla en áður, eða umorðað „börn verji meiri tíma með fjölskyldu sinni“ Í tillögum starfshóps um málefnið er lögð til eðlisbreyting á starfi leikskóla í Hafnarfirði eins og sjá má hér. * Skiljanlega hafa leikskólakennarar tekið því vel að fá sambærilega starfsdaga og styttingar eins og aðrir kennarar, en það sem þarf að horfast í augu við er að börn á Íslenskum leikskólum hafa að meðaltali verið um 42 stundir á viku s.s. ríflega 8 tíma á dag alla daga, árið um kring og vandséð hvernig fólk í fullri dagvinnu getur komist af með 6 tíma vistun. Fleiri sveitafélög fara svipaða leið og Hafnarfjörður boðar, sum með gjaldfrjálsa 6 tíma en hækkun fyrir lengri tíma. Stéttarfélög hafa ályktað á móti gjaldskrárhækkunum sem og ASÍ samtök launafólks, en í ályktun ASÍ segir m.a.: „Breytingar munu hafa neikvæð áhrif á stöðu kvenna á vinnumarkaði. Þriðjungur kvenna er nú þegar í hlutastörfum og rannsóknir sína að umönnunarábyrgð er helsta ástæða þess að konur eru í skertu starfshlutfalli. Með aðgerðunum varpa sveitarfélögin mannekluvanda leikskólanna yfir á foreldra og þá einkum mæður í stað þess að taka á mannekluvandanum innan sinna raða. Þannig vinnur breytingin gegn jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.“ Áhrif breytinganna eiga eftir að koma í ljós og spurning hvernig foreldrar og börn taki því að fá styttri faglegri þjónustu fyrir börnin og því að þeim verði smalað milli deilda og milli skóla. Verði úr að færri foreldrar nýti vistun fullan dag má telja meiri líkur en minni að það komi í hlut móðurinnar að brúa bilið því rannsóknir sýna ójafna verkaskiptingu kynja þegar kemur að umönnun barna. Mæður eru líklegri til að hverfa frá launaðri vinnu og sinna umönnun. Stöndum vörð um börnin okkar og upprætum birtingarmyndir kynjamisréttis. Höfundur er fulltrúi í svæðisfélagi VG Hafnarfirði.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun