47% þjóðarsátt? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 1. janúar 2024 08:30 Það var einbeittur hópur forystufólks atvinnurekenda og stéttarfélaga sem settist niður með ríkissáttasemjara á milli jóla og nýárs. Stefnan skal sett á „þjóðarsátt“, þráttfyrir að meirihluti launakostnaðar í hagkerfinu liggi utan samningssviðs aðila og að stór hluti þjóðarinnar sé í öðrum stéttarfélögum. Það má öllum vera ljóst að þessi leikflétta er ekki líkleg til að skila árangri. Mikið meira þarf til og fleiri þurfa að koma að borðinu ef stuðla á að auknum stöðugleika og víðtækri sátt um kjarabætur á árinu 2024. Aðeins um 47% umboð fyrir þjóðarsátt Í nýrri skýrslu Kjaratölfræðinefndar má sjá vægi heildarsamtaka í vísitölu grunntímakaups á vinnumarkaði en vægið veitir vísbendingu um hlutdeild samtaka í launakostnaði hagkerfisins. Athygli vekur að ASÍ fer aðeins fyrir 50% vísitölunnar en hinn helmingurinn samanstendur af BHM, BSRB, KÍ, stéttarfélögum utan heildarsamtaka (t.a.m. hjúkrunarfræðingum og læknum) og launafólki utan stéttarfélaga. Gróflega má áætla að bandalag stéttarfélaga ASÍ, sem nú boðar nýja þjóðarsátt, fari fyrir um 47% af grunnlaunavísitölunni. Meirihlutaumboð fyrir þjóðarsátt er því einfaldlega ekki til staðar og allra síst ef hugmyndin er að semja um krónutöluhækkanir fyrir allt launafólk á vinnumarkaði. Meira en 10% fyrir sum en 2% fyrir önnur? Samkvæmt fréttum hljóða launakröfur hópsins upp á 26.000 króna flata hækkun á öll laun, háð skilyrðum um tugmilljarða tekjutilfærslur til hópa í lægri enda tekjudreifingarinnar. Ætla má að flatar krónutöluhækkanir og auknar barna- og vaxtabætur muni jafnvel leiða til meira en 10% aukningar í ráðstöfunartekjum hjá Eflingarhópum en minnst 1,5-2% hjá háskólamenntuðum sérfræðingum. Í þeim hópi er fólk sem hefur nær enga kaupmáttaraukningu hlotið yfir lengri tíma t.a.m. sérfræðingar í heilbrigðis- og menntakerfi hjá ríkinu. Staðreyndin er sú að krónutöluhækkanir lífskjarasamningsins leiddu til kaupmáttarrýrnunar hjá stórum hluta millistéttarinnar á árunum 2019-2024. Stéttarfélög háskólamenntaðra eru sjálfstæðir samningsaðilar sem munu ekki samþykkja kjarasamning sem er sérsniðinn að þörfum láglaunahópa á almennum vinnumarkaði. Og allra síst ef stéttarfélögunum er haldið frá samtalinu um fórnarskipti launahækkana, verðbólgu og vaxta. Heildarhagsmunir og sameiginlegt verkefni Stærsta áskorun hagstjórnarinnar á árinu 2024 er að leiða saman alla aðila vinnumarkaðar til að treysta verðstöðugleika á Íslandi. Það verður ekki gert með því að semja eingöngu um miklar kjarabætur hjá láglaunahópum og sýna millistéttinni og kröfum hennar tómlæti. Það má öllum vera ljóst að slík leikflétta mun aðeins leiða til átaka og aukins efnahagslegs- og félagslegs óstöðugleika. Ef stuðla á að langtímasamningum og auknum stöðugleika þurfa stjórnvöld að hafa hugrekki til að samhæfa alla aðila vinnumarkaðar á fyrstu vikum nýs árs. Heildarsamtökin á opinbera vinnumarkaðnum þurfa að koma að þeirri vinnu. BHM er reiðubúið í samtalið um þær stóru áskoranir sem við blasa t.a.m. um leiðirnar til að lækka verðbólgu og vexti. Sá einbeitti hópur sem settist niður með ríkissáttasemjara milli jóla og nýárs hefur ekki umboð til að lýsa yfir þjóðarsátt fyrir hönd heildarinnar. Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Það var einbeittur hópur forystufólks atvinnurekenda og stéttarfélaga sem settist niður með ríkissáttasemjara á milli jóla og nýárs. Stefnan skal sett á „þjóðarsátt“, þráttfyrir að meirihluti launakostnaðar í hagkerfinu liggi utan samningssviðs aðila og að stór hluti þjóðarinnar sé í öðrum stéttarfélögum. Það má öllum vera ljóst að þessi leikflétta er ekki líkleg til að skila árangri. Mikið meira þarf til og fleiri þurfa að koma að borðinu ef stuðla á að auknum stöðugleika og víðtækri sátt um kjarabætur á árinu 2024. Aðeins um 47% umboð fyrir þjóðarsátt Í nýrri skýrslu Kjaratölfræðinefndar má sjá vægi heildarsamtaka í vísitölu grunntímakaups á vinnumarkaði en vægið veitir vísbendingu um hlutdeild samtaka í launakostnaði hagkerfisins. Athygli vekur að ASÍ fer aðeins fyrir 50% vísitölunnar en hinn helmingurinn samanstendur af BHM, BSRB, KÍ, stéttarfélögum utan heildarsamtaka (t.a.m. hjúkrunarfræðingum og læknum) og launafólki utan stéttarfélaga. Gróflega má áætla að bandalag stéttarfélaga ASÍ, sem nú boðar nýja þjóðarsátt, fari fyrir um 47% af grunnlaunavísitölunni. Meirihlutaumboð fyrir þjóðarsátt er því einfaldlega ekki til staðar og allra síst ef hugmyndin er að semja um krónutöluhækkanir fyrir allt launafólk á vinnumarkaði. Meira en 10% fyrir sum en 2% fyrir önnur? Samkvæmt fréttum hljóða launakröfur hópsins upp á 26.000 króna flata hækkun á öll laun, háð skilyrðum um tugmilljarða tekjutilfærslur til hópa í lægri enda tekjudreifingarinnar. Ætla má að flatar krónutöluhækkanir og auknar barna- og vaxtabætur muni jafnvel leiða til meira en 10% aukningar í ráðstöfunartekjum hjá Eflingarhópum en minnst 1,5-2% hjá háskólamenntuðum sérfræðingum. Í þeim hópi er fólk sem hefur nær enga kaupmáttaraukningu hlotið yfir lengri tíma t.a.m. sérfræðingar í heilbrigðis- og menntakerfi hjá ríkinu. Staðreyndin er sú að krónutöluhækkanir lífskjarasamningsins leiddu til kaupmáttarrýrnunar hjá stórum hluta millistéttarinnar á árunum 2019-2024. Stéttarfélög háskólamenntaðra eru sjálfstæðir samningsaðilar sem munu ekki samþykkja kjarasamning sem er sérsniðinn að þörfum láglaunahópa á almennum vinnumarkaði. Og allra síst ef stéttarfélögunum er haldið frá samtalinu um fórnarskipti launahækkana, verðbólgu og vaxta. Heildarhagsmunir og sameiginlegt verkefni Stærsta áskorun hagstjórnarinnar á árinu 2024 er að leiða saman alla aðila vinnumarkaðar til að treysta verðstöðugleika á Íslandi. Það verður ekki gert með því að semja eingöngu um miklar kjarabætur hjá láglaunahópum og sýna millistéttinni og kröfum hennar tómlæti. Það má öllum vera ljóst að slík leikflétta mun aðeins leiða til átaka og aukins efnahagslegs- og félagslegs óstöðugleika. Ef stuðla á að langtímasamningum og auknum stöðugleika þurfa stjórnvöld að hafa hugrekki til að samhæfa alla aðila vinnumarkaðar á fyrstu vikum nýs árs. Heildarsamtökin á opinbera vinnumarkaðnum þurfa að koma að þeirri vinnu. BHM er reiðubúið í samtalið um þær stóru áskoranir sem við blasa t.a.m. um leiðirnar til að lækka verðbólgu og vexti. Sá einbeitti hópur sem settist niður með ríkissáttasemjara milli jóla og nýárs hefur ekki umboð til að lýsa yfir þjóðarsátt fyrir hönd heildarinnar. Höfundur er formaður BHM.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun