Munu svara árásum Breta og Bandaríkjamanna Lovísa Arnardóttir skrifar 12. janúar 2024 15:52 Mikill fjöldi mótmælti loftárásum Bretlands og Bandaríkjanna í Jemen í dag. Vísir/EPA Hútar í Jemen hafa lofað því að bregðast við loftárásum Breta og Bandaríkjamanna af hörku. Þá hafa þeir einnig lofað því að áfram árásum sínum á skip í Rauðahafinu sem þeir segja til stuðnings Palestínumönnum gegn Ísraelum. Bandaríkjamenn og Bretar gerðu í gærkvöld og í nótt umfangsmiklar árásir á Húta í Jemen. Hersveitir vesturveldanna vörpuðu sprengjum á tugi staða, sem notaðir eru af Hútum. Í það minnsta fimm létu lífið í 73 árásunum og sex eru særðir úr her Húta. Skotið var á minnst fimm staði, þar á meðal flugvöllur sem Hútar notuðu til að skjóta upp stýriflaugum og setja upp dróna. Á vef AP segir að talsmaður her Húta, Brig. Gen. Yahya Saree, hafi sagt í talskilaboðum að loftárásunum yrði svarað. Hussein al-Ezzi úr utanríkisráðuneyti Húta í Jemen sagði um árásina „að Ameríka og Bretland muni án vafa þurfa að undirbúa sig fyrir að greiða hátt verð og þola allar afleiðingar þessarar blygðunarlausu árásar.“ Árás Breta og Bandaríkjamanna var ætlað að svara árásum Húta á skip sem sigla um Rauðahafið með vörur. Hútar hafa lýst því yfir að markmið árásanna sé að þrýsta á Ísrael að láta af árásum sínum á Gasa. Hútar hafa lýst yfir stuðningi við Palestínumenn í átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs og gerðu þeir í gær sína 27. árás á fragtskip í Rauðahafi síðan í nóvember. Þrátt fyrir að Hútar hafi ítrekað haldið því fram að árásirnar beinist aðeins gegn ísraelskum skipum eða þeim sem eru á leið til Ísrael hafa skotmörk þeirra hafa oft lítil eða engin tengsl við Ísrael og sett í hættu skipaleið sem er nauðsynleg fyrir alþjóðleg viðskipti og orkuflutning. Einhverjar erlendar þjóðir hafa fordæmt árásirnar. Íranir sögðu árásirnar geta haft alvarlegar afleiðingar á stöðugleika á svæðinu og talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, Mao Ning, kallaði eftir því að þjóðir gættu að spennustigi í Rauðahafinu. Óman fordæmdi einnig árásina og sagði hana mikið áhyggjuefni á meðan Ísraelar haldi áfram „grimmu stríði sínu og umsátri á Gasa án nokkurrar ábyrgðar eða refsingar“. Á vef Reuters segir að langar biðraðir hafi myndast víða í Jemen í morgun á bensínstöðvum og verslunum. Þar hafi beðið fólk sem óttast langvarandi átök Húta við Vesturveldin og hafi hamstrað bæði bensín og ýmsa matvöru. Jemen Bandaríkin Bretland Íran Átök í Ísrael og Palestínu Kína Skipaflutningar Tengdar fréttir Skutu á sextíu skotmörk í Jemen í nótt Bandaríkjamenn og Bretar gerðu í gærkvöld og í nótt umfangsmilkar árásir á Húta í Jemen. Hersveitir vesturveldanna vörpuðu sprengjum á tugi staða, sem notaðir eru af Hútum. 12. janúar 2024 06:29 Gera loftárás á Húta í Jemen í nótt Bretland og Bandaríkin undirbúa nú loftárásir á hendur Húta í Jemen og sagt er að þær verði gerðar í nótt. Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands ráðfærði sig við ríkisstjórn sína varðandi árásirnar fyrr í dag. 12. janúar 2024 00:01 Orðræðan gefi til kynna allsherjarstríð, tilfærslu og eyðileggingu Magnús Þorkell Bernharðsson, sagnfræðiprófessor við Williams háskóla í Bandaríkjunum og sérfræðingur í sögu Mið-Austurlanda segir líkur á að fleiri ríki muni brátt dragast inn í stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann segir að fyrir Ísraelsmönnum vaki að binda enda á samfélag Palestínumanna á Gasa og búa þar til nýtt samfélag, sé tekið mið af orðræðu ráðamanna. 10. janúar 2024 18:14 Bandaríkjamenn og Bretar skjóta niður dróna og flaugar Húta Yfirvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa staðfest að herir þeirra hafi gripið til varna í einni umfangsmestu árás Húta á skotmörk á Rauða hafi. Ekkert hefur heyrst um slys á fólki né tjón á skipum í tengslum við árásina. 10. janúar 2024 06:43 Tólf ríki hóta Hútum hefndaraðgerðum fyrir árásirnar á Rauða hafi Bandaríkin, Bretland og tíu önnur ríki hafa varað Húta við því að það muni hafa alvarlegar afleiðngar í för með sér ef þeir láta ekki af árásum sínum á flutningaskip á Rauða hafi. 4. janúar 2024 07:39 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Bandaríkjamenn og Bretar gerðu í gærkvöld og í nótt umfangsmiklar árásir á Húta í Jemen. Hersveitir vesturveldanna vörpuðu sprengjum á tugi staða, sem notaðir eru af Hútum. Í það minnsta fimm létu lífið í 73 árásunum og sex eru særðir úr her Húta. Skotið var á minnst fimm staði, þar á meðal flugvöllur sem Hútar notuðu til að skjóta upp stýriflaugum og setja upp dróna. Á vef AP segir að talsmaður her Húta, Brig. Gen. Yahya Saree, hafi sagt í talskilaboðum að loftárásunum yrði svarað. Hussein al-Ezzi úr utanríkisráðuneyti Húta í Jemen sagði um árásina „að Ameríka og Bretland muni án vafa þurfa að undirbúa sig fyrir að greiða hátt verð og þola allar afleiðingar þessarar blygðunarlausu árásar.“ Árás Breta og Bandaríkjamanna var ætlað að svara árásum Húta á skip sem sigla um Rauðahafið með vörur. Hútar hafa lýst því yfir að markmið árásanna sé að þrýsta á Ísrael að láta af árásum sínum á Gasa. Hútar hafa lýst yfir stuðningi við Palestínumenn í átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs og gerðu þeir í gær sína 27. árás á fragtskip í Rauðahafi síðan í nóvember. Þrátt fyrir að Hútar hafi ítrekað haldið því fram að árásirnar beinist aðeins gegn ísraelskum skipum eða þeim sem eru á leið til Ísrael hafa skotmörk þeirra hafa oft lítil eða engin tengsl við Ísrael og sett í hættu skipaleið sem er nauðsynleg fyrir alþjóðleg viðskipti og orkuflutning. Einhverjar erlendar þjóðir hafa fordæmt árásirnar. Íranir sögðu árásirnar geta haft alvarlegar afleiðingar á stöðugleika á svæðinu og talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, Mao Ning, kallaði eftir því að þjóðir gættu að spennustigi í Rauðahafinu. Óman fordæmdi einnig árásina og sagði hana mikið áhyggjuefni á meðan Ísraelar haldi áfram „grimmu stríði sínu og umsátri á Gasa án nokkurrar ábyrgðar eða refsingar“. Á vef Reuters segir að langar biðraðir hafi myndast víða í Jemen í morgun á bensínstöðvum og verslunum. Þar hafi beðið fólk sem óttast langvarandi átök Húta við Vesturveldin og hafi hamstrað bæði bensín og ýmsa matvöru.
Jemen Bandaríkin Bretland Íran Átök í Ísrael og Palestínu Kína Skipaflutningar Tengdar fréttir Skutu á sextíu skotmörk í Jemen í nótt Bandaríkjamenn og Bretar gerðu í gærkvöld og í nótt umfangsmilkar árásir á Húta í Jemen. Hersveitir vesturveldanna vörpuðu sprengjum á tugi staða, sem notaðir eru af Hútum. 12. janúar 2024 06:29 Gera loftárás á Húta í Jemen í nótt Bretland og Bandaríkin undirbúa nú loftárásir á hendur Húta í Jemen og sagt er að þær verði gerðar í nótt. Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands ráðfærði sig við ríkisstjórn sína varðandi árásirnar fyrr í dag. 12. janúar 2024 00:01 Orðræðan gefi til kynna allsherjarstríð, tilfærslu og eyðileggingu Magnús Þorkell Bernharðsson, sagnfræðiprófessor við Williams háskóla í Bandaríkjunum og sérfræðingur í sögu Mið-Austurlanda segir líkur á að fleiri ríki muni brátt dragast inn í stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann segir að fyrir Ísraelsmönnum vaki að binda enda á samfélag Palestínumanna á Gasa og búa þar til nýtt samfélag, sé tekið mið af orðræðu ráðamanna. 10. janúar 2024 18:14 Bandaríkjamenn og Bretar skjóta niður dróna og flaugar Húta Yfirvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa staðfest að herir þeirra hafi gripið til varna í einni umfangsmestu árás Húta á skotmörk á Rauða hafi. Ekkert hefur heyrst um slys á fólki né tjón á skipum í tengslum við árásina. 10. janúar 2024 06:43 Tólf ríki hóta Hútum hefndaraðgerðum fyrir árásirnar á Rauða hafi Bandaríkin, Bretland og tíu önnur ríki hafa varað Húta við því að það muni hafa alvarlegar afleiðngar í för með sér ef þeir láta ekki af árásum sínum á flutningaskip á Rauða hafi. 4. janúar 2024 07:39 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Skutu á sextíu skotmörk í Jemen í nótt Bandaríkjamenn og Bretar gerðu í gærkvöld og í nótt umfangsmilkar árásir á Húta í Jemen. Hersveitir vesturveldanna vörpuðu sprengjum á tugi staða, sem notaðir eru af Hútum. 12. janúar 2024 06:29
Gera loftárás á Húta í Jemen í nótt Bretland og Bandaríkin undirbúa nú loftárásir á hendur Húta í Jemen og sagt er að þær verði gerðar í nótt. Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands ráðfærði sig við ríkisstjórn sína varðandi árásirnar fyrr í dag. 12. janúar 2024 00:01
Orðræðan gefi til kynna allsherjarstríð, tilfærslu og eyðileggingu Magnús Þorkell Bernharðsson, sagnfræðiprófessor við Williams háskóla í Bandaríkjunum og sérfræðingur í sögu Mið-Austurlanda segir líkur á að fleiri ríki muni brátt dragast inn í stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann segir að fyrir Ísraelsmönnum vaki að binda enda á samfélag Palestínumanna á Gasa og búa þar til nýtt samfélag, sé tekið mið af orðræðu ráðamanna. 10. janúar 2024 18:14
Bandaríkjamenn og Bretar skjóta niður dróna og flaugar Húta Yfirvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa staðfest að herir þeirra hafi gripið til varna í einni umfangsmestu árás Húta á skotmörk á Rauða hafi. Ekkert hefur heyrst um slys á fólki né tjón á skipum í tengslum við árásina. 10. janúar 2024 06:43
Tólf ríki hóta Hútum hefndaraðgerðum fyrir árásirnar á Rauða hafi Bandaríkin, Bretland og tíu önnur ríki hafa varað Húta við því að það muni hafa alvarlegar afleiðngar í för með sér ef þeir láta ekki af árásum sínum á flutningaskip á Rauða hafi. 4. janúar 2024 07:39