Kílómetragjald á landsbyggðina? Guðbrandur Einarsson skrifar 12. janúar 2024 07:00 Það er umhugsunarvert hvernig ríkisstjórnin fór að þegar hún setti ný lög um kílómetragjald rétt fyrir áramót. Bæði vegna þess að hún leit ekki til þess hvernig gjaldtakan yrði sérstaklega íþyngjandi fyrir landsbyggðarfólk og vegna þess að hún byggði lögin á órökstuddum fullyrðingum. Borgar sig að keyra á rafmagni? Það er misræmi falið í því að á sama tíma og ríkisstjórnin hefur sett umtalsverða fjárhagslega hvata til að ýta undir orkuskipti þá talar hún núna um það hvað skatttekjur ríkisins af ökutækjum og eldsneyti hafi rýrnað mikið. Auðvitað voru þessi áhrif hvatanna á tekjur ríkisins fyrirséð frá upphafi og áttu ekki að koma nokkrum á óvart. Í frumvarpinu gerði ríkisstjórnin lítið úr þætti samgangna í mengandi losun. Samfélagslegur ábati þess að halda orkuskiptum áfram af krafti er nefnilega gífurlegur. Hún hélt því líka fram að rekstrarkostnaður hreinorku- og tenglitvinnbifreiða verði áfram lægri en annarra þrátt fyrir breytingarnar en þar er ekki tekið tillit til þess að hreinorkubílar eru oftast dýrari en sambærilegar bifreiðar af sama stærðarflokki. Þannig er ekki víst að það muni áfram borga sig að vera á rafmagns- eða tvinnbíl. Svo virðist sem ríkisstjórnin hafi misst sjónar á stóru myndinni. Samfélagslegur ábati af orkuskiptum er líklega mun meiri en þær tekjur sem ríkissjóður hefur orðið af vegna þess að sömu gjöld hafi ekki verið lögð á umhverfisvæn ökutæki. Þessar nýju skattaálögur á hreinorkubifreiðar geta dregið úr hvata almennings til að fjárfesta í þeim en það geti leitt til þess að greiða þurfi meira fyrir loftlagskvóta til að standa við Kyoto-bókunina frá 2005. Betra hefði verið að fjármagn rynni til almennings í gegnum ívilnanir frekar en að greiða fyrir loftslagskvóta. Landsbyggðin borgar Hin nýja gjaldtaka getur einnig verið afar íþyngjandi fyrir þá einstaklinga sem þurfa vegna búsetu sinnar, þjónustuþarfar, vinnu eða annars að aka langar vegalengdir. Til dæmis má gera ráð fyrir að einstaklingur sem býr á Akranesi en sækir vinnu í Reykjavík aki um 25.000 km á ári eingöngu til og frá vinnu og er þá ótalinn annar akstur. Stór hluti landsmanna þarf að ferðast langar vegalengdir og er háður því að nota einkabifreið til þess að fara leiðar sinnar. Þrátt fyrir aðvörunarorð Byggðastofnunar fyrir fjárlagafrumvarpið haustið 2022 um að gæta þyrfti að áhrifum kílómetragjalds var ekkert litið til þess við gerð frumvarpsins eða lagasetningarinnar. Þessi lagasetning hefur sérstaklega áhrif á þá sem búa á landsbyggðinni og má því telja skattlagningu sem beint er gegn þeim. Það er ástæða til þess að hafa áhyggjur af því hvers vegna ríkisstjórnin beinir aukinni skattheimtu að þessum hópi landsmanna. Í mörg ár hafa margir þeirra þurft að greiða margfalt meira í skatt vegna eldsneytisnotkunar heldur en aðrir sem nota bifreiðar minna. Til hliðsjónar má nefna að í Danmörku og Noregi er brugðist við þessu ójafnræði með skattafrádrætti þeirra sem þurfa að ferðast langt til vinnu. Sú kerfisbreyting að íbúar landsins séu látnir greiða meira eftir því sem þeir aki meira, þó það sé á hreinorkubílum, er í ósamræmi við yfirlýsta stefnu ríkisstjórnarinnar um að styðja við blómlegar byggðir í landinu. Það sem eftir situr er að ríkisstjórnin hefur tekið ákvörðun um að hraða í gegn lögum án þess að taka nokkuð tillit til athugasemda eða þeirra samfélagslegu áhrifa sem þau hafa á landsmenn. Þetta allt er birtingarmynd staðfestingarskekkju sem er sú tilhneiging að sækja í rök sem samrýmast eigin skoðunum og hunsa á sama tíma allt sem farið gæti gegn þeim. Einhvern veginn hélt ég að eftir hrunið værum við bólusett til lengri tíma gegn þessari tilhneigingu, sér í lagi eftir alla þá gagnrýni sem þá átti sér stað um hvernig vinnubrögð stjórnvalda ættu að vera. Miklu einfaldari leið við skattheimtu hefði verið að gæta jafnræðis allra íbúa landsins með ákvörðun um greiðslu tiltekins gjalds á allar bifreiðar. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Vistvænir bílar Bílar Byggðamál Samgöngur Viðreisn Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Sjá meira
Það er umhugsunarvert hvernig ríkisstjórnin fór að þegar hún setti ný lög um kílómetragjald rétt fyrir áramót. Bæði vegna þess að hún leit ekki til þess hvernig gjaldtakan yrði sérstaklega íþyngjandi fyrir landsbyggðarfólk og vegna þess að hún byggði lögin á órökstuddum fullyrðingum. Borgar sig að keyra á rafmagni? Það er misræmi falið í því að á sama tíma og ríkisstjórnin hefur sett umtalsverða fjárhagslega hvata til að ýta undir orkuskipti þá talar hún núna um það hvað skatttekjur ríkisins af ökutækjum og eldsneyti hafi rýrnað mikið. Auðvitað voru þessi áhrif hvatanna á tekjur ríkisins fyrirséð frá upphafi og áttu ekki að koma nokkrum á óvart. Í frumvarpinu gerði ríkisstjórnin lítið úr þætti samgangna í mengandi losun. Samfélagslegur ábati þess að halda orkuskiptum áfram af krafti er nefnilega gífurlegur. Hún hélt því líka fram að rekstrarkostnaður hreinorku- og tenglitvinnbifreiða verði áfram lægri en annarra þrátt fyrir breytingarnar en þar er ekki tekið tillit til þess að hreinorkubílar eru oftast dýrari en sambærilegar bifreiðar af sama stærðarflokki. Þannig er ekki víst að það muni áfram borga sig að vera á rafmagns- eða tvinnbíl. Svo virðist sem ríkisstjórnin hafi misst sjónar á stóru myndinni. Samfélagslegur ábati af orkuskiptum er líklega mun meiri en þær tekjur sem ríkissjóður hefur orðið af vegna þess að sömu gjöld hafi ekki verið lögð á umhverfisvæn ökutæki. Þessar nýju skattaálögur á hreinorkubifreiðar geta dregið úr hvata almennings til að fjárfesta í þeim en það geti leitt til þess að greiða þurfi meira fyrir loftlagskvóta til að standa við Kyoto-bókunina frá 2005. Betra hefði verið að fjármagn rynni til almennings í gegnum ívilnanir frekar en að greiða fyrir loftslagskvóta. Landsbyggðin borgar Hin nýja gjaldtaka getur einnig verið afar íþyngjandi fyrir þá einstaklinga sem þurfa vegna búsetu sinnar, þjónustuþarfar, vinnu eða annars að aka langar vegalengdir. Til dæmis má gera ráð fyrir að einstaklingur sem býr á Akranesi en sækir vinnu í Reykjavík aki um 25.000 km á ári eingöngu til og frá vinnu og er þá ótalinn annar akstur. Stór hluti landsmanna þarf að ferðast langar vegalengdir og er háður því að nota einkabifreið til þess að fara leiðar sinnar. Þrátt fyrir aðvörunarorð Byggðastofnunar fyrir fjárlagafrumvarpið haustið 2022 um að gæta þyrfti að áhrifum kílómetragjalds var ekkert litið til þess við gerð frumvarpsins eða lagasetningarinnar. Þessi lagasetning hefur sérstaklega áhrif á þá sem búa á landsbyggðinni og má því telja skattlagningu sem beint er gegn þeim. Það er ástæða til þess að hafa áhyggjur af því hvers vegna ríkisstjórnin beinir aukinni skattheimtu að þessum hópi landsmanna. Í mörg ár hafa margir þeirra þurft að greiða margfalt meira í skatt vegna eldsneytisnotkunar heldur en aðrir sem nota bifreiðar minna. Til hliðsjónar má nefna að í Danmörku og Noregi er brugðist við þessu ójafnræði með skattafrádrætti þeirra sem þurfa að ferðast langt til vinnu. Sú kerfisbreyting að íbúar landsins séu látnir greiða meira eftir því sem þeir aki meira, þó það sé á hreinorkubílum, er í ósamræmi við yfirlýsta stefnu ríkisstjórnarinnar um að styðja við blómlegar byggðir í landinu. Það sem eftir situr er að ríkisstjórnin hefur tekið ákvörðun um að hraða í gegn lögum án þess að taka nokkuð tillit til athugasemda eða þeirra samfélagslegu áhrifa sem þau hafa á landsmenn. Þetta allt er birtingarmynd staðfestingarskekkju sem er sú tilhneiging að sækja í rök sem samrýmast eigin skoðunum og hunsa á sama tíma allt sem farið gæti gegn þeim. Einhvern veginn hélt ég að eftir hrunið værum við bólusett til lengri tíma gegn þessari tilhneigingu, sér í lagi eftir alla þá gagnrýni sem þá átti sér stað um hvernig vinnubrögð stjórnvalda ættu að vera. Miklu einfaldari leið við skattheimtu hefði verið að gæta jafnræðis allra íbúa landsins með ákvörðun um greiðslu tiltekins gjalds á allar bifreiðar. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun