„Troðið í ykkur klökum og haldið helvítis kjafti“ Samúel Karl Ólason skrifar 23. desember 2023 10:57 Izhar Cohen, söngvari, vandaði Íslendingum ekki kveðjurnar í nýlegu viðtali. Izhar Cohen, sem vann Eurovision fyrir hönd Ísrael árið 1978, segir Ísraela vita að Íslendingum sé illa við þá. Íslendingar hafi sýnt það þegar söngvakeppnin fór fram í Tel Aviv og íslenski hópurinn hafi umgengst öfgafulla Palestínumenn og stutt hryðjuverkastarfsemi gegn Ísraelum. Þetta er meðal þess sem Cohen sagði í nýlegu viðtali á Channel 13 í Ísrael. Var þar verið að ræða um ákall margra hér á Íslandi eftir því að Ísraelum verði meinað að taka þátt í Eurovision á næsta ári, annars taki Ísland ekki þátt. Er það vegna átakanna á Gasaströndinni, sem kostað hafa yfir tuttugu þúsund Palestínumenn lífið. „Þið berjist fyrir mannréttindum allra í heiminum, nema fyrir mannréttindum Ísraela, fyrir mannréttindum gyðinga,“ sagði Cohen. „Þess vegna eru þið gyðingahatarar.“ Ríkisútvarpið sagði áður frá ummælum Cohen. Cohen sagði Íslendinga vita ekkert um Ísrael og Ísraela. Við hefðum innbyrt mikið af lygum og áróðri Palestínumanna. Sagði hann Íslendinga ekki gera neitt annað en að öskra og öskra. Þá lagði hann til að í stað þess að bera pólitískar skoðanir okkar inn á svið söngvakeppninnar ættu Íslendingar að mæta með gott lag og vinna keppnina. „Þannig munum við eftir ykkur. Hvar eru þið? Einhversstaðar við norðurpólinn, er það ekki? Eitthvað með ís og eld. Annars getið þið bara haldið áfram að gelta.“ Cohen sagði að Ísraelar yrðu áfram í Ísrael í fimmtíu þúsund ár. sama hvað Íslendingum finnist um það. „Það er mikið af klaka á Íslandi, er það ekki? Troðið í ykkur klökum og haldið helvítis kjafti! Ísrael tólf stig og Ísland núll,“ sagði Cohen við góðar undirtektir þáttastjórnendans. Hér að neðan má sjá lag Cohen frá 1978. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Eurovision Tengdar fréttir Þurfa að stíga yfir lík barna til að aðstoða börn sem deyja hvort eð er Natalie Thurtle, ástralskur læknir sem hefur haft umsjón með störfum Lækna án landamæra á Gasa, segir gríðarlegan fjölda barna hafa látist síðustu vikur eða hlotið skaða fyrir lífstíð. 21. desember 2023 07:06 Tuttugu þúsund sögð látin á Gasa Tuttugu þúsund manns eru látin á Gasa vegna árása Ísraela að sögn heilbrigðisyfirvalda þar. Ísraelsmenn hafa sagt að þeir muni ekki láta af árásum sínum. 20. desember 2023 18:13 Gíslarnir héldu á hvítum fánum þegar þeir voru drepnir Gíslarnir þrír ísraelsku sem voru drepnir af ísraelskum hermönnum í Gasa í gær héldu á heimatilbúnum hvítum fánum þegar hermennirnir skutu á þá, samkvæmt ísraelska hernum. 16. desember 2023 12:56 Varar við hruni hjálparstarfs á Gasaströndinni Yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir ástandið fyrir íbúa Gasastrandarinnar vera sambærilegt því að búa í helvíti. UNRWA ber ábyrgð á því að dreifa neyðaraðstoð til íbúa Gasastrandarinnar. 14. desember 2023 10:46 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira
Þetta er meðal þess sem Cohen sagði í nýlegu viðtali á Channel 13 í Ísrael. Var þar verið að ræða um ákall margra hér á Íslandi eftir því að Ísraelum verði meinað að taka þátt í Eurovision á næsta ári, annars taki Ísland ekki þátt. Er það vegna átakanna á Gasaströndinni, sem kostað hafa yfir tuttugu þúsund Palestínumenn lífið. „Þið berjist fyrir mannréttindum allra í heiminum, nema fyrir mannréttindum Ísraela, fyrir mannréttindum gyðinga,“ sagði Cohen. „Þess vegna eru þið gyðingahatarar.“ Ríkisútvarpið sagði áður frá ummælum Cohen. Cohen sagði Íslendinga vita ekkert um Ísrael og Ísraela. Við hefðum innbyrt mikið af lygum og áróðri Palestínumanna. Sagði hann Íslendinga ekki gera neitt annað en að öskra og öskra. Þá lagði hann til að í stað þess að bera pólitískar skoðanir okkar inn á svið söngvakeppninnar ættu Íslendingar að mæta með gott lag og vinna keppnina. „Þannig munum við eftir ykkur. Hvar eru þið? Einhversstaðar við norðurpólinn, er það ekki? Eitthvað með ís og eld. Annars getið þið bara haldið áfram að gelta.“ Cohen sagði að Ísraelar yrðu áfram í Ísrael í fimmtíu þúsund ár. sama hvað Íslendingum finnist um það. „Það er mikið af klaka á Íslandi, er það ekki? Troðið í ykkur klökum og haldið helvítis kjafti! Ísrael tólf stig og Ísland núll,“ sagði Cohen við góðar undirtektir þáttastjórnendans. Hér að neðan má sjá lag Cohen frá 1978.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Eurovision Tengdar fréttir Þurfa að stíga yfir lík barna til að aðstoða börn sem deyja hvort eð er Natalie Thurtle, ástralskur læknir sem hefur haft umsjón með störfum Lækna án landamæra á Gasa, segir gríðarlegan fjölda barna hafa látist síðustu vikur eða hlotið skaða fyrir lífstíð. 21. desember 2023 07:06 Tuttugu þúsund sögð látin á Gasa Tuttugu þúsund manns eru látin á Gasa vegna árása Ísraela að sögn heilbrigðisyfirvalda þar. Ísraelsmenn hafa sagt að þeir muni ekki láta af árásum sínum. 20. desember 2023 18:13 Gíslarnir héldu á hvítum fánum þegar þeir voru drepnir Gíslarnir þrír ísraelsku sem voru drepnir af ísraelskum hermönnum í Gasa í gær héldu á heimatilbúnum hvítum fánum þegar hermennirnir skutu á þá, samkvæmt ísraelska hernum. 16. desember 2023 12:56 Varar við hruni hjálparstarfs á Gasaströndinni Yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir ástandið fyrir íbúa Gasastrandarinnar vera sambærilegt því að búa í helvíti. UNRWA ber ábyrgð á því að dreifa neyðaraðstoð til íbúa Gasastrandarinnar. 14. desember 2023 10:46 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira
Þurfa að stíga yfir lík barna til að aðstoða börn sem deyja hvort eð er Natalie Thurtle, ástralskur læknir sem hefur haft umsjón með störfum Lækna án landamæra á Gasa, segir gríðarlegan fjölda barna hafa látist síðustu vikur eða hlotið skaða fyrir lífstíð. 21. desember 2023 07:06
Tuttugu þúsund sögð látin á Gasa Tuttugu þúsund manns eru látin á Gasa vegna árása Ísraela að sögn heilbrigðisyfirvalda þar. Ísraelsmenn hafa sagt að þeir muni ekki láta af árásum sínum. 20. desember 2023 18:13
Gíslarnir héldu á hvítum fánum þegar þeir voru drepnir Gíslarnir þrír ísraelsku sem voru drepnir af ísraelskum hermönnum í Gasa í gær héldu á heimatilbúnum hvítum fánum þegar hermennirnir skutu á þá, samkvæmt ísraelska hernum. 16. desember 2023 12:56
Varar við hruni hjálparstarfs á Gasaströndinni Yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir ástandið fyrir íbúa Gasastrandarinnar vera sambærilegt því að búa í helvíti. UNRWA ber ábyrgð á því að dreifa neyðaraðstoð til íbúa Gasastrandarinnar. 14. desember 2023 10:46