
Hermann og Þórdís skelltu sér í sumarbústað yfir jólin þar sem var lögð áhersla á útivist, bókalestur, spil og bónorð.
Þórdís sýndi fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum hringinn um jólin og stóð ekki á hamingjuóskum.
Parið kynntist árið 2020 þegar Hermann ákvað að fylgja Þórdísi á Instagram.
Fljótt kom í ljós að þau áttu fjölmargt sameiginlegt. Hermann bauð Þórdísi í fjallgöngu og síðan ar ekki aftur snúið.
Hermann og Þórdís eiga samanlagt fimm börn úr fyrri samböndum.