Von á bráðabirgðaúrskurði frá Alþjóðadómstólnum í dag Lovísa Arnardóttir skrifar 26. janúar 2024 07:10 Mikill fjöldi mótmælti fyrir utan dómstólinn á meðan Ísraelar svöruðu fyrir ásakanir Suður-Afríkumanna. Vísir/EPA Von er á bráðabirgðaúrskurði frá Alþjóðadómstólnum í Haag í máli Suður-Afríku gegn Ísrael. Suður-Afríka óskaði þess í máli sínu að dómstóllinn myndi til bráðabirgða úrskurða um það að Ísraelar láti af hernaði sínum á Gasa á meðan dómstóllinn tekur fyrir ásakanir þeirra um þjóðarmorð Ísraela á Gasa. Þrátt fyrir að niðurstöðu í málinu sé líklega ekki að vænta fyrr en eftir mörg ár um ásakanir Suður-Afríkumanna í garð Ísrael um þjóðarmorð á Gasa gæti dómstóllinn í dag fyrirskipað Ísrael að láta af hernaði sínum á Gasa, sem neyðarráðstöfun. Suður-Afríka óskaði þess að dómstóllinn úrskurðaði sérstaklega um slíkar neyðarráðstafanir, á meðan ásakanir þeirra um þjóðarmorð eru teknar fyrir, til að vernda Palestínumenn á Gasa. Fulltrúar Ísrael svöruðu fyrir ásakanir Suður-Afríkumanna í dómstólnum. Þeir mótmæltu þeim harðlega og óskuðu þess að málinu yrði vísað frá. Vísir/EPA Fulltrúar beggja ríkja báru vitni fyrir dómstólnum fyrir um tveimur vikum og mótmæltu Ísraelar ásökunum Suður-Afríkumanna um þjóðarmorð af miklum ákafa og óskuðu þess að málið yrði ekki tekið fyrir í dómstólnum. Fulltrúar þeirra sögðu Ísraela eiga rétt á því að verja sig og vísuðu til árásar Hamas-liða þann 7. október þar sem 1.300, meðal annars almennir borgarar í Ísrael, voru myrtir. Sú bráðabirgðaniðurstaða sem birt verður í dag lýtur aðallega að þeirri neyð sem er á Gasa ströndinni. Þrátt fyrir að úrskurðir dómstólsins séu bindandi þá er engin leið til að knýja þá fram eða neyða lönd til að framfylgja þeim. Á vef BBC segir að ef niðurstaða dómstólsins í dag sé ekki Ísrael í dag sé ekkert sem komi í veg fyrir að þau geti hundsað niðurstöðuna. Lögmenn Suður Afríku, John Dugard, Tembeka Ngcukaitobi og Adila Hassim í dómstólnum þann 12. janúar þegar málið var tekið fyrir. Vísir/EPA Það myndi þó setja meiri pólitískan þrýsting á yfirvöld í Ísrael að vinna að vopnahléi á Gasa. Það mun einnig setja meiri þrýsting á að helstu bandamenn Ísraela geri það sem þeir geti bakvið tjöldin til að vinna að lausn og tryggja að neyðaraðstoð fái að berast inn á svæðið. Fjallað er líka um málið á vef AP. Suður-Afríka Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Holland Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Sjá meira
Þrátt fyrir að niðurstöðu í málinu sé líklega ekki að vænta fyrr en eftir mörg ár um ásakanir Suður-Afríkumanna í garð Ísrael um þjóðarmorð á Gasa gæti dómstóllinn í dag fyrirskipað Ísrael að láta af hernaði sínum á Gasa, sem neyðarráðstöfun. Suður-Afríka óskaði þess að dómstóllinn úrskurðaði sérstaklega um slíkar neyðarráðstafanir, á meðan ásakanir þeirra um þjóðarmorð eru teknar fyrir, til að vernda Palestínumenn á Gasa. Fulltrúar Ísrael svöruðu fyrir ásakanir Suður-Afríkumanna í dómstólnum. Þeir mótmæltu þeim harðlega og óskuðu þess að málinu yrði vísað frá. Vísir/EPA Fulltrúar beggja ríkja báru vitni fyrir dómstólnum fyrir um tveimur vikum og mótmæltu Ísraelar ásökunum Suður-Afríkumanna um þjóðarmorð af miklum ákafa og óskuðu þess að málið yrði ekki tekið fyrir í dómstólnum. Fulltrúar þeirra sögðu Ísraela eiga rétt á því að verja sig og vísuðu til árásar Hamas-liða þann 7. október þar sem 1.300, meðal annars almennir borgarar í Ísrael, voru myrtir. Sú bráðabirgðaniðurstaða sem birt verður í dag lýtur aðallega að þeirri neyð sem er á Gasa ströndinni. Þrátt fyrir að úrskurðir dómstólsins séu bindandi þá er engin leið til að knýja þá fram eða neyða lönd til að framfylgja þeim. Á vef BBC segir að ef niðurstaða dómstólsins í dag sé ekki Ísrael í dag sé ekkert sem komi í veg fyrir að þau geti hundsað niðurstöðuna. Lögmenn Suður Afríku, John Dugard, Tembeka Ngcukaitobi og Adila Hassim í dómstólnum þann 12. janúar þegar málið var tekið fyrir. Vísir/EPA Það myndi þó setja meiri pólitískan þrýsting á yfirvöld í Ísrael að vinna að vopnahléi á Gasa. Það mun einnig setja meiri þrýsting á að helstu bandamenn Ísraela geri það sem þeir geti bakvið tjöldin til að vinna að lausn og tryggja að neyðaraðstoð fái að berast inn á svæðið. Fjallað er líka um málið á vef AP.
Suður-Afríka Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Holland Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Sjá meira