Ye biðst afsökunar á gyðingaandúð á hebresku Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. desember 2023 15:36 Ummæli Ye urðu til þess að hann var bannaður á samfélagsmiðlunum X og Instagram um stund. Getty/Jacopo M. Raule Umdeildi rapparinn og fatahönnuðurinn Ye, áður Kanye West, hefur beðið gyðingasamfélagið afsökunar vegna hatursfullra ummæla sem hann hefur síðastliðið ár látið falla um gyðinga. Hann segist nú vonast eftir fyrirgefningu og sjá eftir ummælum sínum. Ye var vísað á dyr á samfélagsmiðlinum X, þá Twitter, og á Instagram í október í fyrra eftir að hann birti færslur sem hvöttu til ofbeldis gegn gyðingum. Í kjölfarið sagðist hann ekki geta verið gyðingahatari því hann sé svartur. Skömmu síðar klæddist hann bol með áletruninni „White Lives Matter“ á tískusýningu í París, sem svar við slagorðinu „Black Lives Matter“ sem notað er í réttindabaráttu svarts fólks um heim allan. „Það er margt sem ég elska við Hitler“ Í kjölfarið sleit þýski fataframleiðandinn Adidas samningi sínum við rapparann. Í samstarfi við merkið hafði Kanye gefið út strigaskóna Yeezy, sem nutu vinsælda tískuáhugamanna á sínum tíma. Þá slitu tveir íþróttamenn samstarfi sínu við Donda, markaðsstofu Ye, vegna ummæla hans. Í sama mánuði hafði CNN eftir heimildarmönnum sínum sem stóðu eitt sinn nærri Ye að hann hafi lengi verið heillaður af Adolf Hiter og hann hafi langað að nefna plötu sína eftir nasistaforingjanum. Rúmum mánuði eftir að rapparanum var hleypt á X á nýjan leik var hann aftur bannaður eftir að hafa deilt mynd af Davíðsstjörnunni og hakakrossinum blönduðum saman. Í sömu viku kom Ye fram í þættinum InfoWars og má segja að hann hafi farið fögrum orðum um Hitler í viðtalinu. „Allar manneskjur hafa eitthvað mikilsvert fram að færa, ekki síst Hitler,“ og „Það er margt sem ég elska við Hitler. Margt,“ voru meðal þeirra orða sem hann lét falla í viðtalinu. Segist vilja bæta sig Í mars greindi Kanye síðan frá því á Instagram að hann hataði ekki lengur gyðinga vegna frammistöðu leikarans Jonah Hill í bíómyndinni 22 Jump Street sem kom út árið 2012. Fyrr í dag birti rapparinn færslu á Instagram þar sem hann sagðist sjá eftir gjörðum sínum. „Ég bið gyðingasamfélagið innilegrar afsökunar á hvers kyns óviljandi útúrsnúningum sem orðið hafa vegna orða eða gjörða minna. Það var ekki ætlunin að að særa eða vanvirða og ég sé innilega eftir öllum þeim sársauka sem ég kann að hafa valdið. “ „Ég er staðráðinn í að byrja á sjálfum mér og að læra á þessari reynslu til þess að tryggja næmni og skilning í framtíðinni. Fyrirgefning ykkar er mér mikilvæg, og ég er staðráðinn í að bæta mig og stuðla að samstöðu,“ segir í færslu Kanye. Færslu Ye má sjá hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Ye (@kanyewest) Mál Kanye West Trúmál Bandaríkin Hollywood Tónlist Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
Ye var vísað á dyr á samfélagsmiðlinum X, þá Twitter, og á Instagram í október í fyrra eftir að hann birti færslur sem hvöttu til ofbeldis gegn gyðingum. Í kjölfarið sagðist hann ekki geta verið gyðingahatari því hann sé svartur. Skömmu síðar klæddist hann bol með áletruninni „White Lives Matter“ á tískusýningu í París, sem svar við slagorðinu „Black Lives Matter“ sem notað er í réttindabaráttu svarts fólks um heim allan. „Það er margt sem ég elska við Hitler“ Í kjölfarið sleit þýski fataframleiðandinn Adidas samningi sínum við rapparann. Í samstarfi við merkið hafði Kanye gefið út strigaskóna Yeezy, sem nutu vinsælda tískuáhugamanna á sínum tíma. Þá slitu tveir íþróttamenn samstarfi sínu við Donda, markaðsstofu Ye, vegna ummæla hans. Í sama mánuði hafði CNN eftir heimildarmönnum sínum sem stóðu eitt sinn nærri Ye að hann hafi lengi verið heillaður af Adolf Hiter og hann hafi langað að nefna plötu sína eftir nasistaforingjanum. Rúmum mánuði eftir að rapparanum var hleypt á X á nýjan leik var hann aftur bannaður eftir að hafa deilt mynd af Davíðsstjörnunni og hakakrossinum blönduðum saman. Í sömu viku kom Ye fram í þættinum InfoWars og má segja að hann hafi farið fögrum orðum um Hitler í viðtalinu. „Allar manneskjur hafa eitthvað mikilsvert fram að færa, ekki síst Hitler,“ og „Það er margt sem ég elska við Hitler. Margt,“ voru meðal þeirra orða sem hann lét falla í viðtalinu. Segist vilja bæta sig Í mars greindi Kanye síðan frá því á Instagram að hann hataði ekki lengur gyðinga vegna frammistöðu leikarans Jonah Hill í bíómyndinni 22 Jump Street sem kom út árið 2012. Fyrr í dag birti rapparinn færslu á Instagram þar sem hann sagðist sjá eftir gjörðum sínum. „Ég bið gyðingasamfélagið innilegrar afsökunar á hvers kyns óviljandi útúrsnúningum sem orðið hafa vegna orða eða gjörða minna. Það var ekki ætlunin að að særa eða vanvirða og ég sé innilega eftir öllum þeim sársauka sem ég kann að hafa valdið. “ „Ég er staðráðinn í að byrja á sjálfum mér og að læra á þessari reynslu til þess að tryggja næmni og skilning í framtíðinni. Fyrirgefning ykkar er mér mikilvæg, og ég er staðráðinn í að bæta mig og stuðla að samstöðu,“ segir í færslu Kanye. Færslu Ye má sjá hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Ye (@kanyewest)
Mál Kanye West Trúmál Bandaríkin Hollywood Tónlist Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira