„Netflix er í samkeppni við kynlíf og Netflix er að vinna“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 23. janúar 2024 14:37 Áslaug Kristjánsdóttir er gestur Marínar Möndu í nýjasta hlaðvarpsþætti Spegilmyndarinnar. „Ég eyði deginum í að tala um kynlíf,“ segir Áslaug Kristjánsdóttir kynfræðingur og kynlífsráðgjafi í samtali við Marín Möndu Magnúsdóttur í nýjasta hlaðvarpsþætti Spegilmyndarinnar. Áslaug segir kynlíf ekki eina af grunnþörfum mannsins eins og oft hefur verið haldið fram. Ef það væri grunnþörf myndi fólk deyja án þess. Kynlíf er ekki eitt af því. „Líffræðilega virkar kynlíf ekki eins og grunnþarfirnar. Grunnþarfir eru reknar áfram á skorti, það vantar næringu í líkamann og þá sendir líkaminn boð um að ég sé svöng og hverfur ekki fyrr en ég borða,“ segir Áslaug: „Það þarf að kveikja þennan áhuga.“ Lítið talað um kynlíf Áslaug gaf út bókina Lífið er kynlíf, handbók fyrir fólk í langtímasamböndum. Skortur á almennri þekkingu fólks um kynlíf hafi verið kveikjan að bókinni, þrátt fyrir óbilandi áhuga á ástinni og kynlífi. „Nú er ég búin að vinna við þetta vel yfir áratug og ég er stöðugt að endurtaka mig. Það var líka kveikjan að þessu. Mér finnst þetta ætti að vera almenn þekking, en hún er það greinilega ekki,“ segir Áslaug. „Þú eiginlega talar bara alls ekki um þetta því þá ertu dóni.“ Að sögn Áslaugar er algengt að kynlöngun fjari út í langtímasamböndum og geta ástæðurnar verið margvíslegar. „Ég velti því fyrir mér hvort það hafi aðallega með aðferðarfræðina að gera. Fólk er samfarasjúkt, gagnkynhneigt fólk heldur að eina kynlífið sé samfarir, limur í leggöng og þá sé þetta komið. Ef maður skoðar rannsóknir, þar sem það er aðallega kynlífið sem fólk er að stunda, að þá er maður kominn með fullnægingarbil kynjanna, eins og launamuninn, þá er líka til orgasmic gap,“ segir Áslaug: „Þessi kynlífsathöfn, samfarir er góð og nánast skotheld leið fyrir lim að fá fullnægingu í en ekki svo mikið fyrir leggöng og píkur.“ Pör stunda sjaldnar kynlíf en áður Áslaug segir kynlíf allra meina bót sem hafi góð áhrif á ónæmiskerfið, hjarta- og æðakerfi, svefn, streitu og geðið. „Það hefur meira að segja þau áhrif að ef þú stundar kynlíf í gærkvöldi þá mun þér líka betur við vinnuna þína daginn eftir, alveg sama þó að verkefni dagsins séu nákvæmlega þau sömu og þú stundaðir ekki kynlíf. Það er greinilega það mikil lífsorka sem er í þessu að við erum bara glaðari og okkur finnst lífið léttara,“ segir Áslaug og bætir við: „Þetta er því heilbrigðis- og lífsgæðamál.“ Að sögn Áslaugar hafa hraði og streita í nútímasamfélagi áhrif á kynlíf para. „Við erum að stunda minna kynlíf heldur en kynslóð foreldra okkar gerði, þau voru líklegast að stunda minna kynlíf en kynslóð foreldra þeirra. Börnin okkar, ef fram heldur sem horfir, munu stunda minna kynlíf en við, “ segir Áslaug: „Forstjóri Netflix sagði einhvern tímann í viðtali að Netflix væri í samkeppni við svefn og Netflix væri að vinna, og ég held að ég geti sagt það sama. Það er ekki búið að kanna þetta en ég er viss um það að Netflix er í samkeppni við kynlíf og Netflix er að vinna.“ Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Ástin og lífið Kynlíf Bíó og sjónvarp Netflix Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
Áslaug segir kynlíf ekki eina af grunnþörfum mannsins eins og oft hefur verið haldið fram. Ef það væri grunnþörf myndi fólk deyja án þess. Kynlíf er ekki eitt af því. „Líffræðilega virkar kynlíf ekki eins og grunnþarfirnar. Grunnþarfir eru reknar áfram á skorti, það vantar næringu í líkamann og þá sendir líkaminn boð um að ég sé svöng og hverfur ekki fyrr en ég borða,“ segir Áslaug: „Það þarf að kveikja þennan áhuga.“ Lítið talað um kynlíf Áslaug gaf út bókina Lífið er kynlíf, handbók fyrir fólk í langtímasamböndum. Skortur á almennri þekkingu fólks um kynlíf hafi verið kveikjan að bókinni, þrátt fyrir óbilandi áhuga á ástinni og kynlífi. „Nú er ég búin að vinna við þetta vel yfir áratug og ég er stöðugt að endurtaka mig. Það var líka kveikjan að þessu. Mér finnst þetta ætti að vera almenn þekking, en hún er það greinilega ekki,“ segir Áslaug. „Þú eiginlega talar bara alls ekki um þetta því þá ertu dóni.“ Að sögn Áslaugar er algengt að kynlöngun fjari út í langtímasamböndum og geta ástæðurnar verið margvíslegar. „Ég velti því fyrir mér hvort það hafi aðallega með aðferðarfræðina að gera. Fólk er samfarasjúkt, gagnkynhneigt fólk heldur að eina kynlífið sé samfarir, limur í leggöng og þá sé þetta komið. Ef maður skoðar rannsóknir, þar sem það er aðallega kynlífið sem fólk er að stunda, að þá er maður kominn með fullnægingarbil kynjanna, eins og launamuninn, þá er líka til orgasmic gap,“ segir Áslaug: „Þessi kynlífsathöfn, samfarir er góð og nánast skotheld leið fyrir lim að fá fullnægingu í en ekki svo mikið fyrir leggöng og píkur.“ Pör stunda sjaldnar kynlíf en áður Áslaug segir kynlíf allra meina bót sem hafi góð áhrif á ónæmiskerfið, hjarta- og æðakerfi, svefn, streitu og geðið. „Það hefur meira að segja þau áhrif að ef þú stundar kynlíf í gærkvöldi þá mun þér líka betur við vinnuna þína daginn eftir, alveg sama þó að verkefni dagsins séu nákvæmlega þau sömu og þú stundaðir ekki kynlíf. Það er greinilega það mikil lífsorka sem er í þessu að við erum bara glaðari og okkur finnst lífið léttara,“ segir Áslaug og bætir við: „Þetta er því heilbrigðis- og lífsgæðamál.“ Að sögn Áslaugar hafa hraði og streita í nútímasamfélagi áhrif á kynlíf para. „Við erum að stunda minna kynlíf heldur en kynslóð foreldra okkar gerði, þau voru líklegast að stunda minna kynlíf en kynslóð foreldra þeirra. Börnin okkar, ef fram heldur sem horfir, munu stunda minna kynlíf en við, “ segir Áslaug: „Forstjóri Netflix sagði einhvern tímann í viðtali að Netflix væri í samkeppni við svefn og Netflix væri að vinna, og ég held að ég geti sagt það sama. Það er ekki búið að kanna þetta en ég er viss um það að Netflix er í samkeppni við kynlíf og Netflix er að vinna.“ Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Ástin og lífið Kynlíf Bíó og sjónvarp Netflix Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira