Þegar þitt besta er ekki nógu gott Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. janúar 2024 06:31 Þegar áföll dynja yfir þá reynir á samfélög og um leið kemur í ljós úr hverju við erum gerð. Sunnudagurinn síðasti er áskorun og prófsteinn á okkar samfélagsgerð. Eldgos, hraunrennsli, skjálftavirkni og grimmilegar sprungur eru fyrst og síðast gríðarlegt áfall fyrir Grindvíkinga en líka þjóðina alla. Áfall sem nú þegar hefur kostað mannslíf. Í þrjú ár hefur reynt á seiglu og þolinmæði Grindvíkinga og innviði svæðisins. Þetta er þung staða og það er skiljanlegt að Grindvíkingar krefjist þess að fá svör sem fyrst um það hvernig leysa eigi úr þessari óvissu og þessu lamandi óöryggi sem fólkið í Grindavík finnur nú fyrir. Það er ekki hægt að halda því fram að um sé að ræða óvænta stöðu – þessi sviðsmynd hefur legið fyrir í einhverja mánuði – og ef við eigum að vera alveg heiðarleg, þá hefur möguleikinn á eldgosi á þessu svæði legið fyrir í nokkur ár. Eflaust finnst Grindvíkingum gott að skynja að þjóðin stendur með þeim en nú er komið að ákvörðunum sem taka utan um bæjarbúa og veita þeim aukið öryggi. Leiðtogar og stjórnmálafólk geta ekki leyft sér að einbeita sér eingöngu að málefnum líðandi stundar. Það er skylda stjórnmálanna að horfa lengra, gera áætlanir. Líka um svörtustu sviðsmyndina – og þora því. Þau sem fara með hlutverk framkvæmdavaldsins verða að standa undir nafni. Framkvæma, ákveða og varða veginn. Ég ræddi meðal annars um Grindavík í Morgunútvarpi Rásar tvö í gær ásamt þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, Hildi Sverrisdóttur. Hún lagði áherslu á að allir í ríkisstjórninni væru að gera sitt besta og vinna að því að leysa úr þeirri stöðu sem upp er komin. Ég hef greint þetta viðhorf hjá öðrum stjórnarliðum og ráðherrum. Það er gott og vel. En munurinn á ráðherrum og öðrum er að þeirra hlutverk er að horfa lengra og vera tilbúin til að taka ákvarðanir. Ekki síst þegar svartar og erfiðar sviðsmyndir eru mögulegar. Það vekur ákveðna furðu að plan stjórnvalda við þessari sviðsmynd sem nú blasir við hafi ekki verið tilbúið. Þrátt fyrir þriggja ára eldsumbrot og orð vísindafólks. Það er ekki nógu gott. Nú reynir á okkur öll að vinna fumlaust að því að svara öllum spurningum Grindvíkinga um framtíð sína. Í mínum huga er valfrelsi og einstaklingsfrelsi hér lykilatriði. Við eigum eins og kostur er að leggja allt kapp á að veita fólki frelsi til að taka ákvarðanir um líf sitt, tilveru og framtíð. Að Grindvíkingar öðlist valkosti til að halda áfram. Sumir vilja halda því opnu að flytja aftur heim – eðlilega. Á meðan aðrir vilja þreifa fyrir sér á öðrum svæðum. Ólík viðhorf þurfa að rúmast innan þeirra lausna sem boðið verður upp á. Ég óttast að margir litlir plástrar verði á endanum dýrkeyptari en að rífa plásturinn af og taka stærri ákvarðanir. Það mun ekki standa á okkur í Viðreisn þegar það kemur að því að greiða fyrir málum sem varða Grindvíkinga. Til þess eru samfélög og sameiginlegir sjóðir. Þetta er ekki spurning um stjórn eða stjórnarandstöðu. Okkur eða ykkur. Við erum öll saman í liði og tökumst saman á við vindinn sem nú á móti blæs. Það kunnum við sem þjóð. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar áföll dynja yfir þá reynir á samfélög og um leið kemur í ljós úr hverju við erum gerð. Sunnudagurinn síðasti er áskorun og prófsteinn á okkar samfélagsgerð. Eldgos, hraunrennsli, skjálftavirkni og grimmilegar sprungur eru fyrst og síðast gríðarlegt áfall fyrir Grindvíkinga en líka þjóðina alla. Áfall sem nú þegar hefur kostað mannslíf. Í þrjú ár hefur reynt á seiglu og þolinmæði Grindvíkinga og innviði svæðisins. Þetta er þung staða og það er skiljanlegt að Grindvíkingar krefjist þess að fá svör sem fyrst um það hvernig leysa eigi úr þessari óvissu og þessu lamandi óöryggi sem fólkið í Grindavík finnur nú fyrir. Það er ekki hægt að halda því fram að um sé að ræða óvænta stöðu – þessi sviðsmynd hefur legið fyrir í einhverja mánuði – og ef við eigum að vera alveg heiðarleg, þá hefur möguleikinn á eldgosi á þessu svæði legið fyrir í nokkur ár. Eflaust finnst Grindvíkingum gott að skynja að þjóðin stendur með þeim en nú er komið að ákvörðunum sem taka utan um bæjarbúa og veita þeim aukið öryggi. Leiðtogar og stjórnmálafólk geta ekki leyft sér að einbeita sér eingöngu að málefnum líðandi stundar. Það er skylda stjórnmálanna að horfa lengra, gera áætlanir. Líka um svörtustu sviðsmyndina – og þora því. Þau sem fara með hlutverk framkvæmdavaldsins verða að standa undir nafni. Framkvæma, ákveða og varða veginn. Ég ræddi meðal annars um Grindavík í Morgunútvarpi Rásar tvö í gær ásamt þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, Hildi Sverrisdóttur. Hún lagði áherslu á að allir í ríkisstjórninni væru að gera sitt besta og vinna að því að leysa úr þeirri stöðu sem upp er komin. Ég hef greint þetta viðhorf hjá öðrum stjórnarliðum og ráðherrum. Það er gott og vel. En munurinn á ráðherrum og öðrum er að þeirra hlutverk er að horfa lengra og vera tilbúin til að taka ákvarðanir. Ekki síst þegar svartar og erfiðar sviðsmyndir eru mögulegar. Það vekur ákveðna furðu að plan stjórnvalda við þessari sviðsmynd sem nú blasir við hafi ekki verið tilbúið. Þrátt fyrir þriggja ára eldsumbrot og orð vísindafólks. Það er ekki nógu gott. Nú reynir á okkur öll að vinna fumlaust að því að svara öllum spurningum Grindvíkinga um framtíð sína. Í mínum huga er valfrelsi og einstaklingsfrelsi hér lykilatriði. Við eigum eins og kostur er að leggja allt kapp á að veita fólki frelsi til að taka ákvarðanir um líf sitt, tilveru og framtíð. Að Grindvíkingar öðlist valkosti til að halda áfram. Sumir vilja halda því opnu að flytja aftur heim – eðlilega. Á meðan aðrir vilja þreifa fyrir sér á öðrum svæðum. Ólík viðhorf þurfa að rúmast innan þeirra lausna sem boðið verður upp á. Ég óttast að margir litlir plástrar verði á endanum dýrkeyptari en að rífa plásturinn af og taka stærri ákvarðanir. Það mun ekki standa á okkur í Viðreisn þegar það kemur að því að greiða fyrir málum sem varða Grindvíkinga. Til þess eru samfélög og sameiginlegir sjóðir. Þetta er ekki spurning um stjórn eða stjórnarandstöðu. Okkur eða ykkur. Við erum öll saman í liði og tökumst saman á við vindinn sem nú á móti blæs. Það kunnum við sem þjóð. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun