Hezbollah gerir umsvifamikla loftárás á Ísrael Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. janúar 2024 09:35 Sayyed Hassan Nassallah leiðtogi Hezbollah-samtakanna ávarpar líbönsku þjóðina í kjölfar árása Ísraels. AP/Hassan Ammar Forsvarsmenn Hezbollah í Líbanon segja að hernaðarsamtökin hafi gert umsvifamikla loftárás á útsýnisaðstöðu ísraelska hersins í Ísrael í morgun. Þeir segjast hafa skotið 62 eldflaugum yfir landamærin og segja að árásin hafi verið svar við drápi ísraelshers á einum hæstráðanda samtakanna Saleh al-Arouri fyrr í vikunni. Segja Líbanon berskjaldað Saleh al-Arouri var drepinn í drónaárás Ísraelshers á þriðjudaginn þegar ísraelskar eldflaugar hæfðu Dahiyeh-hverfi Beirútborgar. Sérfræðingar Reuters segja að líta megi á árásina sem skilaboð til Hezbollah, sem eru vinveitt Hamasliðum, um að jafnvel höfuðstöðvar þeirra séu berskjaldaðar gagnvart loftárásum. Sayyed Hassan Nassallah hæstráðandi Hezbollah hafði þegar sagt á föstudaginn að svarað yrði fyrir drápið og að það að leyfa slíka árás yrði til þess að Líbanon allt stæði berskjaldað frammi fyrir árásum Ísraels. „Andspyrnan“ heitir hefndum Í yfirlýsingu Hezbollah í kjölfar dauða al-Arouri í vikunni segir að árásin feli í sér stigmögnun stríðsins á svæðinu og að bandalag andspyrnunnar, eins og þeir kalla sig, lofi hefndum. Yfirvöld á Gasasvæðinu segja að 162 manns hafi látið lífið í árásum Ísraela í gær og í nótt. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna hóf herferð í gær til að hefta útbreiðslu átakanna til Líbanon, Vesturbakkans og Rauðhafið. Ísraelar og Hezbollah hafa oft átt í loftárásum og gagnloftárásum og svo virðist sem árásirnar eigi bara eftir að magnast í kjölfar þessa. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Líbanon Tengdar fréttir Næstráðandi Hamas-samtakanna féll í drónaárás í Beirút Saleh al-Arouri, næstráðandi Hamas-samtakanna, er í hópi látinna eftir drónaárás í líbönsku höfuðborginni Beirút síðdegis í dag. 2. janúar 2024 18:03 Drápið á Arouri vekur hörð viðbrögð Hezbollah-samtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja dráp Ísraelsmanna á Saleh al-Arouri, einum æðsta leiðtoga Hamas-samtakanna, „alvarlega árás á Líbanon“. 3. janúar 2024 06:48 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Þeir segjast hafa skotið 62 eldflaugum yfir landamærin og segja að árásin hafi verið svar við drápi ísraelshers á einum hæstráðanda samtakanna Saleh al-Arouri fyrr í vikunni. Segja Líbanon berskjaldað Saleh al-Arouri var drepinn í drónaárás Ísraelshers á þriðjudaginn þegar ísraelskar eldflaugar hæfðu Dahiyeh-hverfi Beirútborgar. Sérfræðingar Reuters segja að líta megi á árásina sem skilaboð til Hezbollah, sem eru vinveitt Hamasliðum, um að jafnvel höfuðstöðvar þeirra séu berskjaldaðar gagnvart loftárásum. Sayyed Hassan Nassallah hæstráðandi Hezbollah hafði þegar sagt á föstudaginn að svarað yrði fyrir drápið og að það að leyfa slíka árás yrði til þess að Líbanon allt stæði berskjaldað frammi fyrir árásum Ísraels. „Andspyrnan“ heitir hefndum Í yfirlýsingu Hezbollah í kjölfar dauða al-Arouri í vikunni segir að árásin feli í sér stigmögnun stríðsins á svæðinu og að bandalag andspyrnunnar, eins og þeir kalla sig, lofi hefndum. Yfirvöld á Gasasvæðinu segja að 162 manns hafi látið lífið í árásum Ísraela í gær og í nótt. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna hóf herferð í gær til að hefta útbreiðslu átakanna til Líbanon, Vesturbakkans og Rauðhafið. Ísraelar og Hezbollah hafa oft átt í loftárásum og gagnloftárásum og svo virðist sem árásirnar eigi bara eftir að magnast í kjölfar þessa.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Líbanon Tengdar fréttir Næstráðandi Hamas-samtakanna féll í drónaárás í Beirút Saleh al-Arouri, næstráðandi Hamas-samtakanna, er í hópi látinna eftir drónaárás í líbönsku höfuðborginni Beirút síðdegis í dag. 2. janúar 2024 18:03 Drápið á Arouri vekur hörð viðbrögð Hezbollah-samtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja dráp Ísraelsmanna á Saleh al-Arouri, einum æðsta leiðtoga Hamas-samtakanna, „alvarlega árás á Líbanon“. 3. janúar 2024 06:48 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Næstráðandi Hamas-samtakanna féll í drónaárás í Beirút Saleh al-Arouri, næstráðandi Hamas-samtakanna, er í hópi látinna eftir drónaárás í líbönsku höfuðborginni Beirút síðdegis í dag. 2. janúar 2024 18:03
Drápið á Arouri vekur hörð viðbrögð Hezbollah-samtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja dráp Ísraelsmanna á Saleh al-Arouri, einum æðsta leiðtoga Hamas-samtakanna, „alvarlega árás á Líbanon“. 3. janúar 2024 06:48