Allar hugmyndir voru góðar hugmyndir Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar 29. desember 2023 11:01 Þannig var árið okkar hjá Landsneti – ár krefjandi verkefna, stórra viðgerða, breytinga, nýsköpunar, umhverfis, veðurs, ísingar, jarðhræringa, samtals, uppbyggingaráforma og ár þar sem öllum góðum hugmyndum var fagnað. Við fluttum lífsgæði í miklu magni á landi, láði og í lofti – rafmagn sem er undirstaðan í öflugum samfélögum, veitir von, byggir upp og leggur grunn að daglegu lífi hjá okkur. Og okkur gekk vel, þrátt fyrir nokkrar stórar truflanir, veður, ísingar og jarðhræringar. En stiklum aðeins á stóru og horfum til baka á sögurnar sem stóðu upp úr á okkar miðlum – sögur þar sem okkar fólk stóð í stafni, yfirvegað og öruggt. Árið byrjaði með hvelli, veðurviðvörunum og óvæntri bilun á Vestmanneyjastreng 3 og ljóst varð að fram undan yrði löng og umfangsmikil viðgerð þar sem við þurftum að hugsa út fyrir boxið. Allar hugmyndir voru góða hugmyndir og ein þeirra, að tengja saman leiðara úr tveimur biluðum strengjum, skilaði okkur því að við þurftum varla að brenna olíu til að halda Eyjunum gangandi þessa sex mánuði sem strengurinn var bilaður - umhverfisvænt og við spöruðum um leið umtalsverðar fjárhæðir. Línurnar með langa nafninu, Holtavörðuheiðarlínur 1 og 3 áttu sviðið þegar kom að undirbúningi og samtali, línur sem munu eiga stóran þátt í orkuskiptunum og leiðinni að settum markmiðum. Við vorum líka í framkvæmdum í kringum höfuðborgina og tókum niður gömul möstur sem höfðu þjónað okkur vel og lengi. Möstrin voru felld, bútuð niður á staðnum og send í endurvinnslu. Hluti af svæðinu sem unnið er á er vatnsverndarsvæði og fylgdi framkvæmdinni ítarleg áhættugreining . Við lögðum líka nokkra jarðstrengi á árinu, við Fitjar á Reykjanesi og í Kópaskerslínu. Og talandi um jarðstrengi þá tókum við þátt í tilraun til að mæla áhrif hrauns og hita á stæður, stög og strengi en í þetta skipti náði hraunið ekki að renna nógu langt til þess að við gætum lokið við tilraunina, tilraun sem aldrei áður hefur verið gerð í heiminum. Jarðhræringarnar voru í stóru hlutverki í sögu ársins og við vorum um tíma með starfsemina okkar á neyðarstigi vegna mögulegs eldgoss á svæðinu í kringum Svartsengi. Flutningskerfið stóð af sér jarðskjálftana og við hækkuðum mastur í Svartsengislínu til þess að línan gnæfði yfir garðinn, varnargarðinn sem verið er að reisa í kringum Svartsengi. Veður setti líka mark sitt á árið – veðurviðvaranir, vindur og ísingar og það var nóg að gera hjá okkar fólki í netrekstrinum og stjórnstöðinni – vinna sem öll var unnin af mikilli yfirvegun og öryggi sem eins og okkar línugengi einu er lagið. Sögulegt samkomulag var gert við Sveitarfélagið Voga um lagningu Suðurnesjalínu 2, samkomulag sem var mikið fagnaðarefni fyrir okkur öll. En framkvæmdaleyfin eru ekki í höfn enn þá þar sem kæra liggur fyrir Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Ljós veitir von og við tókum þátt í að senda varahluti til Úkraínu og þannig leggja okkar af mörkum til að aðstoða við endurreisnina á flutningskerfinu þar. Hvað framtíðin ber þar svo í skauti sér er önnur saga. En í okkar huga er uppbygging orkuinnviða grunnforsenda framtíðar, bæði þar og hér heima. Við gáfum út í fyrsta skipti okkar eigin Raforkuspá þar sem flutningskerfi raforku er lykilþátturinn í að við náum þeim markmiðum sem sett hafa verið þegar kemur að orkuskiptum. Orkuöryggi var mikið í umræðunni á árinu, málefni sem við höfum lengi talað fyrir og munum gera áfram. Stundum er eins og ekkert þokist áfram og þegar horft var á Rafhring Íslands á RUV í sumar voru, fimmtíu árum síðar, enn mörg kunnugleg stef – orkuskortur, olíu- og bensínverð í hæstu hæðum, stríð fyrir botni Miðjarðarhafs og bygging fyrstu kynslóðar byggðalínunnar að ljúka. Ný kynslóð byggðalínu er nú að taka við. Við hjá Landsneti erum nú að ljúka okkar fyrsta ári sem fyrirtæki í eigu ríkisins, ár sem hefur verið krefjandi, fullt af verkefnum og sögum – sögum sem við hvetjum ykkur til fylgjast með í framtíðinni á miðlum okkar – vefsíðu, samfélagsmiðum og í Landsnetshlaðvarpinu. Hjá okkur er framtíðin ljós, verkefnin rafmögnuð og við mjög spennt að takast á við það sem næstu ár munu bjóða ykkur upp á. Kærar þakkir fyrir samstarfið og samskiptin árinu - við óskum þér og þínum bjartrar og gleðilegrar hátíðar og spennandi nýs árs. Höfundur er upplýsingafulltrúi Landsnets. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarskipti Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Þannig var árið okkar hjá Landsneti – ár krefjandi verkefna, stórra viðgerða, breytinga, nýsköpunar, umhverfis, veðurs, ísingar, jarðhræringa, samtals, uppbyggingaráforma og ár þar sem öllum góðum hugmyndum var fagnað. Við fluttum lífsgæði í miklu magni á landi, láði og í lofti – rafmagn sem er undirstaðan í öflugum samfélögum, veitir von, byggir upp og leggur grunn að daglegu lífi hjá okkur. Og okkur gekk vel, þrátt fyrir nokkrar stórar truflanir, veður, ísingar og jarðhræringar. En stiklum aðeins á stóru og horfum til baka á sögurnar sem stóðu upp úr á okkar miðlum – sögur þar sem okkar fólk stóð í stafni, yfirvegað og öruggt. Árið byrjaði með hvelli, veðurviðvörunum og óvæntri bilun á Vestmanneyjastreng 3 og ljóst varð að fram undan yrði löng og umfangsmikil viðgerð þar sem við þurftum að hugsa út fyrir boxið. Allar hugmyndir voru góða hugmyndir og ein þeirra, að tengja saman leiðara úr tveimur biluðum strengjum, skilaði okkur því að við þurftum varla að brenna olíu til að halda Eyjunum gangandi þessa sex mánuði sem strengurinn var bilaður - umhverfisvænt og við spöruðum um leið umtalsverðar fjárhæðir. Línurnar með langa nafninu, Holtavörðuheiðarlínur 1 og 3 áttu sviðið þegar kom að undirbúningi og samtali, línur sem munu eiga stóran þátt í orkuskiptunum og leiðinni að settum markmiðum. Við vorum líka í framkvæmdum í kringum höfuðborgina og tókum niður gömul möstur sem höfðu þjónað okkur vel og lengi. Möstrin voru felld, bútuð niður á staðnum og send í endurvinnslu. Hluti af svæðinu sem unnið er á er vatnsverndarsvæði og fylgdi framkvæmdinni ítarleg áhættugreining . Við lögðum líka nokkra jarðstrengi á árinu, við Fitjar á Reykjanesi og í Kópaskerslínu. Og talandi um jarðstrengi þá tókum við þátt í tilraun til að mæla áhrif hrauns og hita á stæður, stög og strengi en í þetta skipti náði hraunið ekki að renna nógu langt til þess að við gætum lokið við tilraunina, tilraun sem aldrei áður hefur verið gerð í heiminum. Jarðhræringarnar voru í stóru hlutverki í sögu ársins og við vorum um tíma með starfsemina okkar á neyðarstigi vegna mögulegs eldgoss á svæðinu í kringum Svartsengi. Flutningskerfið stóð af sér jarðskjálftana og við hækkuðum mastur í Svartsengislínu til þess að línan gnæfði yfir garðinn, varnargarðinn sem verið er að reisa í kringum Svartsengi. Veður setti líka mark sitt á árið – veðurviðvaranir, vindur og ísingar og það var nóg að gera hjá okkar fólki í netrekstrinum og stjórnstöðinni – vinna sem öll var unnin af mikilli yfirvegun og öryggi sem eins og okkar línugengi einu er lagið. Sögulegt samkomulag var gert við Sveitarfélagið Voga um lagningu Suðurnesjalínu 2, samkomulag sem var mikið fagnaðarefni fyrir okkur öll. En framkvæmdaleyfin eru ekki í höfn enn þá þar sem kæra liggur fyrir Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Ljós veitir von og við tókum þátt í að senda varahluti til Úkraínu og þannig leggja okkar af mörkum til að aðstoða við endurreisnina á flutningskerfinu þar. Hvað framtíðin ber þar svo í skauti sér er önnur saga. En í okkar huga er uppbygging orkuinnviða grunnforsenda framtíðar, bæði þar og hér heima. Við gáfum út í fyrsta skipti okkar eigin Raforkuspá þar sem flutningskerfi raforku er lykilþátturinn í að við náum þeim markmiðum sem sett hafa verið þegar kemur að orkuskiptum. Orkuöryggi var mikið í umræðunni á árinu, málefni sem við höfum lengi talað fyrir og munum gera áfram. Stundum er eins og ekkert þokist áfram og þegar horft var á Rafhring Íslands á RUV í sumar voru, fimmtíu árum síðar, enn mörg kunnugleg stef – orkuskortur, olíu- og bensínverð í hæstu hæðum, stríð fyrir botni Miðjarðarhafs og bygging fyrstu kynslóðar byggðalínunnar að ljúka. Ný kynslóð byggðalínu er nú að taka við. Við hjá Landsneti erum nú að ljúka okkar fyrsta ári sem fyrirtæki í eigu ríkisins, ár sem hefur verið krefjandi, fullt af verkefnum og sögum – sögum sem við hvetjum ykkur til fylgjast með í framtíðinni á miðlum okkar – vefsíðu, samfélagsmiðum og í Landsnetshlaðvarpinu. Hjá okkur er framtíðin ljós, verkefnin rafmögnuð og við mjög spennt að takast á við það sem næstu ár munu bjóða ykkur upp á. Kærar þakkir fyrir samstarfið og samskiptin árinu - við óskum þér og þínum bjartrar og gleðilegrar hátíðar og spennandi nýs árs. Höfundur er upplýsingafulltrúi Landsnets.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun