Útspil Svandísar Sigmar Guðmundsson skrifar 22. janúar 2024 13:30 Það blasir við öllum að staða Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, er mjög veik. Það er auðvitað með talsverðum ólíkindum að undanfarnar vikur hefur ráðherra setið í meirihlutastjórn án þess að njóta stuðnings samstarfsflokkanna. Útspili hennar í morgun, um að óháðir aðilar fari yfir þá stjórnsýslu og lagaumgjörð sem gildir um hvalveiðar, er ætlað að lægja öldurnar. Óvíst er að það dugi til ef marka má viðbrögðin. Þó eru þær raddir farnar að heyrast að hinir stjórnarflokkarnir ætli mögulega að verja ráðherrann vantrausti með því að vísa í stór verkefni sem blasa við. Er þá einkum talað um aðgerðir fyrir Grindvíkinga og svo að ná niður verðbólgu og vöxtum. Allir sjá og vita að hingað til hefur þessi ríkisstjórn ekki náð saman um nauðsynlegar aðgerðir í ríkisfjármálum til að slá á verðbólguna. Það mun ekki breytast í bráð. Í stjórnmálunum er svo almenn samstaða um að ríkisvaldinu beri að koma Grindvíkingum til hjálpar, það er ekki bara bundið við þennan stjórnarmeirihluta. Grindvíkingar þurfa samstíga ríkisstjórn þar sem innanmein og átök flækjast ekki fyrir bráðnauðsynlegu viðbragði þeim til handa. Það var áhugavert að heyra í Ólafi Þ Harðarsyni í fréttnum í gærkvöldi. Ég held að það sé hins vegar ekki rétt hjá honum að VG sætti sig við að nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiði atkvæði með vantrausti á Matvælaráðherra. Þingflokksformaður VG hefur talað þannig að ef allir stjórnarþingmenn verja ekki ráðherrann, þá springur stjórnin. Sjálfur hef ég aldrei stutt Svandísi né aðra ráðherra í þessari ríkisstjórn og mun greiða atkvæði með vantraustinu. Það er brýnt að koma þessari ríkisstjórn frá völdum. Miðað við mjög stór orð nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins á liðnum vikum, hlýtur það að verða niðurstaðan. Trúir því einhver að Jón Gunnarsson, Hildur Sverrisdóttir, Óli Björn Kárason, Vilhjálmur Árnason og Teitur Björn Einarsson, sem harðast ganga fram gegn Svandísi, séu slíkar geðluðrur að þau standi ekki við stóru orðin. Svandís fer ekki sjálfviljug úr ráðuneytinu, það sást glögglega á útspili hennar í morgun, og þessir þingmenn sætta sig varla við að ráðherrann haldi embætti gegn því einu að Hvalveiðar færist yfir í annað ráðuneyti eins og rætt er um. Það yrði niðurlægjandi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það myndi staðfesta enn og aftur að einu hugsjónir flokksins í þessu samstarfi er að verma áhrifalausa ráðherrastóla á meðan VG stýrir landinu. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Viðreisn Hvalveiðar Stjórnsýsla Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það blasir við öllum að staða Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, er mjög veik. Það er auðvitað með talsverðum ólíkindum að undanfarnar vikur hefur ráðherra setið í meirihlutastjórn án þess að njóta stuðnings samstarfsflokkanna. Útspili hennar í morgun, um að óháðir aðilar fari yfir þá stjórnsýslu og lagaumgjörð sem gildir um hvalveiðar, er ætlað að lægja öldurnar. Óvíst er að það dugi til ef marka má viðbrögðin. Þó eru þær raddir farnar að heyrast að hinir stjórnarflokkarnir ætli mögulega að verja ráðherrann vantrausti með því að vísa í stór verkefni sem blasa við. Er þá einkum talað um aðgerðir fyrir Grindvíkinga og svo að ná niður verðbólgu og vöxtum. Allir sjá og vita að hingað til hefur þessi ríkisstjórn ekki náð saman um nauðsynlegar aðgerðir í ríkisfjármálum til að slá á verðbólguna. Það mun ekki breytast í bráð. Í stjórnmálunum er svo almenn samstaða um að ríkisvaldinu beri að koma Grindvíkingum til hjálpar, það er ekki bara bundið við þennan stjórnarmeirihluta. Grindvíkingar þurfa samstíga ríkisstjórn þar sem innanmein og átök flækjast ekki fyrir bráðnauðsynlegu viðbragði þeim til handa. Það var áhugavert að heyra í Ólafi Þ Harðarsyni í fréttnum í gærkvöldi. Ég held að það sé hins vegar ekki rétt hjá honum að VG sætti sig við að nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiði atkvæði með vantrausti á Matvælaráðherra. Þingflokksformaður VG hefur talað þannig að ef allir stjórnarþingmenn verja ekki ráðherrann, þá springur stjórnin. Sjálfur hef ég aldrei stutt Svandísi né aðra ráðherra í þessari ríkisstjórn og mun greiða atkvæði með vantraustinu. Það er brýnt að koma þessari ríkisstjórn frá völdum. Miðað við mjög stór orð nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins á liðnum vikum, hlýtur það að verða niðurstaðan. Trúir því einhver að Jón Gunnarsson, Hildur Sverrisdóttir, Óli Björn Kárason, Vilhjálmur Árnason og Teitur Björn Einarsson, sem harðast ganga fram gegn Svandísi, séu slíkar geðluðrur að þau standi ekki við stóru orðin. Svandís fer ekki sjálfviljug úr ráðuneytinu, það sást glögglega á útspili hennar í morgun, og þessir þingmenn sætta sig varla við að ráðherrann haldi embætti gegn því einu að Hvalveiðar færist yfir í annað ráðuneyti eins og rætt er um. Það yrði niðurlægjandi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það myndi staðfesta enn og aftur að einu hugsjónir flokksins í þessu samstarfi er að verma áhrifalausa ráðherrastóla á meðan VG stýrir landinu. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun