Ýmsar ástæður fyrir lokun en launin stóra vandamálið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. janúar 2024 15:22 María Rún Hafliðadóttir er forstjóri Gleðipinna. María Rún Hafliðadóttir, forstjóri Gleðipinna sem rekur Íslensku hamborgarafabrikkuna, segir erfitt að loka veitingastað með tíu ára sögu. Launakostnaður geri veitingahúsarekstur afar erfiðan. Vísir greindi frá því í gær að Íslensku hamborgarafabrikkunni í Kringlunni hefði verið lokað. Í haust ákvað sjálfstæður rekstraraðili keðjunnar á Akureyri að endurnýja ekki leigusamning og hætta rekstri. Eftir stendur útibúið á Höfðatorgi. „Við setjum fókusinn á Höfðatorg. Flaggskipið okkar,“ segir María Rún. Hún segir ákvörðunina að loka í Kringlunni ekki hafa átt sér langan aðdraganda. „Þetta gerðist með mjög stuttum fyrirvara. En við höfum haft áhyggjur af staðnum síðan í upphafi síðasta árs,“ segir María Rún. Reksturinn hafi verið erfiður og megi rekja til ýmissa þátta. Hún nefnir afleiðingar Covid-19 faraldursins, nóróveirusýkingu sem kom upp á veitingastaðnum síðasta sumar og þá sé staðsetningin í Kringlunni ekki beint í alfaraleið. „Höfðatorgið er miklu sterkari eining. Það er betra að fókusa á einn stað.“ Til viðbótar við tvö útibú Íslensku hamborgarafabrikkunnar er Grillhúsið í leit að nýjum eigendum. Veitingahúsarekstur virðist samkvæmt þessu berjast nokkuð í bökkum. María segir launakostnaðinn stærsta bitann. Þau séu víða yfir fimmtíu prósent rekstrarkostnaðar. Þegar laun hafi verið greidd eigi eftir að kaupa inn vörur, greiða húsaleigu auk ýmiss annars kostnaðar. „Það eru allir veitingastaðir að berjast við það sama. Að halda launakostnaði í lagi til að reksturinn beri sig. Það er bara svoleiðis.“ María segir starfsmenn hafa fengið uppsagnarbréf en reynt verði að útvega þeim sem vilji vinnu á öðrum veitingastöðum Gleðipinna. Útibúinu á Höfðatorgi en líka Aktu taktu eða American Style. Reykjavík Veitingastaðir Kringlan Tengdar fréttir Hamborgarafabrikkunni skellt í lás á Akureyri Hamborgarafabrikkan hefur ákveðið að loka útibúi sínu á Akureyri. Húsaleigusamningur rennur út um áramótin sem framkvæmdastjóri veitingastaðarins segir meginástæðu lokunar. 13. desember 2023 11:25 Nóró lokaniðurstaðan og endurgreiða veikum gestum Talið er að umfangsmikil hópsýking sem upp kom hjá starfsfólki og gestum á veitingastað Hamborgarafabrikkunnar í Kringlunni hafi verið af völdum nóróveiru. Þetta er niðurstaða embættis sóttvarnalæknis en nokkuð hefur verið á reiki hvort um nóróveirusýkingu hafi verið að ræða eða bakteríu sem veldur líkum einkennum og hefur greinst í álíka hópsýkingum. 19. júlí 2023 19:26 „Ekki vera huglausir, við verðum að hækka verðin“ Veitingamenn eru farnir að finna fyrir hækkandi hrávöruverði, auknum launakostnaði og hærri áfengisgjöldum á nýju ári og segja rekstrarumhverfi veitingastaða afar slæmt. Veitingamaður skorar á kollega sína að hræðast ekki að hækka verð. 3. janúar 2023 21:30 Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Vísir greindi frá því í gær að Íslensku hamborgarafabrikkunni í Kringlunni hefði verið lokað. Í haust ákvað sjálfstæður rekstraraðili keðjunnar á Akureyri að endurnýja ekki leigusamning og hætta rekstri. Eftir stendur útibúið á Höfðatorgi. „Við setjum fókusinn á Höfðatorg. Flaggskipið okkar,“ segir María Rún. Hún segir ákvörðunina að loka í Kringlunni ekki hafa átt sér langan aðdraganda. „Þetta gerðist með mjög stuttum fyrirvara. En við höfum haft áhyggjur af staðnum síðan í upphafi síðasta árs,“ segir María Rún. Reksturinn hafi verið erfiður og megi rekja til ýmissa þátta. Hún nefnir afleiðingar Covid-19 faraldursins, nóróveirusýkingu sem kom upp á veitingastaðnum síðasta sumar og þá sé staðsetningin í Kringlunni ekki beint í alfaraleið. „Höfðatorgið er miklu sterkari eining. Það er betra að fókusa á einn stað.“ Til viðbótar við tvö útibú Íslensku hamborgarafabrikkunnar er Grillhúsið í leit að nýjum eigendum. Veitingahúsarekstur virðist samkvæmt þessu berjast nokkuð í bökkum. María segir launakostnaðinn stærsta bitann. Þau séu víða yfir fimmtíu prósent rekstrarkostnaðar. Þegar laun hafi verið greidd eigi eftir að kaupa inn vörur, greiða húsaleigu auk ýmiss annars kostnaðar. „Það eru allir veitingastaðir að berjast við það sama. Að halda launakostnaði í lagi til að reksturinn beri sig. Það er bara svoleiðis.“ María segir starfsmenn hafa fengið uppsagnarbréf en reynt verði að útvega þeim sem vilji vinnu á öðrum veitingastöðum Gleðipinna. Útibúinu á Höfðatorgi en líka Aktu taktu eða American Style.
Reykjavík Veitingastaðir Kringlan Tengdar fréttir Hamborgarafabrikkunni skellt í lás á Akureyri Hamborgarafabrikkan hefur ákveðið að loka útibúi sínu á Akureyri. Húsaleigusamningur rennur út um áramótin sem framkvæmdastjóri veitingastaðarins segir meginástæðu lokunar. 13. desember 2023 11:25 Nóró lokaniðurstaðan og endurgreiða veikum gestum Talið er að umfangsmikil hópsýking sem upp kom hjá starfsfólki og gestum á veitingastað Hamborgarafabrikkunnar í Kringlunni hafi verið af völdum nóróveiru. Þetta er niðurstaða embættis sóttvarnalæknis en nokkuð hefur verið á reiki hvort um nóróveirusýkingu hafi verið að ræða eða bakteríu sem veldur líkum einkennum og hefur greinst í álíka hópsýkingum. 19. júlí 2023 19:26 „Ekki vera huglausir, við verðum að hækka verðin“ Veitingamenn eru farnir að finna fyrir hækkandi hrávöruverði, auknum launakostnaði og hærri áfengisgjöldum á nýju ári og segja rekstrarumhverfi veitingastaða afar slæmt. Veitingamaður skorar á kollega sína að hræðast ekki að hækka verð. 3. janúar 2023 21:30 Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Hamborgarafabrikkunni skellt í lás á Akureyri Hamborgarafabrikkan hefur ákveðið að loka útibúi sínu á Akureyri. Húsaleigusamningur rennur út um áramótin sem framkvæmdastjóri veitingastaðarins segir meginástæðu lokunar. 13. desember 2023 11:25
Nóró lokaniðurstaðan og endurgreiða veikum gestum Talið er að umfangsmikil hópsýking sem upp kom hjá starfsfólki og gestum á veitingastað Hamborgarafabrikkunnar í Kringlunni hafi verið af völdum nóróveiru. Þetta er niðurstaða embættis sóttvarnalæknis en nokkuð hefur verið á reiki hvort um nóróveirusýkingu hafi verið að ræða eða bakteríu sem veldur líkum einkennum og hefur greinst í álíka hópsýkingum. 19. júlí 2023 19:26
„Ekki vera huglausir, við verðum að hækka verðin“ Veitingamenn eru farnir að finna fyrir hækkandi hrávöruverði, auknum launakostnaði og hærri áfengisgjöldum á nýju ári og segja rekstrarumhverfi veitingastaða afar slæmt. Veitingamaður skorar á kollega sína að hræðast ekki að hækka verð. 3. janúar 2023 21:30