Glæsikerran fór beint á sölu Árni Sæberg skrifar 18. desember 2023 15:18 Hafdís vill annan bíl. Vísir Svartur Porsche Cayanne, sem Kristján Einar Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Kleini, gaf kærustu sinni Hafdísi Björg Kristjánsdóttur í snemmbúna jólagjöf, er kominn á sölu. Kristján segir Hafdísi einfaldlega langa í annan bíl. Vísi hafa borist ábendingar um að forláta svartur Porsche Cayanne jeppi, sem nú er auglýstur til sölu á Facebook, sé ansi líkur þeim sem Kristján Einar gaf Hafdísi við mikla viðhöfn í Nauthólsvík á dögunum. Kristján Einar fékk félaga sinn til þess að taka myndskeið af því þegar hann svipti hulunni af gjöfinni og myndskeiðið hefur vakið gríðarlega athygli. „Ertu að gefa mér Porsche?“ spyr Hafdís, greinilega vel að sér hvaða bílategund um ræðir þegar hún ber svartan jeppann augum. „Ég er að gefa þér fokking Porsche!“ svarar Kleini að bragði. Var bara að grínast Þar sem gjöfin vakti gríðarlega athygli ákvað blaðamaður að slá á þráðinn til Kleina og spyrja hvort bíllinn væri sá sami og nú er auglýstur til sölu fyrir 6,29 milljónir króna á Facebook. Kleini baðst undan viðtali og bað um fyrirspurn í tölvupósti. Bíllinn hennar Hafdísar er falur fyrir 6,29 milljónir króna.Facebook/Braskari Jói Í skriflegu svari sínu við fyrirspurn Vísis segir Kleini rétt að bíllinn sé til sölu. „Ég spurði Hafdísi hvað hún vildi í jólagjöf og sendi hún mér mynd af þessum bíl svo ég keypti hann og kom henni á óvart. Hún var í miklu sjokki og þorði ekki að segja mér að þetta væri ekkert bíllinn sem hana langaði í enda sendi hún þetta í einhverju djóki,“ segir hann. Hann muni því rúnta um á bílnum þar til hann selst og hann finnur draumabíl Hafdísar. Huldumaður selur Mözduna líka Porsche-inn er auglýstur til sölu á Facebook af seljanda sem kallar sig Braskara Jóa. Kleini segist ekki vera huldumaðurinn Braskari Jói en að hann þekki þó til mannsins sem heldur úti aðganginum. Hann hafi af og til fengið að lauma inn auglýsingum á aðganginn. Meðal þess sem Braskari Jói reynir að braska með þessa dagana er Mazda CX 9, sem falur er fyrir aðeins 950 þúsund krónur. Kleini staðfesti grun blaðamanns um að það væri Mazdan sem þau Hafdís og Kleini minnast á í myndskeiðinu umtalaða. „Það er umtalaða Mazdan hennar sem ég fékk leyfi að losa okkur við enda passar hún ekki við flotann á heimilinu.“ Gjaldþrota síðan í mars Fram kom í dómi Landsréttar síðastliðinn föstudag að Hafdís hefði verið úrskurðuð gjaldþrota í mars síðastliðnum. Með dómi Landsréttar var hún dæmd til að greiða tíu milljónir króna auk dráttarvaxta vegna kaupa á líkamsræktarstöð. Fjölmargir lesendur Vísis vöktu athygli á því að það væri ekki skynsamlegt að gefa gjaldþrota einstaklingi margra milljóna króna bíl. Þau áform virðast nú úr sögunni, nema draumabíllinn sem Kleini leitar að kosti hann líka margar milljónir. Bílar Samfélagsmiðlar Ástin og lífið Tengdar fréttir Porsche í Nauthólsvík sem fær fólk til að klóra sér í kollinum Líklegt er að einhverjir kærastar og eiginmenn sem eiga eftir að finna jólagjöf fyrir sína heittelskuðu hafi fengið fyrir hjartað í gær þegar Kristján Einar Sigurbjörnsson sneri aftur á samfélagsmiðla og gaf unnustu sinni Hafdísi Björk Kristjánsdóttur Porsche. 12. desember 2023 13:20 „Ég greindi ekki rétt frá öllum þáttum málsins“ Kristján Einar Sigurbjörnsson segist sjá eftir því að hafa ekki greint rétt frá öllum þáttum í máli er varðar handtöku hans á Spáni í fyrra. Í spænskum dómi kemur fram að Kristján hafi gerst sekur um ofbeldisfullt rán en ekki „fyllerísslagsmál“ eins og hann hafði áður haldið fram. 21. apríl 2023 15:30 Ekki komin í nýtt samband: „Er að slökkva elda alls staðar“ „Við erum búin að vera vinir lengi en hittumst fyrst sem eitthvað meira vinir fyrir minna en viku,“ segir Hafdís Björg í viðtali á FM957 í dag þar sem hún tjáir sig um frétt Smartlands á mbl.is sem greinir frá því að hún og Kristján Einar séu nýtt par. Ritstjóri Smartlands hafnar því að hafa farið með rangt mál í fréttinni. 31. mars 2023 13:47 Hafdís Björg þarf að greiða tíu milljónir Hafdís Björg Kristjánsdóttir einkaþjálfari sem fékk Porsche í jólagjöf frá unnusta sínum á dögunum þarf að greiða tíu milljónir króna vegna kaupa á fyrirtækinu Trimmform Berglindar. 15. desember 2023 14:11 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Sjá meira
Vísi hafa borist ábendingar um að forláta svartur Porsche Cayanne jeppi, sem nú er auglýstur til sölu á Facebook, sé ansi líkur þeim sem Kristján Einar gaf Hafdísi við mikla viðhöfn í Nauthólsvík á dögunum. Kristján Einar fékk félaga sinn til þess að taka myndskeið af því þegar hann svipti hulunni af gjöfinni og myndskeiðið hefur vakið gríðarlega athygli. „Ertu að gefa mér Porsche?“ spyr Hafdís, greinilega vel að sér hvaða bílategund um ræðir þegar hún ber svartan jeppann augum. „Ég er að gefa þér fokking Porsche!“ svarar Kleini að bragði. Var bara að grínast Þar sem gjöfin vakti gríðarlega athygli ákvað blaðamaður að slá á þráðinn til Kleina og spyrja hvort bíllinn væri sá sami og nú er auglýstur til sölu fyrir 6,29 milljónir króna á Facebook. Kleini baðst undan viðtali og bað um fyrirspurn í tölvupósti. Bíllinn hennar Hafdísar er falur fyrir 6,29 milljónir króna.Facebook/Braskari Jói Í skriflegu svari sínu við fyrirspurn Vísis segir Kleini rétt að bíllinn sé til sölu. „Ég spurði Hafdísi hvað hún vildi í jólagjöf og sendi hún mér mynd af þessum bíl svo ég keypti hann og kom henni á óvart. Hún var í miklu sjokki og þorði ekki að segja mér að þetta væri ekkert bíllinn sem hana langaði í enda sendi hún þetta í einhverju djóki,“ segir hann. Hann muni því rúnta um á bílnum þar til hann selst og hann finnur draumabíl Hafdísar. Huldumaður selur Mözduna líka Porsche-inn er auglýstur til sölu á Facebook af seljanda sem kallar sig Braskara Jóa. Kleini segist ekki vera huldumaðurinn Braskari Jói en að hann þekki þó til mannsins sem heldur úti aðganginum. Hann hafi af og til fengið að lauma inn auglýsingum á aðganginn. Meðal þess sem Braskari Jói reynir að braska með þessa dagana er Mazda CX 9, sem falur er fyrir aðeins 950 þúsund krónur. Kleini staðfesti grun blaðamanns um að það væri Mazdan sem þau Hafdís og Kleini minnast á í myndskeiðinu umtalaða. „Það er umtalaða Mazdan hennar sem ég fékk leyfi að losa okkur við enda passar hún ekki við flotann á heimilinu.“ Gjaldþrota síðan í mars Fram kom í dómi Landsréttar síðastliðinn föstudag að Hafdís hefði verið úrskurðuð gjaldþrota í mars síðastliðnum. Með dómi Landsréttar var hún dæmd til að greiða tíu milljónir króna auk dráttarvaxta vegna kaupa á líkamsræktarstöð. Fjölmargir lesendur Vísis vöktu athygli á því að það væri ekki skynsamlegt að gefa gjaldþrota einstaklingi margra milljóna króna bíl. Þau áform virðast nú úr sögunni, nema draumabíllinn sem Kleini leitar að kosti hann líka margar milljónir.
Bílar Samfélagsmiðlar Ástin og lífið Tengdar fréttir Porsche í Nauthólsvík sem fær fólk til að klóra sér í kollinum Líklegt er að einhverjir kærastar og eiginmenn sem eiga eftir að finna jólagjöf fyrir sína heittelskuðu hafi fengið fyrir hjartað í gær þegar Kristján Einar Sigurbjörnsson sneri aftur á samfélagsmiðla og gaf unnustu sinni Hafdísi Björk Kristjánsdóttur Porsche. 12. desember 2023 13:20 „Ég greindi ekki rétt frá öllum þáttum málsins“ Kristján Einar Sigurbjörnsson segist sjá eftir því að hafa ekki greint rétt frá öllum þáttum í máli er varðar handtöku hans á Spáni í fyrra. Í spænskum dómi kemur fram að Kristján hafi gerst sekur um ofbeldisfullt rán en ekki „fyllerísslagsmál“ eins og hann hafði áður haldið fram. 21. apríl 2023 15:30 Ekki komin í nýtt samband: „Er að slökkva elda alls staðar“ „Við erum búin að vera vinir lengi en hittumst fyrst sem eitthvað meira vinir fyrir minna en viku,“ segir Hafdís Björg í viðtali á FM957 í dag þar sem hún tjáir sig um frétt Smartlands á mbl.is sem greinir frá því að hún og Kristján Einar séu nýtt par. Ritstjóri Smartlands hafnar því að hafa farið með rangt mál í fréttinni. 31. mars 2023 13:47 Hafdís Björg þarf að greiða tíu milljónir Hafdís Björg Kristjánsdóttir einkaþjálfari sem fékk Porsche í jólagjöf frá unnusta sínum á dögunum þarf að greiða tíu milljónir króna vegna kaupa á fyrirtækinu Trimmform Berglindar. 15. desember 2023 14:11 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Sjá meira
Porsche í Nauthólsvík sem fær fólk til að klóra sér í kollinum Líklegt er að einhverjir kærastar og eiginmenn sem eiga eftir að finna jólagjöf fyrir sína heittelskuðu hafi fengið fyrir hjartað í gær þegar Kristján Einar Sigurbjörnsson sneri aftur á samfélagsmiðla og gaf unnustu sinni Hafdísi Björk Kristjánsdóttur Porsche. 12. desember 2023 13:20
„Ég greindi ekki rétt frá öllum þáttum málsins“ Kristján Einar Sigurbjörnsson segist sjá eftir því að hafa ekki greint rétt frá öllum þáttum í máli er varðar handtöku hans á Spáni í fyrra. Í spænskum dómi kemur fram að Kristján hafi gerst sekur um ofbeldisfullt rán en ekki „fyllerísslagsmál“ eins og hann hafði áður haldið fram. 21. apríl 2023 15:30
Ekki komin í nýtt samband: „Er að slökkva elda alls staðar“ „Við erum búin að vera vinir lengi en hittumst fyrst sem eitthvað meira vinir fyrir minna en viku,“ segir Hafdís Björg í viðtali á FM957 í dag þar sem hún tjáir sig um frétt Smartlands á mbl.is sem greinir frá því að hún og Kristján Einar séu nýtt par. Ritstjóri Smartlands hafnar því að hafa farið með rangt mál í fréttinni. 31. mars 2023 13:47
Hafdís Björg þarf að greiða tíu milljónir Hafdís Björg Kristjánsdóttir einkaþjálfari sem fékk Porsche í jólagjöf frá unnusta sínum á dögunum þarf að greiða tíu milljónir króna vegna kaupa á fyrirtækinu Trimmform Berglindar. 15. desember 2023 14:11