Útspil Svandísar Sigmar Guðmundsson skrifar 22. janúar 2024 13:30 Það blasir við öllum að staða Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, er mjög veik. Það er auðvitað með talsverðum ólíkindum að undanfarnar vikur hefur ráðherra setið í meirihlutastjórn án þess að njóta stuðnings samstarfsflokkanna. Útspili hennar í morgun, um að óháðir aðilar fari yfir þá stjórnsýslu og lagaumgjörð sem gildir um hvalveiðar, er ætlað að lægja öldurnar. Óvíst er að það dugi til ef marka má viðbrögðin. Þó eru þær raddir farnar að heyrast að hinir stjórnarflokkarnir ætli mögulega að verja ráðherrann vantrausti með því að vísa í stór verkefni sem blasa við. Er þá einkum talað um aðgerðir fyrir Grindvíkinga og svo að ná niður verðbólgu og vöxtum. Allir sjá og vita að hingað til hefur þessi ríkisstjórn ekki náð saman um nauðsynlegar aðgerðir í ríkisfjármálum til að slá á verðbólguna. Það mun ekki breytast í bráð. Í stjórnmálunum er svo almenn samstaða um að ríkisvaldinu beri að koma Grindvíkingum til hjálpar, það er ekki bara bundið við þennan stjórnarmeirihluta. Grindvíkingar þurfa samstíga ríkisstjórn þar sem innanmein og átök flækjast ekki fyrir bráðnauðsynlegu viðbragði þeim til handa. Það var áhugavert að heyra í Ólafi Þ Harðarsyni í fréttnum í gærkvöldi. Ég held að það sé hins vegar ekki rétt hjá honum að VG sætti sig við að nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiði atkvæði með vantrausti á Matvælaráðherra. Þingflokksformaður VG hefur talað þannig að ef allir stjórnarþingmenn verja ekki ráðherrann, þá springur stjórnin. Sjálfur hef ég aldrei stutt Svandísi né aðra ráðherra í þessari ríkisstjórn og mun greiða atkvæði með vantraustinu. Það er brýnt að koma þessari ríkisstjórn frá völdum. Miðað við mjög stór orð nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins á liðnum vikum, hlýtur það að verða niðurstaðan. Trúir því einhver að Jón Gunnarsson, Hildur Sverrisdóttir, Óli Björn Kárason, Vilhjálmur Árnason og Teitur Björn Einarsson, sem harðast ganga fram gegn Svandísi, séu slíkar geðluðrur að þau standi ekki við stóru orðin. Svandís fer ekki sjálfviljug úr ráðuneytinu, það sást glögglega á útspili hennar í morgun, og þessir þingmenn sætta sig varla við að ráðherrann haldi embætti gegn því einu að Hvalveiðar færist yfir í annað ráðuneyti eins og rætt er um. Það yrði niðurlægjandi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það myndi staðfesta enn og aftur að einu hugsjónir flokksins í þessu samstarfi er að verma áhrifalausa ráðherrastóla á meðan VG stýrir landinu. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Viðreisn Hvalveiðar Stjórnsýsla Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Það blasir við öllum að staða Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, er mjög veik. Það er auðvitað með talsverðum ólíkindum að undanfarnar vikur hefur ráðherra setið í meirihlutastjórn án þess að njóta stuðnings samstarfsflokkanna. Útspili hennar í morgun, um að óháðir aðilar fari yfir þá stjórnsýslu og lagaumgjörð sem gildir um hvalveiðar, er ætlað að lægja öldurnar. Óvíst er að það dugi til ef marka má viðbrögðin. Þó eru þær raddir farnar að heyrast að hinir stjórnarflokkarnir ætli mögulega að verja ráðherrann vantrausti með því að vísa í stór verkefni sem blasa við. Er þá einkum talað um aðgerðir fyrir Grindvíkinga og svo að ná niður verðbólgu og vöxtum. Allir sjá og vita að hingað til hefur þessi ríkisstjórn ekki náð saman um nauðsynlegar aðgerðir í ríkisfjármálum til að slá á verðbólguna. Það mun ekki breytast í bráð. Í stjórnmálunum er svo almenn samstaða um að ríkisvaldinu beri að koma Grindvíkingum til hjálpar, það er ekki bara bundið við þennan stjórnarmeirihluta. Grindvíkingar þurfa samstíga ríkisstjórn þar sem innanmein og átök flækjast ekki fyrir bráðnauðsynlegu viðbragði þeim til handa. Það var áhugavert að heyra í Ólafi Þ Harðarsyni í fréttnum í gærkvöldi. Ég held að það sé hins vegar ekki rétt hjá honum að VG sætti sig við að nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiði atkvæði með vantrausti á Matvælaráðherra. Þingflokksformaður VG hefur talað þannig að ef allir stjórnarþingmenn verja ekki ráðherrann, þá springur stjórnin. Sjálfur hef ég aldrei stutt Svandísi né aðra ráðherra í þessari ríkisstjórn og mun greiða atkvæði með vantraustinu. Það er brýnt að koma þessari ríkisstjórn frá völdum. Miðað við mjög stór orð nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins á liðnum vikum, hlýtur það að verða niðurstaðan. Trúir því einhver að Jón Gunnarsson, Hildur Sverrisdóttir, Óli Björn Kárason, Vilhjálmur Árnason og Teitur Björn Einarsson, sem harðast ganga fram gegn Svandísi, séu slíkar geðluðrur að þau standi ekki við stóru orðin. Svandís fer ekki sjálfviljug úr ráðuneytinu, það sást glögglega á útspili hennar í morgun, og þessir þingmenn sætta sig varla við að ráðherrann haldi embætti gegn því einu að Hvalveiðar færist yfir í annað ráðuneyti eins og rætt er um. Það yrði niðurlægjandi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það myndi staðfesta enn og aftur að einu hugsjónir flokksins í þessu samstarfi er að verma áhrifalausa ráðherrastóla á meðan VG stýrir landinu. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun