„Netflix er í samkeppni við kynlíf og Netflix er að vinna“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 23. janúar 2024 14:37 Áslaug Kristjánsdóttir er gestur Marínar Möndu í nýjasta hlaðvarpsþætti Spegilmyndarinnar. „Ég eyði deginum í að tala um kynlíf,“ segir Áslaug Kristjánsdóttir kynfræðingur og kynlífsráðgjafi í samtali við Marín Möndu Magnúsdóttur í nýjasta hlaðvarpsþætti Spegilmyndarinnar. Áslaug segir kynlíf ekki eina af grunnþörfum mannsins eins og oft hefur verið haldið fram. Ef það væri grunnþörf myndi fólk deyja án þess. Kynlíf er ekki eitt af því. „Líffræðilega virkar kynlíf ekki eins og grunnþarfirnar. Grunnþarfir eru reknar áfram á skorti, það vantar næringu í líkamann og þá sendir líkaminn boð um að ég sé svöng og hverfur ekki fyrr en ég borða,“ segir Áslaug: „Það þarf að kveikja þennan áhuga.“ Lítið talað um kynlíf Áslaug gaf út bókina Lífið er kynlíf, handbók fyrir fólk í langtímasamböndum. Skortur á almennri þekkingu fólks um kynlíf hafi verið kveikjan að bókinni, þrátt fyrir óbilandi áhuga á ástinni og kynlífi. „Nú er ég búin að vinna við þetta vel yfir áratug og ég er stöðugt að endurtaka mig. Það var líka kveikjan að þessu. Mér finnst þetta ætti að vera almenn þekking, en hún er það greinilega ekki,“ segir Áslaug. „Þú eiginlega talar bara alls ekki um þetta því þá ertu dóni.“ Að sögn Áslaugar er algengt að kynlöngun fjari út í langtímasamböndum og geta ástæðurnar verið margvíslegar. „Ég velti því fyrir mér hvort það hafi aðallega með aðferðarfræðina að gera. Fólk er samfarasjúkt, gagnkynhneigt fólk heldur að eina kynlífið sé samfarir, limur í leggöng og þá sé þetta komið. Ef maður skoðar rannsóknir, þar sem það er aðallega kynlífið sem fólk er að stunda, að þá er maður kominn með fullnægingarbil kynjanna, eins og launamuninn, þá er líka til orgasmic gap,“ segir Áslaug: „Þessi kynlífsathöfn, samfarir er góð og nánast skotheld leið fyrir lim að fá fullnægingu í en ekki svo mikið fyrir leggöng og píkur.“ Pör stunda sjaldnar kynlíf en áður Áslaug segir kynlíf allra meina bót sem hafi góð áhrif á ónæmiskerfið, hjarta- og æðakerfi, svefn, streitu og geðið. „Það hefur meira að segja þau áhrif að ef þú stundar kynlíf í gærkvöldi þá mun þér líka betur við vinnuna þína daginn eftir, alveg sama þó að verkefni dagsins séu nákvæmlega þau sömu og þú stundaðir ekki kynlíf. Það er greinilega það mikil lífsorka sem er í þessu að við erum bara glaðari og okkur finnst lífið léttara,“ segir Áslaug og bætir við: „Þetta er því heilbrigðis- og lífsgæðamál.“ Að sögn Áslaugar hafa hraði og streita í nútímasamfélagi áhrif á kynlíf para. „Við erum að stunda minna kynlíf heldur en kynslóð foreldra okkar gerði, þau voru líklegast að stunda minna kynlíf en kynslóð foreldra þeirra. Börnin okkar, ef fram heldur sem horfir, munu stunda minna kynlíf en við, “ segir Áslaug: „Forstjóri Netflix sagði einhvern tímann í viðtali að Netflix væri í samkeppni við svefn og Netflix væri að vinna, og ég held að ég geti sagt það sama. Það er ekki búið að kanna þetta en ég er viss um það að Netflix er í samkeppni við kynlíf og Netflix er að vinna.“ Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Ástin og lífið Kynlíf Bíó og sjónvarp Netflix Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira
Áslaug segir kynlíf ekki eina af grunnþörfum mannsins eins og oft hefur verið haldið fram. Ef það væri grunnþörf myndi fólk deyja án þess. Kynlíf er ekki eitt af því. „Líffræðilega virkar kynlíf ekki eins og grunnþarfirnar. Grunnþarfir eru reknar áfram á skorti, það vantar næringu í líkamann og þá sendir líkaminn boð um að ég sé svöng og hverfur ekki fyrr en ég borða,“ segir Áslaug: „Það þarf að kveikja þennan áhuga.“ Lítið talað um kynlíf Áslaug gaf út bókina Lífið er kynlíf, handbók fyrir fólk í langtímasamböndum. Skortur á almennri þekkingu fólks um kynlíf hafi verið kveikjan að bókinni, þrátt fyrir óbilandi áhuga á ástinni og kynlífi. „Nú er ég búin að vinna við þetta vel yfir áratug og ég er stöðugt að endurtaka mig. Það var líka kveikjan að þessu. Mér finnst þetta ætti að vera almenn þekking, en hún er það greinilega ekki,“ segir Áslaug. „Þú eiginlega talar bara alls ekki um þetta því þá ertu dóni.“ Að sögn Áslaugar er algengt að kynlöngun fjari út í langtímasamböndum og geta ástæðurnar verið margvíslegar. „Ég velti því fyrir mér hvort það hafi aðallega með aðferðarfræðina að gera. Fólk er samfarasjúkt, gagnkynhneigt fólk heldur að eina kynlífið sé samfarir, limur í leggöng og þá sé þetta komið. Ef maður skoðar rannsóknir, þar sem það er aðallega kynlífið sem fólk er að stunda, að þá er maður kominn með fullnægingarbil kynjanna, eins og launamuninn, þá er líka til orgasmic gap,“ segir Áslaug: „Þessi kynlífsathöfn, samfarir er góð og nánast skotheld leið fyrir lim að fá fullnægingu í en ekki svo mikið fyrir leggöng og píkur.“ Pör stunda sjaldnar kynlíf en áður Áslaug segir kynlíf allra meina bót sem hafi góð áhrif á ónæmiskerfið, hjarta- og æðakerfi, svefn, streitu og geðið. „Það hefur meira að segja þau áhrif að ef þú stundar kynlíf í gærkvöldi þá mun þér líka betur við vinnuna þína daginn eftir, alveg sama þó að verkefni dagsins séu nákvæmlega þau sömu og þú stundaðir ekki kynlíf. Það er greinilega það mikil lífsorka sem er í þessu að við erum bara glaðari og okkur finnst lífið léttara,“ segir Áslaug og bætir við: „Þetta er því heilbrigðis- og lífsgæðamál.“ Að sögn Áslaugar hafa hraði og streita í nútímasamfélagi áhrif á kynlíf para. „Við erum að stunda minna kynlíf heldur en kynslóð foreldra okkar gerði, þau voru líklegast að stunda minna kynlíf en kynslóð foreldra þeirra. Börnin okkar, ef fram heldur sem horfir, munu stunda minna kynlíf en við, “ segir Áslaug: „Forstjóri Netflix sagði einhvern tímann í viðtali að Netflix væri í samkeppni við svefn og Netflix væri að vinna, og ég held að ég geti sagt það sama. Það er ekki búið að kanna þetta en ég er viss um það að Netflix er í samkeppni við kynlíf og Netflix er að vinna.“ Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Ástin og lífið Kynlíf Bíó og sjónvarp Netflix Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira