Hætta sölu á Pepsí vegna „óásættanlegra verðhækkana“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. janúar 2024 14:41 PepsiCo framleiðir ýmsar vörur líkt og Pepsí, 7UP og Doritos. EPA-EFE/MAXIM SHIPENKOV Franska matvöruverslanakeðjan Carrefour hefur tilkynnt að hún muni hætta að selja Pepsí og aðrar vörur úr smiðju PepsiCo. Ástæðan er sögð sú að vörurnar séu orðnar of dýrar eftir nýjustu verðhækkanirnar. Í umfjöllun Financial Times kemur fram að keðjan muni frá og með deginum í dag því hætta sölu á vörum líkt og Pepsí, 7UP og Doritos snakki. Haft er eftir talsmanni verslanakeðjunnar að skilti verði sett upp þeirra í stað þar sem viðskiptavinum verði greint frá því að ástæðan sé „óásættanleg verðhækkun.“ Matvöruframleiðendur í Frakklandi og verslanakeðjur hafa átt í samningaviðræðum um matarverð. Samkvæmt talsmanni Carrefour hafa þær samningaviðræður við PepsiCo reynst afar flóknar. Carrefour hafi viljað lækka verð í takt við stöðu efnahagsmála á heimsvísu en PepsiCo hafi hinsvegar viljað hækkun. Samningaviðræðunum á að vera lokið fyrir enda janúar. Það er tveimur mánuðum fyrr en allajafna, sökum tilmæla frá yfirvöldum þar í landi sem vilja að lægri verðbólga skili sér fyrr í lægra vöruverði til neytenda. Í umfjöllun Financial Times er þess getið að Carrefour hafi ekki viljað gefa upp hverslags tölur PepsiCo hafi farið fram á í verðhækkunum. Fyrirtækið vildi ekki tjá sig um málið. Þá kemur fram að keppinautur PepsiCo, Coca-Cola hafi einnig viljað hækka verð á sínum vörum í Frakklandi, um sjö prósent á næsta ári. Það hafi einnig leitt til erfiðra samningaviðræðna við stjórnendur matvöruverslana í landinu. Segir í umfjöllun miðilsins að ekki sé um að ræða fyrsta skiptið sem matvöruverslanir beiti slíkum ráðum gegn framleiðendum þar í landi. Önnur matvöruverslanakeðja, Leclerc, hafi í sumar stöðvað sölu á drykkjum frá framleiðandanum Pernod Ricard tímabundið vegna hækkana. Frakkland Matvælaframleiðsla Matur Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Í umfjöllun Financial Times kemur fram að keðjan muni frá og með deginum í dag því hætta sölu á vörum líkt og Pepsí, 7UP og Doritos snakki. Haft er eftir talsmanni verslanakeðjunnar að skilti verði sett upp þeirra í stað þar sem viðskiptavinum verði greint frá því að ástæðan sé „óásættanleg verðhækkun.“ Matvöruframleiðendur í Frakklandi og verslanakeðjur hafa átt í samningaviðræðum um matarverð. Samkvæmt talsmanni Carrefour hafa þær samningaviðræður við PepsiCo reynst afar flóknar. Carrefour hafi viljað lækka verð í takt við stöðu efnahagsmála á heimsvísu en PepsiCo hafi hinsvegar viljað hækkun. Samningaviðræðunum á að vera lokið fyrir enda janúar. Það er tveimur mánuðum fyrr en allajafna, sökum tilmæla frá yfirvöldum þar í landi sem vilja að lægri verðbólga skili sér fyrr í lægra vöruverði til neytenda. Í umfjöllun Financial Times er þess getið að Carrefour hafi ekki viljað gefa upp hverslags tölur PepsiCo hafi farið fram á í verðhækkunum. Fyrirtækið vildi ekki tjá sig um málið. Þá kemur fram að keppinautur PepsiCo, Coca-Cola hafi einnig viljað hækka verð á sínum vörum í Frakklandi, um sjö prósent á næsta ári. Það hafi einnig leitt til erfiðra samningaviðræðna við stjórnendur matvöruverslana í landinu. Segir í umfjöllun miðilsins að ekki sé um að ræða fyrsta skiptið sem matvöruverslanir beiti slíkum ráðum gegn framleiðendum þar í landi. Önnur matvöruverslanakeðja, Leclerc, hafi í sumar stöðvað sölu á drykkjum frá framleiðandanum Pernod Ricard tímabundið vegna hækkana.
Frakkland Matvælaframleiðsla Matur Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira