„Ég er í hálfgerðu sjokki og átti ekki von á þessu“ Magnús Jochum Pálsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 5. janúar 2024 20:28 Snorri sem hefur kennt ungbarnasund í Skálatúni í rúm 30 ár var enn í hálfgerðu sjokki þegar fréttamaður ræddi við hann. Stöð 2 Ákveðið hefur verið að loka sundlauginni í Skálatúni til frambúðar vegna ástands hennar. Hið vinsæla ungbarnasund Snorra er því í lausu lofti og segir Snorri ákvörðunina hafa komið sér í opna skjöldu. Hann tími samt ekki að hætta alveg strax. Sundlauginni var lokað í morgun en í henni hafa rúmlega átta þúsund börn lært ungbarnasund hjá Snorra Magnússyni, ungbarnasundkennara. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við Snorra sem var í miklu uppnámi yfir ákvörðuninni. Hvers vegna var lauginni lokað? „Stóridómur féll. Það komu matsmenn hérna út af eignaskiptum á umhverfinu hérna og skoðuðu eignir. Sundlaugin fékk þann stranga dóm að hún væri ónýt,“ sagði Snorri. Það er alltaf biðlisti hjá þér, 35 prósent foreldra vilja fara með börnin sín í ungbarnasund. Hvað ætlarðu að gera í framhaldinu? „Ég ætla aðeins að leyfa rykinu að setjast. Ég er búinn að mæta hérna sex daga í viku í 33 ár. Hef verið með sautján hópa gangandi, börnin hafa mætt tvisvar í viku, í hverjum hóp eru tólf-þréttán börn. Ég bara veit það ekki. Ég er í hálfgerðu sjokki og átti ekki von á þessu,“ sagði Snorri. Tímir ekki að hætta alveg strax Snorri segist þegar hafa fengið tvö skemmtileg tilboð og hann tími sjálfur ekki að hætta alveg strax. Það er væntanlega afar hollt að vera með börn í ungbarnasundi? „Bæði hollt og skemmtilegt, tilgangur og markmið er fyrst og fremst að hafa skemmtilegt, tengslamyndun milli barns og foreldra, vinna með styrk og samhæfingu, vinna með söng og hljóðfall og hafa gaman,“ sagði Snorri og beygði af þegar hann sagði „Ég átti von á fólki í morgun og ég átti von á fólki á morgun. Það verður bara ekki.“ Ertu búin að fá einhver tilboð frá öðrum sundlaugum? „Ég fékk skemmtilega símhringingu í dag sem ég ætla að skoða, svo fékk ég ein skilaboð sem ég ætla líka að skoða. Ég tími ekki alveg strax að hætta. Það hefur svo margt skemmtilegt og gefandi orðið til hérna og mig langar að athuga hvort hægt sé að færa yfir á aðrar laugar,“ sagði Snorri. „Þetta er reyndar besta laug í heimi, hún er bara svoleiðis,“ sagði hann að lokum. Börn og uppeldi Mosfellsbær Sundlaugar Tengdar fréttir Burðarvirki sundlaugarinnar ótraust: „Afar þungbær ákvörðun“ Framkvæmdastjóri Skálatúns, sjálfseignarstofnunar í þágu barna, ungmenna og fjölskyldna, sem tók við eignarhaldi fasteigna í landi Skálatúns í Mosfellsbæ, segir ákvörðun um að loka sundlaug svæðisins hafa verið afar þungbæra. 5. janúar 2024 17:16 Sundlauginni lokað og ungbarnasund Snorra í lausu lofti Ákveðið hefur verið að loka sundlauginni í Skálatúni í Mosfellsbæ til frambúðar vegna ástands hennar. Það þýðir að hið vinsæla ungbarnasund Snorra Magnússonar er í lausu lofti. 5. janúar 2024 15:10 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Sundlauginni var lokað í morgun en í henni hafa rúmlega átta þúsund börn lært ungbarnasund hjá Snorra Magnússyni, ungbarnasundkennara. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við Snorra sem var í miklu uppnámi yfir ákvörðuninni. Hvers vegna var lauginni lokað? „Stóridómur féll. Það komu matsmenn hérna út af eignaskiptum á umhverfinu hérna og skoðuðu eignir. Sundlaugin fékk þann stranga dóm að hún væri ónýt,“ sagði Snorri. Það er alltaf biðlisti hjá þér, 35 prósent foreldra vilja fara með börnin sín í ungbarnasund. Hvað ætlarðu að gera í framhaldinu? „Ég ætla aðeins að leyfa rykinu að setjast. Ég er búinn að mæta hérna sex daga í viku í 33 ár. Hef verið með sautján hópa gangandi, börnin hafa mætt tvisvar í viku, í hverjum hóp eru tólf-þréttán börn. Ég bara veit það ekki. Ég er í hálfgerðu sjokki og átti ekki von á þessu,“ sagði Snorri. Tímir ekki að hætta alveg strax Snorri segist þegar hafa fengið tvö skemmtileg tilboð og hann tími sjálfur ekki að hætta alveg strax. Það er væntanlega afar hollt að vera með börn í ungbarnasundi? „Bæði hollt og skemmtilegt, tilgangur og markmið er fyrst og fremst að hafa skemmtilegt, tengslamyndun milli barns og foreldra, vinna með styrk og samhæfingu, vinna með söng og hljóðfall og hafa gaman,“ sagði Snorri og beygði af þegar hann sagði „Ég átti von á fólki í morgun og ég átti von á fólki á morgun. Það verður bara ekki.“ Ertu búin að fá einhver tilboð frá öðrum sundlaugum? „Ég fékk skemmtilega símhringingu í dag sem ég ætla að skoða, svo fékk ég ein skilaboð sem ég ætla líka að skoða. Ég tími ekki alveg strax að hætta. Það hefur svo margt skemmtilegt og gefandi orðið til hérna og mig langar að athuga hvort hægt sé að færa yfir á aðrar laugar,“ sagði Snorri. „Þetta er reyndar besta laug í heimi, hún er bara svoleiðis,“ sagði hann að lokum.
Börn og uppeldi Mosfellsbær Sundlaugar Tengdar fréttir Burðarvirki sundlaugarinnar ótraust: „Afar þungbær ákvörðun“ Framkvæmdastjóri Skálatúns, sjálfseignarstofnunar í þágu barna, ungmenna og fjölskyldna, sem tók við eignarhaldi fasteigna í landi Skálatúns í Mosfellsbæ, segir ákvörðun um að loka sundlaug svæðisins hafa verið afar þungbæra. 5. janúar 2024 17:16 Sundlauginni lokað og ungbarnasund Snorra í lausu lofti Ákveðið hefur verið að loka sundlauginni í Skálatúni í Mosfellsbæ til frambúðar vegna ástands hennar. Það þýðir að hið vinsæla ungbarnasund Snorra Magnússonar er í lausu lofti. 5. janúar 2024 15:10 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Burðarvirki sundlaugarinnar ótraust: „Afar þungbær ákvörðun“ Framkvæmdastjóri Skálatúns, sjálfseignarstofnunar í þágu barna, ungmenna og fjölskyldna, sem tók við eignarhaldi fasteigna í landi Skálatúns í Mosfellsbæ, segir ákvörðun um að loka sundlaug svæðisins hafa verið afar þungbæra. 5. janúar 2024 17:16
Sundlauginni lokað og ungbarnasund Snorra í lausu lofti Ákveðið hefur verið að loka sundlauginni í Skálatúni í Mosfellsbæ til frambúðar vegna ástands hennar. Það þýðir að hið vinsæla ungbarnasund Snorra Magnússonar er í lausu lofti. 5. janúar 2024 15:10