Segja rangar sprengjur hafa leitt til mikils mannfalls Samúel Karl Ólason skrifar 28. desember 2023 16:32 Stór hluti Gasastrandarinnar er í rúst og fjölmargir halda til í tjöldum. AP/Fatima Shbair Yfirmaður í ísraelska hernum segir að notkun rangrar tegundar skotfæra í mannskæðum loftárásum á Gasaströndinni á aðfangadag hafi leitt til umfangsmikils mannfalls, sem hægt hefði verið að komast hjá. Umræddar árásir voru gerðar í Maghazi-flóttamannabúðunum en að minnsta kosti 86 eru sagðir hafa fallið í þeim. Tvær herþotur voru notaðar til að gera árás á stað sem á að hafa hýst Hamas-liða en nærliggjandi byggingar urðu fyrir verulegum skemmdum. Heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar, sem Hamas stýrir, segir að 86 manns hafi fallið í árásunum og er talið líklegt að sú tala muni hækka frekar. Heilbrigðisráðuneytið segir að loftárásirnar hafi hæft þrjú íbúðarhúsnæði seint á aðfangadagskvöld, meðal annars fjölmenna íbúðablokk sem hafi gjöreyðilagst. Samkvæmt Breska ríkisútvarpinu (BBC) sagði umræddur yfirmaður að sú tegund skotfæra sem hefði verið valin til árásanna hefði ekki verið í samræmi við eðli loftárásanna og þær hefðu valdið umframtjóni sem hægt hefði verið að komast hjá. Hann sagði að árásirnar væru til rannsóknar. Í yfirlýsingu til BBC sagði talsmaður ísraelska hersins að herinn harmaði þann skaða sem „ótengdir aðilar“ hefðu orðið fyrir og að lært yrði af þessu atviki. Omar Tischler, einn talsmanna hersins, sagði í dag að ekki væri rétt að ísraelski herinn varpaði svokölluðum heimskum sprengjum í massavís á Gasaströndina. Farið væri í gegnum ítarlegt ferli fyrir hverja árás. Haft er eftir honum í frétt Times of Israel að fyrst sé skotmark valið eftir upplýsingum sem fyrir liggja. Því næst sé reynt að koma óbreyttum borgurum á brott og síðan velja réttu skotfærin. Með þessu sé hægt að draga úr mannfalli meðal óbreyttra borgara, þó Hamas-liðar skýli sér bakvið þá. Þá sagði Tischler að þó sprengjur séu ekki búnar staðsetningar- og stýribúnaði, sé þeim varpað af nákvæmni. Talið er að vel yfir tuttugu þúsund manns hafi fallið í loftárásum Ísraela á Gasaströndina frá því í október. Stór hluti þeirra konur og börn. Flestir þeirra 2,3 milljóna manna sem búa á Gasaströndinni hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna átakanna og mikil óreiða og neyð ríkir á Gasaströndinni. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Tengdar fréttir Gantz hótar átökum við Hezbollah Benny Ganz, ráðherra í ríkisstjórn Ísraels, segir að ísraelski herinn muni ráðast gegn hersveitum Hezbollah samtakanna í Líbanon ef árásir á Ísrael frá landamærunum halda áfram. 28. desember 2023 07:33 Sex sagðir látnir í aðgerðum Ísraelsmanna á Vesturbakkanum Jake Sullivan, ráðgjafi Joe Biden Bandaríkjaforseta í þjóðaröryggismálum, fundaði með ráðherra í ríkisstjórn Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær til að ræða framtíð Gasa þegar átökum lýkur. 27. desember 2023 07:14 Tvö hundruð Palestínumenn fallið síðasta sólarhring Tvö hunduð manns féllu í árásum Ísraelsmanna síðasta sólarhring og rúmlega tólf ísraelskir hermenn, að sögn hersins. Átök helgarinnar eru ein þau blóðugustu frá upphafi stríðs. Hækkandi dánartala innan herbúða Ísraelsmanna er sögð munu kynda undir stuðningi við hertar hernaðaraðgerðir. 24. desember 2023 14:15 Nærri því áttatíu úr sömu fjölskyldunni féllu í árás Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir árásir Ísraela á Gasaströndinni gera starfsmönnum SÞ erfitt að koma neyðarbirgðum til þeirra sem þurfa á þeim að halda. Miklir tálmar hafi verið settir í veg hjálparstarfsmanna og þörf sé á meiri aðstoð. 23. desember 2023 14:36 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Tvær herþotur voru notaðar til að gera árás á stað sem á að hafa hýst Hamas-liða en nærliggjandi byggingar urðu fyrir verulegum skemmdum. Heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar, sem Hamas stýrir, segir að 86 manns hafi fallið í árásunum og er talið líklegt að sú tala muni hækka frekar. Heilbrigðisráðuneytið segir að loftárásirnar hafi hæft þrjú íbúðarhúsnæði seint á aðfangadagskvöld, meðal annars fjölmenna íbúðablokk sem hafi gjöreyðilagst. Samkvæmt Breska ríkisútvarpinu (BBC) sagði umræddur yfirmaður að sú tegund skotfæra sem hefði verið valin til árásanna hefði ekki verið í samræmi við eðli loftárásanna og þær hefðu valdið umframtjóni sem hægt hefði verið að komast hjá. Hann sagði að árásirnar væru til rannsóknar. Í yfirlýsingu til BBC sagði talsmaður ísraelska hersins að herinn harmaði þann skaða sem „ótengdir aðilar“ hefðu orðið fyrir og að lært yrði af þessu atviki. Omar Tischler, einn talsmanna hersins, sagði í dag að ekki væri rétt að ísraelski herinn varpaði svokölluðum heimskum sprengjum í massavís á Gasaströndina. Farið væri í gegnum ítarlegt ferli fyrir hverja árás. Haft er eftir honum í frétt Times of Israel að fyrst sé skotmark valið eftir upplýsingum sem fyrir liggja. Því næst sé reynt að koma óbreyttum borgurum á brott og síðan velja réttu skotfærin. Með þessu sé hægt að draga úr mannfalli meðal óbreyttra borgara, þó Hamas-liðar skýli sér bakvið þá. Þá sagði Tischler að þó sprengjur séu ekki búnar staðsetningar- og stýribúnaði, sé þeim varpað af nákvæmni. Talið er að vel yfir tuttugu þúsund manns hafi fallið í loftárásum Ísraela á Gasaströndina frá því í október. Stór hluti þeirra konur og börn. Flestir þeirra 2,3 milljóna manna sem búa á Gasaströndinni hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna átakanna og mikil óreiða og neyð ríkir á Gasaströndinni.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Tengdar fréttir Gantz hótar átökum við Hezbollah Benny Ganz, ráðherra í ríkisstjórn Ísraels, segir að ísraelski herinn muni ráðast gegn hersveitum Hezbollah samtakanna í Líbanon ef árásir á Ísrael frá landamærunum halda áfram. 28. desember 2023 07:33 Sex sagðir látnir í aðgerðum Ísraelsmanna á Vesturbakkanum Jake Sullivan, ráðgjafi Joe Biden Bandaríkjaforseta í þjóðaröryggismálum, fundaði með ráðherra í ríkisstjórn Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær til að ræða framtíð Gasa þegar átökum lýkur. 27. desember 2023 07:14 Tvö hundruð Palestínumenn fallið síðasta sólarhring Tvö hunduð manns féllu í árásum Ísraelsmanna síðasta sólarhring og rúmlega tólf ísraelskir hermenn, að sögn hersins. Átök helgarinnar eru ein þau blóðugustu frá upphafi stríðs. Hækkandi dánartala innan herbúða Ísraelsmanna er sögð munu kynda undir stuðningi við hertar hernaðaraðgerðir. 24. desember 2023 14:15 Nærri því áttatíu úr sömu fjölskyldunni féllu í árás Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir árásir Ísraela á Gasaströndinni gera starfsmönnum SÞ erfitt að koma neyðarbirgðum til þeirra sem þurfa á þeim að halda. Miklir tálmar hafi verið settir í veg hjálparstarfsmanna og þörf sé á meiri aðstoð. 23. desember 2023 14:36 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Gantz hótar átökum við Hezbollah Benny Ganz, ráðherra í ríkisstjórn Ísraels, segir að ísraelski herinn muni ráðast gegn hersveitum Hezbollah samtakanna í Líbanon ef árásir á Ísrael frá landamærunum halda áfram. 28. desember 2023 07:33
Sex sagðir látnir í aðgerðum Ísraelsmanna á Vesturbakkanum Jake Sullivan, ráðgjafi Joe Biden Bandaríkjaforseta í þjóðaröryggismálum, fundaði með ráðherra í ríkisstjórn Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær til að ræða framtíð Gasa þegar átökum lýkur. 27. desember 2023 07:14
Tvö hundruð Palestínumenn fallið síðasta sólarhring Tvö hunduð manns féllu í árásum Ísraelsmanna síðasta sólarhring og rúmlega tólf ísraelskir hermenn, að sögn hersins. Átök helgarinnar eru ein þau blóðugustu frá upphafi stríðs. Hækkandi dánartala innan herbúða Ísraelsmanna er sögð munu kynda undir stuðningi við hertar hernaðaraðgerðir. 24. desember 2023 14:15
Nærri því áttatíu úr sömu fjölskyldunni féllu í árás Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir árásir Ísraela á Gasaströndinni gera starfsmönnum SÞ erfitt að koma neyðarbirgðum til þeirra sem þurfa á þeim að halda. Miklir tálmar hafi verið settir í veg hjálparstarfsmanna og þörf sé á meiri aðstoð. 23. desember 2023 14:36