Vitundarvakning á vetrarsólstöðum Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar 21. desember 2023 23:01 Um þetta leyti fara dagarnir að lengjast á ný og brátt fáum við fleiri birtustundir, mörgum til mikillar gleði. Í dag eru vetrarsólstöður og á meðan ég beið eftir læknaviðtali í grámyglunni í hádeginu, opnaði ég Morgunblaðið og fletti síðu eftir síðu, þangað til ég rak augun í frétt sem var bæði sorgleg en líka hugljúf í senn. Fréttin fjallaði um aðstandendur ungs manns sem höfðu afþakkað blóm og kransa eftir fráfall sonar síns en opnað styrktarsjóð í staðinn sem mun nýtast til að bæta aðstöðuna á Kleppi. Í nánustu framtíð verður þar herbergi sem fær heitið Daníelsherbergi og er hugsað til notkunar af skjólstæðingum stofnunarinnar og aðstandendum þeirra. Það er afar sorglegt að sjá að þessi ungi maður hafi fallið frá og aðstandendur Daníels fá mína dýpstu samúð. Þeir höfðu á orði að þessi málaflokkur hafi verið vanræktur of lengi og því er ég sammála. Þó ég hafi aldrei kynnst þessum unga herra er ég viss um að hann hafi verið góður drengur með fallegt hjartalag. Hann hafði lifað við andleg veikindi í áratug og reynt hvað hann gat til að halda áfram lífinu. Við Daníel vorum á sama báti án þess að þekkjast, því sjálf hef ég verið notandi geðheilbrigðiskerfisins í áratug og sjálf reyndi ég sjálfsvíg í haust. Það er nauðsynlegt að fá aukna innspýtingu í geðheilbrigðiskerfið og vinna að því að stytta biðlistana, bjóða upp á skjólhús og bæta almennt þjónustu við fólk sem býr við geðvanda. Hver veit nema í framtíðinni muni rísa heimilislegt og fallegt skjólhús sem fær nafnið Daníelshús? Það er samt undir samfélaginu og stjórnvöldum komið að búa fólki gott líf. Fyrir þig sem ert þarna úti að þrauka segi ég einfaldlega við þig: Haltu áfram sama hvað. Það munu koma betri tímar og þér mun líða betur. Fljótlega birtir til og þá muntu sjá lífið í öðru ljósi! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Inga Kristinsdóttir Mest lesið Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Sjá meira
Um þetta leyti fara dagarnir að lengjast á ný og brátt fáum við fleiri birtustundir, mörgum til mikillar gleði. Í dag eru vetrarsólstöður og á meðan ég beið eftir læknaviðtali í grámyglunni í hádeginu, opnaði ég Morgunblaðið og fletti síðu eftir síðu, þangað til ég rak augun í frétt sem var bæði sorgleg en líka hugljúf í senn. Fréttin fjallaði um aðstandendur ungs manns sem höfðu afþakkað blóm og kransa eftir fráfall sonar síns en opnað styrktarsjóð í staðinn sem mun nýtast til að bæta aðstöðuna á Kleppi. Í nánustu framtíð verður þar herbergi sem fær heitið Daníelsherbergi og er hugsað til notkunar af skjólstæðingum stofnunarinnar og aðstandendum þeirra. Það er afar sorglegt að sjá að þessi ungi maður hafi fallið frá og aðstandendur Daníels fá mína dýpstu samúð. Þeir höfðu á orði að þessi málaflokkur hafi verið vanræktur of lengi og því er ég sammála. Þó ég hafi aldrei kynnst þessum unga herra er ég viss um að hann hafi verið góður drengur með fallegt hjartalag. Hann hafði lifað við andleg veikindi í áratug og reynt hvað hann gat til að halda áfram lífinu. Við Daníel vorum á sama báti án þess að þekkjast, því sjálf hef ég verið notandi geðheilbrigðiskerfisins í áratug og sjálf reyndi ég sjálfsvíg í haust. Það er nauðsynlegt að fá aukna innspýtingu í geðheilbrigðiskerfið og vinna að því að stytta biðlistana, bjóða upp á skjólhús og bæta almennt þjónustu við fólk sem býr við geðvanda. Hver veit nema í framtíðinni muni rísa heimilislegt og fallegt skjólhús sem fær nafnið Daníelshús? Það er samt undir samfélaginu og stjórnvöldum komið að búa fólki gott líf. Fyrir þig sem ert þarna úti að þrauka segi ég einfaldlega við þig: Haltu áfram sama hvað. Það munu koma betri tímar og þér mun líða betur. Fljótlega birtir til og þá muntu sjá lífið í öðru ljósi!
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun