Aðgerð Eddu sögð þaulskipulögð með hjálp huldumanns í Noregi Jón Þór Stefánsson skrifar 11. janúar 2024 20:37 Edda Björk hlaut í dag tuttugu mánaða fangelsisdóm í Þingréttinum í Þelamörk. Vísir Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi, sem dæmdi Eddu Björk Arnardóttur í tuttugu mánaða skilorðsbundið fangelsi í dag, segir að aðgerðin, þar sem synir hennar voru numdir á brott frá föður sínum í Noregi til Íslands, hafi verið þaulskipulögð, líkt og fagmenn hefðu verið að verki. Þetta kemur fram í dómnum sem féll í dag, en fréttastofa hefur hann undir höndum. Líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum var notast við einkaflugvél við aðgerðina. Umrædd vél hafi verið tilbúinn til flugtaks um leið og drengirnir færu um borð. Þá segir að Edda hafi þurft að útbúa eða hafa uppi fölsuð ferðaskírteini til þess að framkvæma aðgerðina. Dómurinn fullyrðir jafnframt að brottnám drengjanna út af fyrir sig hafi verið vel undirbúið. Ljóst sé að hún hafi þurft á hjálp að minnsta kosti eins einstaklings í Noregi. Hver sá aðstoðarmaður sé er þó óljóst, en í dómnum segir að lögreglunni hafi ekki tekist að segja til um það. Þá hafi Edda ekki viljað svara spurningum um þennan aðstoðarmann. Þung byrði Þingrétturinn í Þelamörk vill meina að engin sönnunargögn hafi bent til þess að synir Eddu Bjarkar hafi óskað þess að flytja frá föður sínum í Noregi til Íslands. Dómurinn segist þó ekki draga í efa að drengirnir hafi viljað vera með móður sinni og systrum. Það fyrirkomulag sem hafi verið á hlutunum, þar sem drengirnir hittu móður sína undir eftirliti hafi verið gott að sögn dómsins. Að mati dómsins er ljóst að með því að nema drengina á brott hafi þung byrði verið sett á herðar þeirra. „Það er ljóst að fjallað hefur verið um mál sakborningsins í fjölmiðlum á Íslandi og á samfélagsmiðlum. Þar hefur hún ítrekað haldið því fram að hún hafi bjargað lífi drengjanna frá hræðilegu líferni með ofbeldisfullum manni í Noregi,“ segir í dómnum. Þar kemur einnig fram að Edda hafi játað að hluta að hafa framið brot með athæfi sínu. Við ákvörðun sína leit dómurinn þar af leiðandi til þess að Edda hefði haft ásetning í því að fremja umrædd brot. Fyrir dómi hafi hún borið fyrir sig að drengirnir vildu flytja frá föður sínum aftur til Íslands. Jafnframt hafi hún viljað meina að faðir þeirra væri ekki að sinna uppeldi drengjanna nægilega vel. Að hennar sögn hafi þeir til að mynda ekki fengið þá heilbrigðisaðstoð sem þeir þurftu á að halda. Líkt og áður segir komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að slíkt væri ekki rétt. Þá segir í dómnum að ásakanir Eddu um slæmt uppeldi föðurins væru tilefnislausar. Mál Eddu Bjarkar Noregur Dómsmál Íslendingar erlendis Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Sjá meira
Þetta kemur fram í dómnum sem féll í dag, en fréttastofa hefur hann undir höndum. Líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum var notast við einkaflugvél við aðgerðina. Umrædd vél hafi verið tilbúinn til flugtaks um leið og drengirnir færu um borð. Þá segir að Edda hafi þurft að útbúa eða hafa uppi fölsuð ferðaskírteini til þess að framkvæma aðgerðina. Dómurinn fullyrðir jafnframt að brottnám drengjanna út af fyrir sig hafi verið vel undirbúið. Ljóst sé að hún hafi þurft á hjálp að minnsta kosti eins einstaklings í Noregi. Hver sá aðstoðarmaður sé er þó óljóst, en í dómnum segir að lögreglunni hafi ekki tekist að segja til um það. Þá hafi Edda ekki viljað svara spurningum um þennan aðstoðarmann. Þung byrði Þingrétturinn í Þelamörk vill meina að engin sönnunargögn hafi bent til þess að synir Eddu Bjarkar hafi óskað þess að flytja frá föður sínum í Noregi til Íslands. Dómurinn segist þó ekki draga í efa að drengirnir hafi viljað vera með móður sinni og systrum. Það fyrirkomulag sem hafi verið á hlutunum, þar sem drengirnir hittu móður sína undir eftirliti hafi verið gott að sögn dómsins. Að mati dómsins er ljóst að með því að nema drengina á brott hafi þung byrði verið sett á herðar þeirra. „Það er ljóst að fjallað hefur verið um mál sakborningsins í fjölmiðlum á Íslandi og á samfélagsmiðlum. Þar hefur hún ítrekað haldið því fram að hún hafi bjargað lífi drengjanna frá hræðilegu líferni með ofbeldisfullum manni í Noregi,“ segir í dómnum. Þar kemur einnig fram að Edda hafi játað að hluta að hafa framið brot með athæfi sínu. Við ákvörðun sína leit dómurinn þar af leiðandi til þess að Edda hefði haft ásetning í því að fremja umrædd brot. Fyrir dómi hafi hún borið fyrir sig að drengirnir vildu flytja frá föður sínum aftur til Íslands. Jafnframt hafi hún viljað meina að faðir þeirra væri ekki að sinna uppeldi drengjanna nægilega vel. Að hennar sögn hafi þeir til að mynda ekki fengið þá heilbrigðisaðstoð sem þeir þurftu á að halda. Líkt og áður segir komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að slíkt væri ekki rétt. Þá segir í dómnum að ásakanir Eddu um slæmt uppeldi föðurins væru tilefnislausar.
Mál Eddu Bjarkar Noregur Dómsmál Íslendingar erlendis Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Sjá meira