Ævintýraleg björgun Íslendings í lífshættu Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 15. janúar 2024 15:37 Fram kemur í fréttatilkynningu að björgunaraðgerðir ítölsku Landhelgisgæslunnar hafi verið „meistaraverk samræmis og hugrekkis.“ Skjáskot Neyðartilvik kom upp um borð í ítalska skemmtiferðskipinu Costa Smeralda síðastliðinn miðvikudag þegar Íslendingur um borð veiktist lífshættulega. Þökk sé þyrlusveit Landhelgisgæslunnar á Ítalíu var honum bjargað naumlega. Greint er frá björguninni á fjölmörgum ítölskum vefmiðlum en meðfylgjandi myndskeið var tekið þegar björgunaraðgerðirnar fóru fram. Klippa: Íslendingi bjargað um borð í Costa Smeralda Himninum breytt í sjúkrastofu Í fréttatilkynningu kemur fram að síðdegis þann 10. janúar síðastliðinn hafi komið upp neyðartilvik um borð í skemmtiferðaskipinu Costa Smeralda þegar 79 ára Íslendingur veiktist. Skipið var á leiðinni frá Palma de Mallorca á Spáni til Palermo á Ítalíu. Íslendingurinn reyndist vera með bráðakransæðastíflu. Um er að ræða lífshættulegt ástand og dánartíðnin er hæst fyrstu klukkustundirnar eftir að stífluna ber að höndum. Tilkynning barst til Landhelgisgæslunnar í Decimomannu, þar sem skipið var statt 10 mílur suðvestur af Capo Teulada á Sardiníu. Í kjölfarið var þyrla Landhelgisgæslunnar send frá borginni Cagliari. Með hjálp frá áhöfninni um borð var Íslendingurinn fluttur um borð í þyrluna á sérúbúnum börum, en fram kemur í frétt Gazzetta Sarda að slík tilfærsla sé vandasöm og krefjist „leikni listflugmanns.“ Himninum hafi verið breytt í „sjúkrastofu á milli öldu og skýja.“ Ævintýrasaga með góðum endi Íslendingurinn var þvínæst fluttur með hraði á Brotzu sjúkrahúsið í Cagliari og komst undir læknishendur í tæka tíð. Fram kemur að sagan hefði getað endað með harmleik, ef ekki hefði verið fyrir skjót viðbrögð Landhelgisgæslunnar. Fram kemur að björgunaraðgerðin hafi verið „meistaraverk samræmis og hugrekkis.“ Í frétt ítalska vefmiðilsins Alghero er atburðarásinni líkt við ævintýrasögu. „Þetta er kröftug áminning um að á tímum örra tæknibreytinga og mikils hraða má ennþá finna sögur um hugrekki, mannúð og von. Sögur af körlum og konum sem standa keik gangvart miskunnarlausum náttúruöflum og fjandsamlegum örlögum. Landhelgisgæslan í Cagliari hefur enn og aftur skrifað glæsilegan kafla í sögu björgunar á sjó, sem sýnir okkur að jafnvel í harkalegustu aðstæðunum deyja vonin og hugrekkið aldrei.“ Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið. Íslendingar erlendis Ítalía Björgunarsveitir Skipaflutningar Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Greint er frá björguninni á fjölmörgum ítölskum vefmiðlum en meðfylgjandi myndskeið var tekið þegar björgunaraðgerðirnar fóru fram. Klippa: Íslendingi bjargað um borð í Costa Smeralda Himninum breytt í sjúkrastofu Í fréttatilkynningu kemur fram að síðdegis þann 10. janúar síðastliðinn hafi komið upp neyðartilvik um borð í skemmtiferðaskipinu Costa Smeralda þegar 79 ára Íslendingur veiktist. Skipið var á leiðinni frá Palma de Mallorca á Spáni til Palermo á Ítalíu. Íslendingurinn reyndist vera með bráðakransæðastíflu. Um er að ræða lífshættulegt ástand og dánartíðnin er hæst fyrstu klukkustundirnar eftir að stífluna ber að höndum. Tilkynning barst til Landhelgisgæslunnar í Decimomannu, þar sem skipið var statt 10 mílur suðvestur af Capo Teulada á Sardiníu. Í kjölfarið var þyrla Landhelgisgæslunnar send frá borginni Cagliari. Með hjálp frá áhöfninni um borð var Íslendingurinn fluttur um borð í þyrluna á sérúbúnum börum, en fram kemur í frétt Gazzetta Sarda að slík tilfærsla sé vandasöm og krefjist „leikni listflugmanns.“ Himninum hafi verið breytt í „sjúkrastofu á milli öldu og skýja.“ Ævintýrasaga með góðum endi Íslendingurinn var þvínæst fluttur með hraði á Brotzu sjúkrahúsið í Cagliari og komst undir læknishendur í tæka tíð. Fram kemur að sagan hefði getað endað með harmleik, ef ekki hefði verið fyrir skjót viðbrögð Landhelgisgæslunnar. Fram kemur að björgunaraðgerðin hafi verið „meistaraverk samræmis og hugrekkis.“ Í frétt ítalska vefmiðilsins Alghero er atburðarásinni líkt við ævintýrasögu. „Þetta er kröftug áminning um að á tímum örra tæknibreytinga og mikils hraða má ennþá finna sögur um hugrekki, mannúð og von. Sögur af körlum og konum sem standa keik gangvart miskunnarlausum náttúruöflum og fjandsamlegum örlögum. Landhelgisgæslan í Cagliari hefur enn og aftur skrifað glæsilegan kafla í sögu björgunar á sjó, sem sýnir okkur að jafnvel í harkalegustu aðstæðunum deyja vonin og hugrekkið aldrei.“ Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Íslendingar erlendis Ítalía Björgunarsveitir Skipaflutningar Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira