atNorth mun opna tíunda gagnaver sitt í Finnlandi 2025 Atli Ísleifsson skrifar 13. desember 2023 10:49 Fyrirtækið atNorth rekur sjö gagnaver á Norðurlöndum, þar af þrjú á Íslandi. Fram undan er svo opnun nýrra gagnavera í Helsinki í Finnlandi og svo í Danmörku á þriðja og fjórða ársfjórðungi 2024, auk þess sem tíunda gagnaverið í Kouvola í Finnlandi verður tekið í notkun 2025. atNorth Félagið atNorth mun opna nýtt gagnaver í finnsku borginni Kouvola á seinni helmingi árs 2025. Í tilkynningu segir að gagnaverið, FIN04, verði tíunda gagnaver atNorth á Norðurlöndum og það fjórða í Finnlandi. Bygging versins er í samræmi við bæði vaxtar- og umhverfisstefnu atNorth með áherslu á endurnýtingu varma frá rekstri versins þannig að hann nýtist til húshitunar og annarra verkefna í nærsamfélaginu um leið og dregið er úr kolefnisspori þeirra sem nýta varmann. „Gert er ráð fyrir að fjárfesting í fullbyggðu gagnaveri á svæðinu nemi allt að tveimur milljörðum evra, eða sem svarar til ríflega 300 milljarða íslenskra króna. Í fyrsta áfanga verður orkuþörf FIN04 60 megavött (MW) en orkuþörfin mun hlaupa á nokkur hundruð megavöttum að framkvæmdum loknum. Gagnaverið kemur til með að sinna fjölbreyttum hópi viðskiptavina, svo sem alþjóðlegum fyritækjum sem reiða sig á ofurtölvuútreikninga, MSP- og framtaksfyrirtækjum, stærri fjármálafyrirtækjum, internetrisum og fyrirtækjum sem stunda flóknari rannsóknir vegna framleiðslu sinnar og gervigreind (AI) , auk stærstu upplýsingatækniþjónustufyrirtækja heims,“ segir í tilkynningunni. Endurnýta varma til húshitunar Haft er eftir Eyjólfi Magnúsi Kristinssyni, forstjóra atNorth, að staðsetningin í Kouvola styðji vöxt atNorth og hjálpi félaginu að mæta ört vaxandi eftirspurn eftir ofurtölvuþjónustu. Svæðið sé sömuleiðis valið með tilliti til stefnu félagsins að endurnýta varma frá starfseminni þannig að það komi nærsamfélaginu til góða. „Þau fyrirtæki sem við eigum í viðræðum við sjá augljósan ávinning í því að flytja starfsemi til Norðurlandanna til lágmarka kolefnisspor gagnavinnslu sinnar. Á Norðurlöndum erum við áfram í fararbroddi uppbyggingar gagnaversinnviða sem standast kröfur framtíðarinnar. Þar eru líka kjöraðstæður til þess konar uppbyggingar, með því að til staðar eru allir innviðir og stuðningur við sjálfbærni um leið og loftslag hjálpar til við að draga úr kostnaði við reksturinn.“ Kouvola er í suðaustur Finnlandi, um 139 km norðaustur af Helsinki, við bakka árinnar Kymi. „Þar búa um 81 þúsund manns, en svæðið er þekkt fyrir sjálfbærnistefnu sína. Borgin stuðlar að hringrásarhagkerfi í allri sinni innviðahönnun og arkitektúr, í samræmi við þarfir nærsamfélagsins, fyrirtækja og íbúa. Endurnýting varma frá starfsemi FIN04 verður unnin í nánu samstarfi við Kouvola og orkufyrirtækið KSS Energia. Bygging FIN04 gagnaversins kemur í kjölfar nýlegra kaupa atNorth á tveimur gagnaverum og framkvæmda við gerð þess þriðja í Finnlandi, auk fyrirhugaðrar uppbyggingar á 30MW gagnaveri í Danmörku sem hefja á starfsemi í lok árs 2024. Á þessu ári lauk fyrirtækið einnig við kaup á Gompute, og bætti með því ofurtölvuskýjalausn við þjónustuframboð sitt auk viðbótaraðstöðu í Svíþjóð,“ segir í tilkynningu atNorth. Finnland Orkumál Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Í tilkynningu segir að gagnaverið, FIN04, verði tíunda gagnaver atNorth á Norðurlöndum og það fjórða í Finnlandi. Bygging versins er í samræmi við bæði vaxtar- og umhverfisstefnu atNorth með áherslu á endurnýtingu varma frá rekstri versins þannig að hann nýtist til húshitunar og annarra verkefna í nærsamfélaginu um leið og dregið er úr kolefnisspori þeirra sem nýta varmann. „Gert er ráð fyrir að fjárfesting í fullbyggðu gagnaveri á svæðinu nemi allt að tveimur milljörðum evra, eða sem svarar til ríflega 300 milljarða íslenskra króna. Í fyrsta áfanga verður orkuþörf FIN04 60 megavött (MW) en orkuþörfin mun hlaupa á nokkur hundruð megavöttum að framkvæmdum loknum. Gagnaverið kemur til með að sinna fjölbreyttum hópi viðskiptavina, svo sem alþjóðlegum fyritækjum sem reiða sig á ofurtölvuútreikninga, MSP- og framtaksfyrirtækjum, stærri fjármálafyrirtækjum, internetrisum og fyrirtækjum sem stunda flóknari rannsóknir vegna framleiðslu sinnar og gervigreind (AI) , auk stærstu upplýsingatækniþjónustufyrirtækja heims,“ segir í tilkynningunni. Endurnýta varma til húshitunar Haft er eftir Eyjólfi Magnúsi Kristinssyni, forstjóra atNorth, að staðsetningin í Kouvola styðji vöxt atNorth og hjálpi félaginu að mæta ört vaxandi eftirspurn eftir ofurtölvuþjónustu. Svæðið sé sömuleiðis valið með tilliti til stefnu félagsins að endurnýta varma frá starfseminni þannig að það komi nærsamfélaginu til góða. „Þau fyrirtæki sem við eigum í viðræðum við sjá augljósan ávinning í því að flytja starfsemi til Norðurlandanna til lágmarka kolefnisspor gagnavinnslu sinnar. Á Norðurlöndum erum við áfram í fararbroddi uppbyggingar gagnaversinnviða sem standast kröfur framtíðarinnar. Þar eru líka kjöraðstæður til þess konar uppbyggingar, með því að til staðar eru allir innviðir og stuðningur við sjálfbærni um leið og loftslag hjálpar til við að draga úr kostnaði við reksturinn.“ Kouvola er í suðaustur Finnlandi, um 139 km norðaustur af Helsinki, við bakka árinnar Kymi. „Þar búa um 81 þúsund manns, en svæðið er þekkt fyrir sjálfbærnistefnu sína. Borgin stuðlar að hringrásarhagkerfi í allri sinni innviðahönnun og arkitektúr, í samræmi við þarfir nærsamfélagsins, fyrirtækja og íbúa. Endurnýting varma frá starfsemi FIN04 verður unnin í nánu samstarfi við Kouvola og orkufyrirtækið KSS Energia. Bygging FIN04 gagnaversins kemur í kjölfar nýlegra kaupa atNorth á tveimur gagnaverum og framkvæmda við gerð þess þriðja í Finnlandi, auk fyrirhugaðrar uppbyggingar á 30MW gagnaveri í Danmörku sem hefja á starfsemi í lok árs 2024. Á þessu ári lauk fyrirtækið einnig við kaup á Gompute, og bætti með því ofurtölvuskýjalausn við þjónustuframboð sitt auk viðbótaraðstöðu í Svíþjóð,“ segir í tilkynningu atNorth.
Finnland Orkumál Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira