Fimmfalda aðgangseyrinn í Guðlaugu: „Ég held að þetta sé áfram ódýrasta baðlón á Íslandi“ Árni Sæberg skrifar 4. janúar 2024 13:02 Þessir gestir þurftu ekkert að borga fyrir aðgang að Guðlaugu, þegar hún var opnuð árið 2018. Haraldur Benediktsson er bæjarstjóri á Akranesi. Vísir Aðgangur að Guðlaugu á Akranesi kostar nú 2.500 krónur fyrir fullorðna. Gjaldtaka í laugina hófst árið 2021 og var þangað til nú aðeins 500 krónur. Bæjarstjóri Akraness segir hækkunina til komna vegna kostnaðarhækkana í tengslum við kröfur um aukna þjónustu. Gjaldskrárbreytingar tóku gildi um áramótin á Akranesi líkt og í öðrum sveitarfélögum landsins. Sú gjaldskrárhækkun sem mesta athygli vakti á Skaganum er hækkun aðgangseyris í baðstaðinn Guðlaugu. Stakur miði kostar nú 2.500 krónur en kostaði áður aðeins 500 krónur. Það gerir hækkun upp á 400 prósent, eða fimmfalda hækkun. Haraldur Benediktsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir í samtali við Vísi að hækkunin sé vissulega veruleg en ástæður fyrir henni séu margþættar. „Það var í upphafi reiknað með því að þetta yrði laug sem gæti verið með lágmarkstilkostnað. Fyrst var frítt í hana og svo var tekinn fimmhundruðkall í nokkur ár. Svo líður tíminn og það eru gerðar meiri kröfur um alls konar, svo verður að vera eftirlit og allt þetta. Þegar rekstrarkostnaður er 33 milljónir og innkoman er 8,9, þá taldi bæjarstjórnin að nú yrði að stoppa þennan leka.“ Ekki hægt að niðurgreiða þjónustu sem er ekki hluti af grunnþjónustu Haraldur segir að þannig hafi gestir Guðlaugar undanfarin ár verið að greiða 250 krónur af hverjum 1.000 krónum sem það kostar Akranesbæ að reka laugina. Það gangi ekki að greiða svo mikið með lauginni, sem falli ekki undir grunnþjónustu sveitarfélagsins. Á sama tíma sé stöðugt meiri krafa um opnunartíma frá íbúum, öðrum gestum og ferðaþjónustunni. Til að mynda séu komnar kröfum um opnun yfir hátíðardaga. „Það eru mörg prósent á milli 500 króna og 2.500 en jafnframt var engin þjónusta þarna, bara kaldur útiklefi. Með þessari breytingu verður einnig veittur aðgangur að laugum bæjarins þar sem eru böð og heitir pottar og sána og allt slíkt. Þannig að þetta er líka veruleg þjónustubreyting. Afsláttarkort og árskort í aðrar laugar gildir Haraldur bendir á að tíu skipta afsláttarkort í Guðlaugu kosti ekki nema 17.000 krónur. Þannig fari stakt skipti niður í 1.700 krónur. Þá segir í gjaldskránni að frítt sé í Guðlaugu gegn framvísun árskorts í Jaðarsbakkalaug á Akranesi. Slíkt kort kostar 31.520 krónur. Haraldur segir að öllum sé frjálst að kaupa árskort, hvort sem þeir eru íbúar Akraness eða ekki. Það séu margir utan sveitarfélagsins sem halda á slíkum kortum og það sé gott. „Ég held að þetta sé áfram ódýrasta baðlón á Íslandi.“ Akranes Sundlaugar Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Sjá meira
Gjaldskrárbreytingar tóku gildi um áramótin á Akranesi líkt og í öðrum sveitarfélögum landsins. Sú gjaldskrárhækkun sem mesta athygli vakti á Skaganum er hækkun aðgangseyris í baðstaðinn Guðlaugu. Stakur miði kostar nú 2.500 krónur en kostaði áður aðeins 500 krónur. Það gerir hækkun upp á 400 prósent, eða fimmfalda hækkun. Haraldur Benediktsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir í samtali við Vísi að hækkunin sé vissulega veruleg en ástæður fyrir henni séu margþættar. „Það var í upphafi reiknað með því að þetta yrði laug sem gæti verið með lágmarkstilkostnað. Fyrst var frítt í hana og svo var tekinn fimmhundruðkall í nokkur ár. Svo líður tíminn og það eru gerðar meiri kröfur um alls konar, svo verður að vera eftirlit og allt þetta. Þegar rekstrarkostnaður er 33 milljónir og innkoman er 8,9, þá taldi bæjarstjórnin að nú yrði að stoppa þennan leka.“ Ekki hægt að niðurgreiða þjónustu sem er ekki hluti af grunnþjónustu Haraldur segir að þannig hafi gestir Guðlaugar undanfarin ár verið að greiða 250 krónur af hverjum 1.000 krónum sem það kostar Akranesbæ að reka laugina. Það gangi ekki að greiða svo mikið með lauginni, sem falli ekki undir grunnþjónustu sveitarfélagsins. Á sama tíma sé stöðugt meiri krafa um opnunartíma frá íbúum, öðrum gestum og ferðaþjónustunni. Til að mynda séu komnar kröfum um opnun yfir hátíðardaga. „Það eru mörg prósent á milli 500 króna og 2.500 en jafnframt var engin þjónusta þarna, bara kaldur útiklefi. Með þessari breytingu verður einnig veittur aðgangur að laugum bæjarins þar sem eru böð og heitir pottar og sána og allt slíkt. Þannig að þetta er líka veruleg þjónustubreyting. Afsláttarkort og árskort í aðrar laugar gildir Haraldur bendir á að tíu skipta afsláttarkort í Guðlaugu kosti ekki nema 17.000 krónur. Þannig fari stakt skipti niður í 1.700 krónur. Þá segir í gjaldskránni að frítt sé í Guðlaugu gegn framvísun árskorts í Jaðarsbakkalaug á Akranesi. Slíkt kort kostar 31.520 krónur. Haraldur segir að öllum sé frjálst að kaupa árskort, hvort sem þeir eru íbúar Akraness eða ekki. Það séu margir utan sveitarfélagsins sem halda á slíkum kortum og það sé gott. „Ég held að þetta sé áfram ódýrasta baðlón á Íslandi.“
Akranes Sundlaugar Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Sjá meira