Fótbolti

Versta byrjun Man Utd síðan 1930: „Þetta er vand­ræða­legt“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Manchester United hefur ekki tapað jafn mörgum leikjum fyrir jól síðan árið 1930.
Manchester United hefur ekki tapað jafn mörgum leikjum fyrir jól síðan árið 1930. Vísir/Getty

Manchester United mátti þola 2-0 tap er liðið heimsóti West Ham í ensku úrvalsdeildinni á Þorláksmessu. Var það þrettánda tap liðsins í öllum keppnum á tímabilinu.

Liðið hefur ekki tapað jafn mörgum leikjum á tímabili fyrir jól síðan árið 1930, en það tímabil endaði Manchester United í neðsta sæti efstu deildar Egnlands.

United hefur aðeins unnið einn leik af seinustu sjö í öllum keppnum og situr í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 28 stig, tólf stigum minna en topplið Arsenal. Þá er liðið úr leik í Meistaradeild Evrópu og enska deildarbikarnum.

Paul Scholes, fyrrverandi leikmaður liðsins, segir United eiga við stór vandamál að stríða, á meðan Erik ten Hag, knattspyrnustjóri liðsins, segir liðið einfaldlega vera að spila undir getu.

Alan Shearer, markahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, gengur þó lengra í sinni gagnrýni á liðinu og segir stöðu liðsins hreint út sagt vandræðalega.

„Þetta er vandræðalegt fyrir Manchester United,“ sagði Shearer í þættinum Match of the Day á BBC.

„Þeir eru búnir að skora 18 mörk á tímabilinu. Aðeins Sheffield United er búið að skora minna. Erik ten Hag segir að þeir þurfi að halda sig við sitt plan, en ég hef ekki hugmynd um hvaða plan hann er að tala um. Það er eitthvað virkilega mikið að þarna.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×