Það virðist enn ekki aðgengilegt í símum sem keyra á Android stýrikerfinu, þegar þetta er skrifað.
Threads líkist X, áður Twitter, töluvert og er ætlað að keppa við það forrit. Það byggir á tiltöulega stuttum færslum en einnig er hægt að deila hlekkjum, myndum og allt að fimm mínútna myndböndum.
Forritið, sem tengist Instagram, öðrum samfélagsmiðli Meta, var fyrst gert aðgengilegt vestanhafs í sumar en ekki hér í Evrópu. Var það vegna strangra persónuverndarreglna Evrópusambandsins, sem komu niður á söfnun Meta á persónuupplýsingum notenda.
Í sumar sögðu forsvarsmenn Meta að ekki stæði til að opna á forritið í Evrópu.
Sjá einnig: Twitter-líki Meta ekki aðgengilegt í Evrópu
Mark Zuckerberg, forstjóri Meta, skrifaði svo í færslu á Threads í dag að búið væri að opna á forritið í Evrópu.

Elon Musk, eigandi X, hefur hótað því að höfða mál gegn Meta á grunni þess að Threads líkist samfélagsmiðlinum X of mikið. Þá hafi Meta ráðið fyrrverandi starfsmenn Twitter til að þróa Threads.