Tesla kallar inn tvær milljónir bíla vegna galla í sjálfstýringu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. desember 2023 23:59 Þetta er ekki fyrsta innköllun framleiðandans á árinu vegna sjálfstýringarkerfi Tesla. EPA Rafbílaframleiðandinn Tesla hefur innkallað tvær milljónir bíla eftir að eftirlitsaðilar framleiðandans í Bandaríkjunum uppgötvuðu galla í sjálfstýringarkerfi bílanna. Innköllunin kemur í kjölfar tveggja ára langrar rannsóknar bandarískra samgönguyfirvalda á árekstrum sem orðið hafa í Bandaríkjunum meðan sjálfstýringarkerfið (e. autopilot) hefur verið í notkun. Innköllunin á við um nærri hvern einasta bíl frá framleiðandanum í Bandaríkjunum sem seldur var eftir að sjálfstýringartækni Tesla var hleypt af stokkunum árið 2015. Tesla, sem er í eigu Elon Musk, hefur gefið út að send verði út hugbúnaðaruppfærsla „Í gegn um loftið“ til að laga umræddan galla. Uppfærslan fari því fram rafrænt og þannig sé þess ekki krafist að eigendur Tesla-bíla fari með þá í bílaumboðið sitt til uppfærslu. Þrátt fyrir það telst aðgerðin til innköllunar. Innköllunin bara í Bandaríkjunum Sjálfstýringartæknin hefur þann tilgang að aðstoða við stýringu, hröðun og hemlun en krefst þó þess að ökumaður sé við stýrið. Hugbúnaðaruppfærslan á að tryggja að ökumaður haldi fullri athygli meðan sjálfstýring er í notkun og að hún sé einungis notuð við viðeigandi aðstæður, til að mynda við akstur á hraðbrautum. Í febrúar á þessu ári kallaði framleiðandinn inn á fjórða hundrað þúsund Tesla-bíla vegna sjálfstýringarkerfisins. Þá hafði kerfið reynst óáreiðanlegt við gatnamót og fylgdi ekki alltaf hraðatakmörkunum. Innköllunin á ekki við utan Bandaríkjanna en Teslur með sjálfstýringartækninni sem um ræðir eru ekki fáanlegar í Evrópu sem stendur. Áðurnefnd rannsókn, sem staðið hefur yfir í tvö ár og skoðað 956 árekstra í tengslum við sjálfstýringarkerfið, hefur að sögn Vegaöryggisstofnunar Bandaríkjanna (NHTSA) leitt í ljós að þær breytingar sem gerðar verða á kerfinu muni ekki nægja til að koma í veg fyrir óhóflega notkun ökumanna á því. „Sjálfvirk tækni lofar góðu í tengslum við bætt öryggi en aðeins þegar henni er beitt á ábyrgan hátt,“ skrifaði NHTSA um málið og kvaðst halda áfram að fylgjast með virkni tækninnar eftir uppfærsluna. Tesla Bílar Tækni Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Innköllunin kemur í kjölfar tveggja ára langrar rannsóknar bandarískra samgönguyfirvalda á árekstrum sem orðið hafa í Bandaríkjunum meðan sjálfstýringarkerfið (e. autopilot) hefur verið í notkun. Innköllunin á við um nærri hvern einasta bíl frá framleiðandanum í Bandaríkjunum sem seldur var eftir að sjálfstýringartækni Tesla var hleypt af stokkunum árið 2015. Tesla, sem er í eigu Elon Musk, hefur gefið út að send verði út hugbúnaðaruppfærsla „Í gegn um loftið“ til að laga umræddan galla. Uppfærslan fari því fram rafrænt og þannig sé þess ekki krafist að eigendur Tesla-bíla fari með þá í bílaumboðið sitt til uppfærslu. Þrátt fyrir það telst aðgerðin til innköllunar. Innköllunin bara í Bandaríkjunum Sjálfstýringartæknin hefur þann tilgang að aðstoða við stýringu, hröðun og hemlun en krefst þó þess að ökumaður sé við stýrið. Hugbúnaðaruppfærslan á að tryggja að ökumaður haldi fullri athygli meðan sjálfstýring er í notkun og að hún sé einungis notuð við viðeigandi aðstæður, til að mynda við akstur á hraðbrautum. Í febrúar á þessu ári kallaði framleiðandinn inn á fjórða hundrað þúsund Tesla-bíla vegna sjálfstýringarkerfisins. Þá hafði kerfið reynst óáreiðanlegt við gatnamót og fylgdi ekki alltaf hraðatakmörkunum. Innköllunin á ekki við utan Bandaríkjanna en Teslur með sjálfstýringartækninni sem um ræðir eru ekki fáanlegar í Evrópu sem stendur. Áðurnefnd rannsókn, sem staðið hefur yfir í tvö ár og skoðað 956 árekstra í tengslum við sjálfstýringarkerfið, hefur að sögn Vegaöryggisstofnunar Bandaríkjanna (NHTSA) leitt í ljós að þær breytingar sem gerðar verða á kerfinu muni ekki nægja til að koma í veg fyrir óhóflega notkun ökumanna á því. „Sjálfvirk tækni lofar góðu í tengslum við bætt öryggi en aðeins þegar henni er beitt á ábyrgan hátt,“ skrifaði NHTSA um málið og kvaðst halda áfram að fylgjast með virkni tækninnar eftir uppfærsluna.
Tesla Bílar Tækni Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira