Binda enda á 27 ára samstarf sitt Atli Ísleifsson skrifar 9. janúar 2024 07:45 Tiger Woods með Nike-derhúfu á MBC Raon Invitational árið 2004. EPA Bandaríski íþróttavörurisinn Nike og bandaríski kylfingurinn Tiger Woods hafa bundið enda á samstarf sitt sem staðið hefur síðastliðinn 27 ár. Greint var frá þessu í gær. Woods, sem er einn sigursælasti kylfingur sögunnar, hefur notast við vörur og búnað frá Nike og auglýst merkið allt frá því að hann gerðist atvinnumaður í golfi árið 1996. Woods sagði frá því á samfélagsmiðlum í gær að þetta tímabil hafi verið uppfullt af stórkostlegum augnablikum og minningum. „Ef ég myndi byrja að nefna þau þá gæti ég haldið áfram endalaust,“ sagði Woods sem hefur unnið fimmtán stórmót á ferli sínum. Að sama skapi segir í yfirlýsingu frá Nike að það hafi verið mikill heiður að starfa með „einum af stærstu íþróttamönnum sögunnar“. pic.twitter.com/at0tSskmRm— Tiger Woods (@TigerWoods) January 8, 2024 Woods skrifaði árið 1996, þegar hann var tvítugur og gerðist atvinnumaður, undir fimm ára auglýsinga- og samstarfssamning við Nike sem hljóðaði upp á fjörutíu milljónir Bandaríkjadala, en Nike hafði á þeim tíma ekki náð mikilli fótfestu innan golfíþróttarinnar. Samningurinn átti eftir að verða einn sá farsælasti í sögu íþrótta, enda bar Woods höfuð og herðar yfir aðra kylfinga um langt tímabil. Áttu Woods og Nike meðal annars eftir að ná saman um tíu ára samstarfssamning þar sem 200 milljónir dala komu í hlut Woods. Woods, sem nú er 48 ára gamall, skipar nú annað sæti yfir þá sem hafa unnið flest stórmót í golfi, en einungis Jack Nicklaus hefur unnið fleiri, eða átján. Tiger Woods vann síðast stórmót árið 2019 þegar lann landaði titlinum á US Masters á Augustavellinum. Auglýsinga- og markaðsmál Bandaríkin Golf Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Greint var frá þessu í gær. Woods, sem er einn sigursælasti kylfingur sögunnar, hefur notast við vörur og búnað frá Nike og auglýst merkið allt frá því að hann gerðist atvinnumaður í golfi árið 1996. Woods sagði frá því á samfélagsmiðlum í gær að þetta tímabil hafi verið uppfullt af stórkostlegum augnablikum og minningum. „Ef ég myndi byrja að nefna þau þá gæti ég haldið áfram endalaust,“ sagði Woods sem hefur unnið fimmtán stórmót á ferli sínum. Að sama skapi segir í yfirlýsingu frá Nike að það hafi verið mikill heiður að starfa með „einum af stærstu íþróttamönnum sögunnar“. pic.twitter.com/at0tSskmRm— Tiger Woods (@TigerWoods) January 8, 2024 Woods skrifaði árið 1996, þegar hann var tvítugur og gerðist atvinnumaður, undir fimm ára auglýsinga- og samstarfssamning við Nike sem hljóðaði upp á fjörutíu milljónir Bandaríkjadala, en Nike hafði á þeim tíma ekki náð mikilli fótfestu innan golfíþróttarinnar. Samningurinn átti eftir að verða einn sá farsælasti í sögu íþrótta, enda bar Woods höfuð og herðar yfir aðra kylfinga um langt tímabil. Áttu Woods og Nike meðal annars eftir að ná saman um tíu ára samstarfssamning þar sem 200 milljónir dala komu í hlut Woods. Woods, sem nú er 48 ára gamall, skipar nú annað sæti yfir þá sem hafa unnið flest stórmót í golfi, en einungis Jack Nicklaus hefur unnið fleiri, eða átján. Tiger Woods vann síðast stórmót árið 2019 þegar lann landaði titlinum á US Masters á Augustavellinum.
Auglýsinga- og markaðsmál Bandaríkin Golf Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent