Saman gerum við betur! Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 30. desember 2023 11:00 Árið 2023 hefur á margan hátt verið ákveðið tímamótaár og fjölmörg verkefni og áskoranir sem við sem störfum að sveitarstjórnarmálum höfum staðið frammi fyrir og tekist á við. Jarðhræringar og eldgos á Reykjanesi, rétt utan við Grindavík, hefur haft gríðarleg áhrif á íbúa bæjarins og sveitarfélagið. Fólk stendur frammi fyrir þeirri óvissu að vita ekki hvort húsin þeirra séu ónýt eða skemmd, og hvort það geti yfirhöfuð flutt aftur heim til sín. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með viðbrögðum samfélagsins í Grindavík og samheldni í þessu stóra verkefni. Það hefur á sama tíma verið gott að sjá samstöðu hjá sveitarfélögum landsins sem hafa mörg lagt Grindvíkingum lið, sérstaklega þegar kemur að skóla- og velferðarmálum. Þá hefur Samband íslenskra sveitarfélaga stutt við sveitarstjórn Grindavíkur, tekið saman upplýsingar og reynt eftir fremsta megni að styðja við sveitarfélagið í þeim risastóru verkefnum sem það stendur frammi fyrir. Þessi staða minnir okkur á hversu mikilvæg grunnþjónusta sveitarfélaganna er og þegar ríður á er samstarfsnet sveitarfélaganna um landið sterkt. Mikilvægur áfangi Eitt af stóru verkefnunum sem ég er sérstaklega ánægð með að hafi klárast á árinu er samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um breytingu á þjónustu við fatlað fólk. Samkomulagið felur í sér að útsvarsprósenta sveitarfélaga hækkar um 0,23% með samsvarandi lækkun tekjuskattsprósentu ríkisins. Hækkunin nemur um sex milljörðum króna miðað við árið 2024. Í kjölfar samkomulags frá í desember 2022 fluttust 5,7 milljarðar króna frá ríki til sveitarfélaganna miðað við árið 2024 og er heildarhækkun því tæplega 12 milljarðar króna. Sambandið lítur svo á að samkomulagið sé áfangi á þeirri leið að ná sátt um fjármögnun og framtíðarskipulag þjónustu við fatlað fólk. Það liggja fyrir greiningar um málaflokkinn sem sýna okkur að til að tryggja fötluðu fólki þá þjónustu sem þau vilja er mikilvægt að ríki og sveitarfélög vinni saman að því að þróa þjónustuna áfram og tryggja fjármögnun, í samráði við hagsmunasamtök fatlaðs fólks. Það er verkefnið framundan. Saman getum við gert betur Frá því að ég tók við sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga haustið 2022 hef ég beitt mér sérstaklega fyrir breyttu landslagi í samskiptum ríkis og sveitarfélaga. Verkefnum sveitarfélaga hefur fjölgað umtalsvert á undanförnum áratugum og það er vel, almennt er betra og hagkvæmara að nærþjónusta sé skipulögð nálægt notendum. En án nægilegs fjármagns náum við ekki okkar markmiðum og samvinna ríkis og sveitarfélaga mætti vera enn meiri að mínu mati. Traust milli ríkis og sveitarfélaga skiptir öllu máli þegar rætt er um yfirfærslu verkefna og fjármál sveitarfélaga. Með sameiginlega framtíðarsýn og raunhæfar aðgerðaráætlanir geta ríki og sveitarfélög gert svo miklu betur. Gott traust milli aðila skapar forsendur til þess að taka enn frekari skref í yfirfærslu verkefna, þar get ég til dæmis nefnt framhaldsskólann og málefni aldraðra. Það er mín skoðun að þessir málaflokkar eigi heima hjá sveitarfélögunum, en við þekkjum okkar samfélög best og metnaðurinn til að gera vel er mikill. Það hef ég séð í ferðum mínum um landið sem formaður sambandsins. Stór verkefni framundan Verkefnin sem bíða okkar á nýju ári eru mörg og krefjandi, og þar eru kjarasamningar ofarlega á blaði. Í þessari lotu hljótum við að halda áfram að leggja áherslu á að bæta kjör hinna lægst launuðu og stefna í átt að sanngjarnara samfélagi. Ekkert okkar hefur farið varhluta af háum vöxtum og verðbólgu og það hlýtur að vera markmið okkar allra að ná báðum þáttum niður á nýju ári. Sveitarfélögin eiga mikið undir að vel takist til í samningunum enda má segja að þau séu beggja vegna borðsins – annars vegar í hlutverki vinnuveitenda starsfólks sem gegnir lykilstörfum í samfélaginu okkar og hins vegar í stöðugri baráttu fyrir velferð og bættum hag íbúa sveitarfélagsins. Töluverð umræða hefur verið um samkomulag milli aðila vinnumarkaðarins og verkalýðsfélaga þar sem stefnt er að hóflegum launa- og gjaldskrárhækkunum með það að markmiði að kveða niður verðbólguna. Við höfum tekið undir að mikilvægt sé að horft verði til samstillts átaks allra aðila til að ná böndum á verðbólguna og ég að það stendur ekki á sveitarfélögunum að koma að slíku átaki. Það er allra hagur að vel takist til. Það er alltaf gott að staldra við á tímamótum, gera upp hið liðna og leggja línurnar fyrir komandi verkefni. Ég hlakka mikið til ársins 2024, takast á við skemmtilegar árskoranir, sækja fastar fram og ná árangri fyrir sveitarfélög landsins. Ég óska landsmönnum öllum farsældar á nýju ári. Með áramótakveðjum, Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2023 hefur á margan hátt verið ákveðið tímamótaár og fjölmörg verkefni og áskoranir sem við sem störfum að sveitarstjórnarmálum höfum staðið frammi fyrir og tekist á við. Jarðhræringar og eldgos á Reykjanesi, rétt utan við Grindavík, hefur haft gríðarleg áhrif á íbúa bæjarins og sveitarfélagið. Fólk stendur frammi fyrir þeirri óvissu að vita ekki hvort húsin þeirra séu ónýt eða skemmd, og hvort það geti yfirhöfuð flutt aftur heim til sín. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með viðbrögðum samfélagsins í Grindavík og samheldni í þessu stóra verkefni. Það hefur á sama tíma verið gott að sjá samstöðu hjá sveitarfélögum landsins sem hafa mörg lagt Grindvíkingum lið, sérstaklega þegar kemur að skóla- og velferðarmálum. Þá hefur Samband íslenskra sveitarfélaga stutt við sveitarstjórn Grindavíkur, tekið saman upplýsingar og reynt eftir fremsta megni að styðja við sveitarfélagið í þeim risastóru verkefnum sem það stendur frammi fyrir. Þessi staða minnir okkur á hversu mikilvæg grunnþjónusta sveitarfélaganna er og þegar ríður á er samstarfsnet sveitarfélaganna um landið sterkt. Mikilvægur áfangi Eitt af stóru verkefnunum sem ég er sérstaklega ánægð með að hafi klárast á árinu er samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um breytingu á þjónustu við fatlað fólk. Samkomulagið felur í sér að útsvarsprósenta sveitarfélaga hækkar um 0,23% með samsvarandi lækkun tekjuskattsprósentu ríkisins. Hækkunin nemur um sex milljörðum króna miðað við árið 2024. Í kjölfar samkomulags frá í desember 2022 fluttust 5,7 milljarðar króna frá ríki til sveitarfélaganna miðað við árið 2024 og er heildarhækkun því tæplega 12 milljarðar króna. Sambandið lítur svo á að samkomulagið sé áfangi á þeirri leið að ná sátt um fjármögnun og framtíðarskipulag þjónustu við fatlað fólk. Það liggja fyrir greiningar um málaflokkinn sem sýna okkur að til að tryggja fötluðu fólki þá þjónustu sem þau vilja er mikilvægt að ríki og sveitarfélög vinni saman að því að þróa þjónustuna áfram og tryggja fjármögnun, í samráði við hagsmunasamtök fatlaðs fólks. Það er verkefnið framundan. Saman getum við gert betur Frá því að ég tók við sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga haustið 2022 hef ég beitt mér sérstaklega fyrir breyttu landslagi í samskiptum ríkis og sveitarfélaga. Verkefnum sveitarfélaga hefur fjölgað umtalsvert á undanförnum áratugum og það er vel, almennt er betra og hagkvæmara að nærþjónusta sé skipulögð nálægt notendum. En án nægilegs fjármagns náum við ekki okkar markmiðum og samvinna ríkis og sveitarfélaga mætti vera enn meiri að mínu mati. Traust milli ríkis og sveitarfélaga skiptir öllu máli þegar rætt er um yfirfærslu verkefna og fjármál sveitarfélaga. Með sameiginlega framtíðarsýn og raunhæfar aðgerðaráætlanir geta ríki og sveitarfélög gert svo miklu betur. Gott traust milli aðila skapar forsendur til þess að taka enn frekari skref í yfirfærslu verkefna, þar get ég til dæmis nefnt framhaldsskólann og málefni aldraðra. Það er mín skoðun að þessir málaflokkar eigi heima hjá sveitarfélögunum, en við þekkjum okkar samfélög best og metnaðurinn til að gera vel er mikill. Það hef ég séð í ferðum mínum um landið sem formaður sambandsins. Stór verkefni framundan Verkefnin sem bíða okkar á nýju ári eru mörg og krefjandi, og þar eru kjarasamningar ofarlega á blaði. Í þessari lotu hljótum við að halda áfram að leggja áherslu á að bæta kjör hinna lægst launuðu og stefna í átt að sanngjarnara samfélagi. Ekkert okkar hefur farið varhluta af háum vöxtum og verðbólgu og það hlýtur að vera markmið okkar allra að ná báðum þáttum niður á nýju ári. Sveitarfélögin eiga mikið undir að vel takist til í samningunum enda má segja að þau séu beggja vegna borðsins – annars vegar í hlutverki vinnuveitenda starsfólks sem gegnir lykilstörfum í samfélaginu okkar og hins vegar í stöðugri baráttu fyrir velferð og bættum hag íbúa sveitarfélagsins. Töluverð umræða hefur verið um samkomulag milli aðila vinnumarkaðarins og verkalýðsfélaga þar sem stefnt er að hóflegum launa- og gjaldskrárhækkunum með það að markmiði að kveða niður verðbólguna. Við höfum tekið undir að mikilvægt sé að horft verði til samstillts átaks allra aðila til að ná böndum á verðbólguna og ég að það stendur ekki á sveitarfélögunum að koma að slíku átaki. Það er allra hagur að vel takist til. Það er alltaf gott að staldra við á tímamótum, gera upp hið liðna og leggja línurnar fyrir komandi verkefni. Ég hlakka mikið til ársins 2024, takast á við skemmtilegar árskoranir, sækja fastar fram og ná árangri fyrir sveitarfélög landsins. Ég óska landsmönnum öllum farsældar á nýju ári. Með áramótakveðjum, Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar