Bakpokinn Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 31. desember 2023 09:00 Vegferðin Lífið er stórkostlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er Jörðin. Það er við hæfi að staldra við á næsta steini og kíkja í bakpokann sem við öll berum en sýnum sjaldnast. Hvað þarf bakpokinn að innihalda fyrir komandi tíma? Fram undan eru áskoranir sem aldrei fyrr, sem hvorki verður skorast undan né flúið frá. Það er ekki um aðrar gistingar að ræða, ekki einu sinni fæðingarfjárhús. Sjálfbærnihraðal landsins verður að knýja af fullu afli til að tryggja afkomu þjóðar. Við þurfum að geta fætt okkur og klætt, haft ofan í okkur og á. Við þurfum húsnæði og að öllum sem hjá og með okkur búa líði sem best og fái notið sín sem þær einstöku, dýrmætu og fágætu manneskjur sem við öll erum. Loftslagsvá heimsins setur samhengi á heildrænar lausnir en staðbundnar útfærslur. Við sjáum reyk og finnum lykt og vitum vel að eldar loga á hótelinu, enn fremur skynjum við að eldvörnum og hegðun gesta er ábótavant til að takmarka og stöðva útbreiðslu loganna. Fólksflutningar verða vaxandi – fólk mun leita skjóls, hælis og skilnings – eins og eðlilegt er og ætla má. Heimsfararspá? Sérdeilis ekki. Raunsæi með yfirsýn. Mannkynið er fyllilega hæft til að leysa úr ofangreindum áskorunum, það ber með sér þekkingu og Sköpunarkraft sem leysa þarf úr læðingi með hvatningu og góðu viðhorfi. Nú er rétt að endurraða í bakpokann og létta á. Óleyst áföll skulu kvödd með djúpu þakklæti fyrir lærdóminn, en fá ekki lengur rými í dýrmætum bakpokanum – ekkert frekar en bölsýni, hjóm, úrtölur, hræðsla, flótti, smækkun, smættun og aðrir tilburðir sem deyfa Ljós og eðlislæga Sköpunargleði fólks. Mæli eindregið með að fylla bakpokann af kröftugum fríkeypis margföldurum; Þakklæti, Náð, Von, Gleði og Kærleika. Þeir virka eins og grænmeti; frábær framúrskarandi sjálfbær grunnfæða sem telur fátt sem ekkert í kaloríum en viðheldur orkunni lengi, stöðugt og í hærra lagi. Bætum síðan við rúgbrauði með smjérklípu og hreinni kæfu, flatbrauði með hangiketi og vatnssopa úr endurnýtanlega plastlausa brúsanum og munum að teygja vel og njóta útsýnisins þegar áð er. Íslendingar dvelja í vel útbúnu svítuherbergi með góðu útsýni og eru í framúrskarandi stöðu til að vera leiðandi og mótandi í forvörnum, viðbrögðum og framkvæmdum við rekstur þessa einstaka hótels Jarðar. Það er okkar hlutverk og tilgangur. Val er vald – veljum samstöðu & samvinnu í hvívetna með opin hjörtu og Kærleikann að leiðarljósi. Hökuna upp og andlitið í Ljósið Gleðilegt, gjöfult og gæfuríkt árið 2024 Höfundur er fjárfestir og fyrrum formaður FKA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áramót Sigríður Hrund Pétursdóttir Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Vegferðin Lífið er stórkostlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er Jörðin. Það er við hæfi að staldra við á næsta steini og kíkja í bakpokann sem við öll berum en sýnum sjaldnast. Hvað þarf bakpokinn að innihalda fyrir komandi tíma? Fram undan eru áskoranir sem aldrei fyrr, sem hvorki verður skorast undan né flúið frá. Það er ekki um aðrar gistingar að ræða, ekki einu sinni fæðingarfjárhús. Sjálfbærnihraðal landsins verður að knýja af fullu afli til að tryggja afkomu þjóðar. Við þurfum að geta fætt okkur og klætt, haft ofan í okkur og á. Við þurfum húsnæði og að öllum sem hjá og með okkur búa líði sem best og fái notið sín sem þær einstöku, dýrmætu og fágætu manneskjur sem við öll erum. Loftslagsvá heimsins setur samhengi á heildrænar lausnir en staðbundnar útfærslur. Við sjáum reyk og finnum lykt og vitum vel að eldar loga á hótelinu, enn fremur skynjum við að eldvörnum og hegðun gesta er ábótavant til að takmarka og stöðva útbreiðslu loganna. Fólksflutningar verða vaxandi – fólk mun leita skjóls, hælis og skilnings – eins og eðlilegt er og ætla má. Heimsfararspá? Sérdeilis ekki. Raunsæi með yfirsýn. Mannkynið er fyllilega hæft til að leysa úr ofangreindum áskorunum, það ber með sér þekkingu og Sköpunarkraft sem leysa þarf úr læðingi með hvatningu og góðu viðhorfi. Nú er rétt að endurraða í bakpokann og létta á. Óleyst áföll skulu kvödd með djúpu þakklæti fyrir lærdóminn, en fá ekki lengur rými í dýrmætum bakpokanum – ekkert frekar en bölsýni, hjóm, úrtölur, hræðsla, flótti, smækkun, smættun og aðrir tilburðir sem deyfa Ljós og eðlislæga Sköpunargleði fólks. Mæli eindregið með að fylla bakpokann af kröftugum fríkeypis margföldurum; Þakklæti, Náð, Von, Gleði og Kærleika. Þeir virka eins og grænmeti; frábær framúrskarandi sjálfbær grunnfæða sem telur fátt sem ekkert í kaloríum en viðheldur orkunni lengi, stöðugt og í hærra lagi. Bætum síðan við rúgbrauði með smjérklípu og hreinni kæfu, flatbrauði með hangiketi og vatnssopa úr endurnýtanlega plastlausa brúsanum og munum að teygja vel og njóta útsýnisins þegar áð er. Íslendingar dvelja í vel útbúnu svítuherbergi með góðu útsýni og eru í framúrskarandi stöðu til að vera leiðandi og mótandi í forvörnum, viðbrögðum og framkvæmdum við rekstur þessa einstaka hótels Jarðar. Það er okkar hlutverk og tilgangur. Val er vald – veljum samstöðu & samvinnu í hvívetna með opin hjörtu og Kærleikann að leiðarljósi. Hökuna upp og andlitið í Ljósið Gleðilegt, gjöfult og gæfuríkt árið 2024 Höfundur er fjárfestir og fyrrum formaður FKA.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun