Rétturinn til að hvílast Sandra B. Franks skrifar 9. janúar 2024 08:00 Ein af mikilvægustu réttindum vinnuréttarins er hvíldartími starfsfólks. Verkalýðshreyfingin hafði mikið fyrir því að tryggja þennan grundvallarrétt. Þá hefur Evrópusambandið sett sérstaka vinnuréttartilskipun sem gildir einnig hér á landi. Markmið tilskipunarinnar er að setja lágmarkskröfur að umbótum, einkum því sem varðar starfsumhverfi, meðal annars til að tryggja öryggi og heilsuvernd launafólks. Vísbendingar eru um að íslensk stjórnvöld og einstaka stofnanir uppfylli ekki umrædda tilskipun. Í nýlegu áliti eftirlitsstofnunar EFTA frá 7. desember 2022, er athygli íslenskra stjórnvalda vakin á því að ekki hafi verið staðið rétt að málum við innleiðingu á vinnutímatilskipuninni og í því sambandi vísað til dómsniðurstöðu Evrópudómstólsins nr. C-55/18. Í dómnum er fjallað um skyldu atvinnurekanda um að virða reglur tilskipunarinnar. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að vinnuveitendum er skylt að hafa skráningarkerfi fyrir vinnutíma starfsfólks. Þessi skylda endurspeglast síðan meðal annars í lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Þar er fjallað um skyldu atvinnurekenda til að skipuleggja vinnu þannig að ákvæði laga og kjarasamninga um hvíldartíma séu virt. Kjarninn í þessu framangreinda áliti eftirlitsstofnunar EFTA og í dómi Evrópudómstólsins er að hvíldartími eru grundvallarréttindi í vinnurétti. Það eru því ríkar skyldur lagðar á vinnuveitanda að tryggja að þessi réttur og þar með talinn frítökuréttur, sé virtur. Jafnframt hvílir sú skylda á vinnuveitanda að halda utan um og upplýsa starfsfólk um áunninn en ótekinn frítökurétt á hverjum tíma. Ábyrgð vinnuveitanda Við hjá Sjúkraliðafélagi Íslands fáum ítrekað til okkar mál þar sem heilbrigðisstofnanir halda illa utan um frítökurétt sjúkraliða og hafna jafnvel réttindum þeirra um frítöku. Þegar gengið er á eftir þessum grundvallar réttindum er bent á að sjúkraliði hefði ekki átt að mæta til vinnu í samræmi við fyrirliggjandi vaktskrá þar sem tilskyldum lágmarkshvíldartíma milli vakta var ekki náð. Ljóst er að starfsumhverfi sjúkraliða byggir á vaktavinnu. Skipulag vinnutíma er í samræmi við þarfir og sérstakar óskir stofnunarinnar sem sett er fram í vaktaskýrslu. Til að skipuleggja starfsemina þarf að tryggja mönnun fagfólks í heilbrigðisþjónustunni sem mætir til starfa í samræmi við vaktaskýrslu sem stofnunin hefur sett fram. Í samræmi við ákvæði kjarasamninga er vaktaskýrslan, sem er í raun sérstök beiðni vinnuveitenda eftir vinnuframlagi, lögð fram með eins mánaðar fyrirvara. Sjúkraliðar eru vinnusamir og mæta iðulega í samræmi við fyrirliggjandi vaktaskýrslu þar sem gert er ráð fyrir þeim til vinnu þrátt fyrir skerta hvíld. Ef sjúkraliði mætir ekki í samræmi við fyrirliggjandi vaktaskýrslu þar sem gert er ráð fyrir honum, þá er það vinnustaðarins að tryggja að annar komi í hans stað. Staðreyndin er hins vegar sú að slíkt verklag er ekki viðhaft í heilbrigðisþjónustunni, heldur er undantekningarlaust gert ráð fyrir að sjúkraliði mæti í samræmi við fyrirliggjandi vaktaskýrslu. Þó heimilt sé að stytta samfelldan hvíldartíma í allt að átta klukkustundir þegar eðli starfseminnar eða sérstakar aðstæður koma upp á. Þá er stenst það ekki að móta reglu sem gengur framar lögbundnum rétti sjúkraliða að „fá samsvarandi hvíldatíma síðar“. Rétturinn til frítöku er til staðar burtséð frá því, enda er vaktaskipulag á vinnutíma alltaf á ábyrgð vinnuveitanda. Höfundur er lögfræðingur og formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Mest lesið Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Sjá meira
Ein af mikilvægustu réttindum vinnuréttarins er hvíldartími starfsfólks. Verkalýðshreyfingin hafði mikið fyrir því að tryggja þennan grundvallarrétt. Þá hefur Evrópusambandið sett sérstaka vinnuréttartilskipun sem gildir einnig hér á landi. Markmið tilskipunarinnar er að setja lágmarkskröfur að umbótum, einkum því sem varðar starfsumhverfi, meðal annars til að tryggja öryggi og heilsuvernd launafólks. Vísbendingar eru um að íslensk stjórnvöld og einstaka stofnanir uppfylli ekki umrædda tilskipun. Í nýlegu áliti eftirlitsstofnunar EFTA frá 7. desember 2022, er athygli íslenskra stjórnvalda vakin á því að ekki hafi verið staðið rétt að málum við innleiðingu á vinnutímatilskipuninni og í því sambandi vísað til dómsniðurstöðu Evrópudómstólsins nr. C-55/18. Í dómnum er fjallað um skyldu atvinnurekanda um að virða reglur tilskipunarinnar. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að vinnuveitendum er skylt að hafa skráningarkerfi fyrir vinnutíma starfsfólks. Þessi skylda endurspeglast síðan meðal annars í lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Þar er fjallað um skyldu atvinnurekenda til að skipuleggja vinnu þannig að ákvæði laga og kjarasamninga um hvíldartíma séu virt. Kjarninn í þessu framangreinda áliti eftirlitsstofnunar EFTA og í dómi Evrópudómstólsins er að hvíldartími eru grundvallarréttindi í vinnurétti. Það eru því ríkar skyldur lagðar á vinnuveitanda að tryggja að þessi réttur og þar með talinn frítökuréttur, sé virtur. Jafnframt hvílir sú skylda á vinnuveitanda að halda utan um og upplýsa starfsfólk um áunninn en ótekinn frítökurétt á hverjum tíma. Ábyrgð vinnuveitanda Við hjá Sjúkraliðafélagi Íslands fáum ítrekað til okkar mál þar sem heilbrigðisstofnanir halda illa utan um frítökurétt sjúkraliða og hafna jafnvel réttindum þeirra um frítöku. Þegar gengið er á eftir þessum grundvallar réttindum er bent á að sjúkraliði hefði ekki átt að mæta til vinnu í samræmi við fyrirliggjandi vaktskrá þar sem tilskyldum lágmarkshvíldartíma milli vakta var ekki náð. Ljóst er að starfsumhverfi sjúkraliða byggir á vaktavinnu. Skipulag vinnutíma er í samræmi við þarfir og sérstakar óskir stofnunarinnar sem sett er fram í vaktaskýrslu. Til að skipuleggja starfsemina þarf að tryggja mönnun fagfólks í heilbrigðisþjónustunni sem mætir til starfa í samræmi við vaktaskýrslu sem stofnunin hefur sett fram. Í samræmi við ákvæði kjarasamninga er vaktaskýrslan, sem er í raun sérstök beiðni vinnuveitenda eftir vinnuframlagi, lögð fram með eins mánaðar fyrirvara. Sjúkraliðar eru vinnusamir og mæta iðulega í samræmi við fyrirliggjandi vaktaskýrslu þar sem gert er ráð fyrir þeim til vinnu þrátt fyrir skerta hvíld. Ef sjúkraliði mætir ekki í samræmi við fyrirliggjandi vaktaskýrslu þar sem gert er ráð fyrir honum, þá er það vinnustaðarins að tryggja að annar komi í hans stað. Staðreyndin er hins vegar sú að slíkt verklag er ekki viðhaft í heilbrigðisþjónustunni, heldur er undantekningarlaust gert ráð fyrir að sjúkraliði mæti í samræmi við fyrirliggjandi vaktaskýrslu. Þó heimilt sé að stytta samfelldan hvíldartíma í allt að átta klukkustundir þegar eðli starfseminnar eða sérstakar aðstæður koma upp á. Þá er stenst það ekki að móta reglu sem gengur framar lögbundnum rétti sjúkraliða að „fá samsvarandi hvíldatíma síðar“. Rétturinn til frítöku er til staðar burtséð frá því, enda er vaktaskipulag á vinnutíma alltaf á ábyrgð vinnuveitanda. Höfundur er lögfræðingur og formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun