Folar fagna stórafmæli Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 15. desember 2023 15:36 Gísli Örn er fimmtugur í dag og Herbert sjötugur. Gísli Örn Garðarsson leikari og Herbert Guðmundsson tónlistarmaður standa á tímamótum í dag. Þeir fagna stórafmæli sínu hvor með sínum hætti. Annar í Brasilíu en hinn með nýbakaðri tebollu og því að gera það sem hann gerir best - að skemmta fólki. Gísli Örn er fimmtugur í dag og Herbert sjötugur. Gísli Örn er staddur í Brasilíu með eiginkonu sinni Nínu Dögg Filippusdóttur og syni þeirra í sannkölluðu ævintýrafríi. „Betri ferðafélaga er ekki hægt að hugsa sér!! Ævintýramaður fram í fingurgóma Gleðipinn og prakkari geggjuð blanda, hlakka til að leika með þér á þinum efri árum gamli. Elska þig út yfir öll mörk,“ segir eiginkonan Nína Dögg í kveðju til síns heittelskaða á Facebook þar sem afmæliskveðjum rignir. Gísli Örn hefur átt stórt ár en nýlega frumsýndi hann söngleikinn Frozen í Noregi. Stórafmælistónleikar í mars Herbert byrjaði daginn líka á Suður-Amerískum nótum. Hann hellti upp á kólumbískt kaffi og gæddi sér á nýbakaðri tebollu úr Bónus. Hann tók forskot á sæluna í gærkvöldi og fór út að borða á Steikhúsið Tryggvagötu með syni sínu. Þar gæddu þeir sér á gómsætri lambasteik, diet coke, og súkkulaðiköku með í eftirrétt. „Ég held sjaldnast upp á daginn en ætla að fagna stórafmælinu í kvöld með því að gleðja fólk í einkasamkvæmi. Allt verður vitlaust og fólk hoppar út á gólf, ég elska það mest,“ segir Herbert rólegur og bætir við: „Maður yngist bara með árunum.“ Herbert mun fagna tímamótunum með pompi og prakt í mars næstkomandi með stórafmælistónleikum í Hákskólabíói, þar sem farið verður yfir ferilinn. Með honum verða Diljá Pétursdóttir, Stefán Hilmarrson og Axel Ó. Ísland í dag hefur gert nærmynd af Gísla Erni og Herberti, reyndar fyrir nokkrum árum. Þær má sjá hér að neðan. Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir ræddi við fólkið sem stendur Gísla næst árið 2011. Þá hefur verið horft um fimmtíu þúsund sinnum á eftirminnilegt atriði Gísla Arnar og Steinda Jr. í þættinum Stóra sviðinu í fyrra. Ásgeir Erlendsson tók hús á Herberti árið 2017. Herbert gaf út lagið Ástarbál á árinu sem er að líða. Tímamót Tónleikar á Íslandi Ástin og lífið Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira
Gísli Örn er fimmtugur í dag og Herbert sjötugur. Gísli Örn er staddur í Brasilíu með eiginkonu sinni Nínu Dögg Filippusdóttur og syni þeirra í sannkölluðu ævintýrafríi. „Betri ferðafélaga er ekki hægt að hugsa sér!! Ævintýramaður fram í fingurgóma Gleðipinn og prakkari geggjuð blanda, hlakka til að leika með þér á þinum efri árum gamli. Elska þig út yfir öll mörk,“ segir eiginkonan Nína Dögg í kveðju til síns heittelskaða á Facebook þar sem afmæliskveðjum rignir. Gísli Örn hefur átt stórt ár en nýlega frumsýndi hann söngleikinn Frozen í Noregi. Stórafmælistónleikar í mars Herbert byrjaði daginn líka á Suður-Amerískum nótum. Hann hellti upp á kólumbískt kaffi og gæddi sér á nýbakaðri tebollu úr Bónus. Hann tók forskot á sæluna í gærkvöldi og fór út að borða á Steikhúsið Tryggvagötu með syni sínu. Þar gæddu þeir sér á gómsætri lambasteik, diet coke, og súkkulaðiköku með í eftirrétt. „Ég held sjaldnast upp á daginn en ætla að fagna stórafmælinu í kvöld með því að gleðja fólk í einkasamkvæmi. Allt verður vitlaust og fólk hoppar út á gólf, ég elska það mest,“ segir Herbert rólegur og bætir við: „Maður yngist bara með árunum.“ Herbert mun fagna tímamótunum með pompi og prakt í mars næstkomandi með stórafmælistónleikum í Hákskólabíói, þar sem farið verður yfir ferilinn. Með honum verða Diljá Pétursdóttir, Stefán Hilmarrson og Axel Ó. Ísland í dag hefur gert nærmynd af Gísla Erni og Herberti, reyndar fyrir nokkrum árum. Þær má sjá hér að neðan. Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir ræddi við fólkið sem stendur Gísla næst árið 2011. Þá hefur verið horft um fimmtíu þúsund sinnum á eftirminnilegt atriði Gísla Arnar og Steinda Jr. í þættinum Stóra sviðinu í fyrra. Ásgeir Erlendsson tók hús á Herberti árið 2017. Herbert gaf út lagið Ástarbál á árinu sem er að líða.
Tímamót Tónleikar á Íslandi Ástin og lífið Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira