Aðgerð Eddu sögð þaulskipulögð með hjálp huldumanns í Noregi Jón Þór Stefánsson skrifar 11. janúar 2024 20:37 Edda Björk hlaut í dag tuttugu mánaða fangelsisdóm í Þingréttinum í Þelamörk. Vísir Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi, sem dæmdi Eddu Björk Arnardóttur í tuttugu mánaða skilorðsbundið fangelsi í dag, segir að aðgerðin, þar sem synir hennar voru numdir á brott frá föður sínum í Noregi til Íslands, hafi verið þaulskipulögð, líkt og fagmenn hefðu verið að verki. Þetta kemur fram í dómnum sem féll í dag, en fréttastofa hefur hann undir höndum. Líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum var notast við einkaflugvél við aðgerðina. Umrædd vél hafi verið tilbúinn til flugtaks um leið og drengirnir færu um borð. Þá segir að Edda hafi þurft að útbúa eða hafa uppi fölsuð ferðaskírteini til þess að framkvæma aðgerðina. Dómurinn fullyrðir jafnframt að brottnám drengjanna út af fyrir sig hafi verið vel undirbúið. Ljóst sé að hún hafi þurft á hjálp að minnsta kosti eins einstaklings í Noregi. Hver sá aðstoðarmaður sé er þó óljóst, en í dómnum segir að lögreglunni hafi ekki tekist að segja til um það. Þá hafi Edda ekki viljað svara spurningum um þennan aðstoðarmann. Þung byrði Þingrétturinn í Þelamörk vill meina að engin sönnunargögn hafi bent til þess að synir Eddu Bjarkar hafi óskað þess að flytja frá föður sínum í Noregi til Íslands. Dómurinn segist þó ekki draga í efa að drengirnir hafi viljað vera með móður sinni og systrum. Það fyrirkomulag sem hafi verið á hlutunum, þar sem drengirnir hittu móður sína undir eftirliti hafi verið gott að sögn dómsins. Að mati dómsins er ljóst að með því að nema drengina á brott hafi þung byrði verið sett á herðar þeirra. „Það er ljóst að fjallað hefur verið um mál sakborningsins í fjölmiðlum á Íslandi og á samfélagsmiðlum. Þar hefur hún ítrekað haldið því fram að hún hafi bjargað lífi drengjanna frá hræðilegu líferni með ofbeldisfullum manni í Noregi,“ segir í dómnum. Þar kemur einnig fram að Edda hafi játað að hluta að hafa framið brot með athæfi sínu. Við ákvörðun sína leit dómurinn þar af leiðandi til þess að Edda hefði haft ásetning í því að fremja umrædd brot. Fyrir dómi hafi hún borið fyrir sig að drengirnir vildu flytja frá föður sínum aftur til Íslands. Jafnframt hafi hún viljað meina að faðir þeirra væri ekki að sinna uppeldi drengjanna nægilega vel. Að hennar sögn hafi þeir til að mynda ekki fengið þá heilbrigðisaðstoð sem þeir þurftu á að halda. Líkt og áður segir komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að slíkt væri ekki rétt. Þá segir í dómnum að ásakanir Eddu um slæmt uppeldi föðurins væru tilefnislausar. Mál Eddu Bjarkar Noregur Dómsmál Íslendingar erlendis Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Þetta kemur fram í dómnum sem féll í dag, en fréttastofa hefur hann undir höndum. Líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum var notast við einkaflugvél við aðgerðina. Umrædd vél hafi verið tilbúinn til flugtaks um leið og drengirnir færu um borð. Þá segir að Edda hafi þurft að útbúa eða hafa uppi fölsuð ferðaskírteini til þess að framkvæma aðgerðina. Dómurinn fullyrðir jafnframt að brottnám drengjanna út af fyrir sig hafi verið vel undirbúið. Ljóst sé að hún hafi þurft á hjálp að minnsta kosti eins einstaklings í Noregi. Hver sá aðstoðarmaður sé er þó óljóst, en í dómnum segir að lögreglunni hafi ekki tekist að segja til um það. Þá hafi Edda ekki viljað svara spurningum um þennan aðstoðarmann. Þung byrði Þingrétturinn í Þelamörk vill meina að engin sönnunargögn hafi bent til þess að synir Eddu Bjarkar hafi óskað þess að flytja frá föður sínum í Noregi til Íslands. Dómurinn segist þó ekki draga í efa að drengirnir hafi viljað vera með móður sinni og systrum. Það fyrirkomulag sem hafi verið á hlutunum, þar sem drengirnir hittu móður sína undir eftirliti hafi verið gott að sögn dómsins. Að mati dómsins er ljóst að með því að nema drengina á brott hafi þung byrði verið sett á herðar þeirra. „Það er ljóst að fjallað hefur verið um mál sakborningsins í fjölmiðlum á Íslandi og á samfélagsmiðlum. Þar hefur hún ítrekað haldið því fram að hún hafi bjargað lífi drengjanna frá hræðilegu líferni með ofbeldisfullum manni í Noregi,“ segir í dómnum. Þar kemur einnig fram að Edda hafi játað að hluta að hafa framið brot með athæfi sínu. Við ákvörðun sína leit dómurinn þar af leiðandi til þess að Edda hefði haft ásetning í því að fremja umrædd brot. Fyrir dómi hafi hún borið fyrir sig að drengirnir vildu flytja frá föður sínum aftur til Íslands. Jafnframt hafi hún viljað meina að faðir þeirra væri ekki að sinna uppeldi drengjanna nægilega vel. Að hennar sögn hafi þeir til að mynda ekki fengið þá heilbrigðisaðstoð sem þeir þurftu á að halda. Líkt og áður segir komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að slíkt væri ekki rétt. Þá segir í dómnum að ásakanir Eddu um slæmt uppeldi föðurins væru tilefnislausar.
Mál Eddu Bjarkar Noregur Dómsmál Íslendingar erlendis Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira