Rjúfum kyrrstöðuna í orkumálum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 2. janúar 2024 14:28 Undanfarnar vikur hefur farið fram hávær umræða um þá kyrrstöðu sem hefur ríkt í orkumálum á vakt Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna. Þessi kyrrstaða bitnar á verðmætasköpun og atvinnuuppbyggingu í landinu, raskar orkuöryggi og grefur undan orkuskiptum og nauðsynlegum loftslagsaðgerðum. Með setningu rammaáætlunarlaga undir forystu Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra árið 2011 var ákvörðunum um orkunýtingu og vernd landsvæða mörkuð fagleg umgjörð. Lögin gera ráð fyrir að lögð sé fram rammaáætlun á Alþingi á fjögurra ára fresti og að löggjafinn taki þannig afstöðu til þess, eftir umfangsmikla vinnu faghópa og víðtækt samráð, hvar megi virkja og hvað eigi að vernda. Flokkarnir sem stjórna landinu sýndu fádæma ábyrgðarleysi með því að láta sjö ár líða án þess að samþykkt væri þingsályktun um rammaáætlun á Alþingi. Með þessu var gengið gegn markmiðum laganna, undirbúningi og framkvæmdum vegna nýrra virkjana var slegið á frest og jafnframt grafið undan þeim fyrirsjáanleika sem nauðsynlegur er við uppbyggingu flutningskerfis raforku. Þetta áralanga afstöðuleysi löggjafans er sérstaklega skaðlegt í ljósi þess hve langan tíma það tekur að koma upp nýjum virkjunum. Ríkisstjórnir síðustu ára hafa sofið á verðinum og lítið aðhafst þegar bent er á að styrkja þurfi stjórnsýslu orku- og umhverfismála og að unnt sé að einfalda og samþætta gagnaskil, auka skilvirkni og hraða leyfisveitingum vegna nýrra virkjana án þess að slá af kröfum um nauðsynlegt samráð og umhverfismat. Ofan á þetta bætist að ekki hefur tekist að skapa sátt um hvernig tekjur af orkuvinnslu skiptast. Skýrasta birtingarmynd þess er ákvörðun Skeiða- og Gnúpverjahrepps um frestun Búrfellslundar vegna þess að sveitarstjórninni finnst skattaumgjörðin um orkumannvirki ósanngjörn. Þar hefur sveitarstjórnarfólkið rétt fyrir sér: auðvitað ættu tekjurnar af orkumannvirkjum að skila sér í miklu ríkara mæli til nærsamfélagsins. Samfylkingin hefur nálgast orkumálin af raunsæi og ábyrgð. Á tímabilinu 2010 til 2020 reisti Landsvirkjun þrjár virkjanir: Búðarhálsvirkjun, Þeistareykjavirkjun og Búrfellsvirkjun II. Búðarhálsvirkjun var fjármögnuð og reist á vakt Samfylkingarinnar í ríkisstjórn. Þeistareykjavirkjun var jafnframt áherslumál þáverandi iðnaðarráðherra og sett í nýtingarflokk rammaáætlunar í stjórnartíð Samfylkingar. Stærstu orkuöflunarverkefnin sem nú eru á dagskrá, Hvammsvirkjun og Búrfellslundur, rötuðu í nýtingarflokk rammaáætlunar með stuðningi Samfylkingar. Mikilvægt er að þessi verkefni fái framgang. Nú liggja jafnframt fyrir greiningar faghópa og tillögur verkefnisstjórnar rammaáætlunar um flokkun fimm virkjanakosta sem brýnt er að ráðherra og Alþingi taki afstöðu til. Loks verður Alþingi að hafa hraðar hendur um breytingar á raforkulögum til að tryggja að orkuöryggi almennings njóti forgangs umfram aðra hagsmuni og að nauðsynlegir öryggisventlar séu til staðar þegar ójafnvægi ríkir á orkumarkaði. Samfylkingin hefur hvatt til slíkra lagabreytinga síðastliðin tvö ár en því miður náðist ekki sátt um útfærsluna þegar atvinnuveganefnd Alþingis lagði fram frumvarp í þessum tilgangi á síðustu vikum haustþings. Ég hygg að það sé meirihlutaskoðun á Alþingi að rjúfa þurfi kyrrstöðuna sem hefur ríkt í orkumálum á undanförnum árum; að þingmenn stjórnarmeirihlutans dauðskammist sín margir hverjir fyrir framtaksleysið í orkumálum og þær alvarlegu afleiðingar sem því fylgja. Leikreglur rammaáætlunar snúast um að sætta ólík sjónarmið og leita jafnvægis milli orkunýtingar og náttúruverndar. Þær kalla á að teknar séu ákvarðanir og þeim fylgt eftir með afgerandi hætti. Undir þeirri ábyrgð verða stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar að rísa. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jóhann Páll Jóhannsson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur farið fram hávær umræða um þá kyrrstöðu sem hefur ríkt í orkumálum á vakt Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna. Þessi kyrrstaða bitnar á verðmætasköpun og atvinnuuppbyggingu í landinu, raskar orkuöryggi og grefur undan orkuskiptum og nauðsynlegum loftslagsaðgerðum. Með setningu rammaáætlunarlaga undir forystu Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra árið 2011 var ákvörðunum um orkunýtingu og vernd landsvæða mörkuð fagleg umgjörð. Lögin gera ráð fyrir að lögð sé fram rammaáætlun á Alþingi á fjögurra ára fresti og að löggjafinn taki þannig afstöðu til þess, eftir umfangsmikla vinnu faghópa og víðtækt samráð, hvar megi virkja og hvað eigi að vernda. Flokkarnir sem stjórna landinu sýndu fádæma ábyrgðarleysi með því að láta sjö ár líða án þess að samþykkt væri þingsályktun um rammaáætlun á Alþingi. Með þessu var gengið gegn markmiðum laganna, undirbúningi og framkvæmdum vegna nýrra virkjana var slegið á frest og jafnframt grafið undan þeim fyrirsjáanleika sem nauðsynlegur er við uppbyggingu flutningskerfis raforku. Þetta áralanga afstöðuleysi löggjafans er sérstaklega skaðlegt í ljósi þess hve langan tíma það tekur að koma upp nýjum virkjunum. Ríkisstjórnir síðustu ára hafa sofið á verðinum og lítið aðhafst þegar bent er á að styrkja þurfi stjórnsýslu orku- og umhverfismála og að unnt sé að einfalda og samþætta gagnaskil, auka skilvirkni og hraða leyfisveitingum vegna nýrra virkjana án þess að slá af kröfum um nauðsynlegt samráð og umhverfismat. Ofan á þetta bætist að ekki hefur tekist að skapa sátt um hvernig tekjur af orkuvinnslu skiptast. Skýrasta birtingarmynd þess er ákvörðun Skeiða- og Gnúpverjahrepps um frestun Búrfellslundar vegna þess að sveitarstjórninni finnst skattaumgjörðin um orkumannvirki ósanngjörn. Þar hefur sveitarstjórnarfólkið rétt fyrir sér: auðvitað ættu tekjurnar af orkumannvirkjum að skila sér í miklu ríkara mæli til nærsamfélagsins. Samfylkingin hefur nálgast orkumálin af raunsæi og ábyrgð. Á tímabilinu 2010 til 2020 reisti Landsvirkjun þrjár virkjanir: Búðarhálsvirkjun, Þeistareykjavirkjun og Búrfellsvirkjun II. Búðarhálsvirkjun var fjármögnuð og reist á vakt Samfylkingarinnar í ríkisstjórn. Þeistareykjavirkjun var jafnframt áherslumál þáverandi iðnaðarráðherra og sett í nýtingarflokk rammaáætlunar í stjórnartíð Samfylkingar. Stærstu orkuöflunarverkefnin sem nú eru á dagskrá, Hvammsvirkjun og Búrfellslundur, rötuðu í nýtingarflokk rammaáætlunar með stuðningi Samfylkingar. Mikilvægt er að þessi verkefni fái framgang. Nú liggja jafnframt fyrir greiningar faghópa og tillögur verkefnisstjórnar rammaáætlunar um flokkun fimm virkjanakosta sem brýnt er að ráðherra og Alþingi taki afstöðu til. Loks verður Alþingi að hafa hraðar hendur um breytingar á raforkulögum til að tryggja að orkuöryggi almennings njóti forgangs umfram aðra hagsmuni og að nauðsynlegir öryggisventlar séu til staðar þegar ójafnvægi ríkir á orkumarkaði. Samfylkingin hefur hvatt til slíkra lagabreytinga síðastliðin tvö ár en því miður náðist ekki sátt um útfærsluna þegar atvinnuveganefnd Alþingis lagði fram frumvarp í þessum tilgangi á síðustu vikum haustþings. Ég hygg að það sé meirihlutaskoðun á Alþingi að rjúfa þurfi kyrrstöðuna sem hefur ríkt í orkumálum á undanförnum árum; að þingmenn stjórnarmeirihlutans dauðskammist sín margir hverjir fyrir framtaksleysið í orkumálum og þær alvarlegu afleiðingar sem því fylgja. Leikreglur rammaáætlunar snúast um að sætta ólík sjónarmið og leita jafnvægis milli orkunýtingar og náttúruverndar. Þær kalla á að teknar séu ákvarðanir og þeim fylgt eftir með afgerandi hætti. Undir þeirri ábyrgð verða stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar að rísa. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar