Furðuleg og ósanngjörn staða Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. desember 2023 12:53 Birgir Jónsson, forstjóri Play. Vísir/Vilhelm Icelandair og Play skoða réttarstöðu sína vegna verkfallsaðgerða flugumferðastjóra sem hafa valdið félögunum miklu tjóni. Ferðaplön þúsunda farþega röskuðust þegar verkfallið skall á í nótt. Boðað hefur verið til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan þrjú í dag. Flugumferðarstjórar lögðu niður störf frá klukkan fjögur til tíu í morgun og öllum flugferðum um Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvöll á þeim tíma var ýmist seinkað eða aflýst. Um var að ræða fyrstu boðuðu aðgerðirnar en það sama stendur til á fimmtudag og svo á mánudag og miðvikudag í næstu viku - náist samningar ekki fyrir þann tíma. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir aðgerðirnar hafa raskað ferðaplönum þúsunda farþega. „Í raun og veru þurftum við að seinka innkomu vélanna frá Bandaríkjunum og þar af leiðandi brottförum til Evrópu. Þetta er að raska kerfinu okkar mjög mikið. Við erum að verða fyrir kostnaði og farþegar okkar eru að verða fyrir mikilli röskun og auðvitað líka kostnaði, fólk er með tengiflug áfram og alls konar,“ segir Birgir. „Þetta er að valda mikilli óhamingju og kostnaði á öllum stöðum. Sem okkur finnst ósanngjarnt þar sem við erum ekki aðilar að þessu máli og getum ekki samið né gert nokkurn skapaðan hlut.“ Fundi samninganefnda Samtaka atvinnulífsins sem fara með samningsumboð Isavia og Félags flugumferðarstjóra lauk hjá ríkissáttasemja um klukkan tíu í gærkvöldi. Boðað hefur verið til næsta fundar klukkan þrjú í dag og enn ber nokkuð á milli aðila. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að félagið muni skoða hvort það geti sótt bætur til Isavia vegna stöðunnar. Birgir segir Play einnig ætla að athuga það. „Ég held að það hljóti allir að gera það. Því við erum ekki aðilar að neinu máli og við þurfum að bera kostnað af alls konar hlutum. Það er verið að beita aðgeðum sem lenda ekki á mótaðilanum þannig að þetta er auðvitað mjög furðuleg staða að vera í.“ Birgir segir rétt farþega á bótum frá Play fara eftir aðstæðum og ákeðnum reglum. Hann beinir því til samninganefnda að finna lausn á málinu. „Ég hlýt bara eins og allir að vona að fólk nái saman. Við berum virðingu fyrir stéttabaráttunni og kjaraviðræðum og skil að þetta sé erfitt mál. En það verður líka að horfa á stóru myndina og ég beini því til Isavia og SA að semja sem fyrst.“ Fréttir af flugi Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Play Icelandair Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Verkfall flugumferðarstjóra skollið á Verkfall flugumferðarstjóra skall á klukkan fjögur í nótt eftir að fundi samninganefnda Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins lauk án samnings í gærkvöldi. Vinnustöðvunin raskar flugi þúsunda ferðalanga. 12. desember 2023 06:24 Fundi flugumferðarstjóra og SA frestað til morguns Fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins, sem semja fyrir hönd Isavia, í Karphúsinu er lokið. Boðað hefur verið til nýs fundar klukkan 15 á morgun. 11. desember 2023 22:08 Verkfallsaðgerðir raski plönum mörg þúsund farþega Flugumferðarstjórar hafa samþykkt verkfallsaðgerðir á tveimur dögum í næstu viku til viðbótar við aðgerðir á morgun og næsta fimmtudag. Enn er fundað í Karphúsinu og bendir því allt til að það verði af fyrirhugaðri vinnustöðvun í nótt sem mun hafa áhrif á mörg þúsund farþega. 11. desember 2023 20:10 Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Flugumferðarstjórar lögðu niður störf frá klukkan fjögur til tíu í morgun og öllum flugferðum um Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvöll á þeim tíma var ýmist seinkað eða aflýst. Um var að ræða fyrstu boðuðu aðgerðirnar en það sama stendur til á fimmtudag og svo á mánudag og miðvikudag í næstu viku - náist samningar ekki fyrir þann tíma. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir aðgerðirnar hafa raskað ferðaplönum þúsunda farþega. „Í raun og veru þurftum við að seinka innkomu vélanna frá Bandaríkjunum og þar af leiðandi brottförum til Evrópu. Þetta er að raska kerfinu okkar mjög mikið. Við erum að verða fyrir kostnaði og farþegar okkar eru að verða fyrir mikilli röskun og auðvitað líka kostnaði, fólk er með tengiflug áfram og alls konar,“ segir Birgir. „Þetta er að valda mikilli óhamingju og kostnaði á öllum stöðum. Sem okkur finnst ósanngjarnt þar sem við erum ekki aðilar að þessu máli og getum ekki samið né gert nokkurn skapaðan hlut.“ Fundi samninganefnda Samtaka atvinnulífsins sem fara með samningsumboð Isavia og Félags flugumferðarstjóra lauk hjá ríkissáttasemja um klukkan tíu í gærkvöldi. Boðað hefur verið til næsta fundar klukkan þrjú í dag og enn ber nokkuð á milli aðila. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að félagið muni skoða hvort það geti sótt bætur til Isavia vegna stöðunnar. Birgir segir Play einnig ætla að athuga það. „Ég held að það hljóti allir að gera það. Því við erum ekki aðilar að neinu máli og við þurfum að bera kostnað af alls konar hlutum. Það er verið að beita aðgeðum sem lenda ekki á mótaðilanum þannig að þetta er auðvitað mjög furðuleg staða að vera í.“ Birgir segir rétt farþega á bótum frá Play fara eftir aðstæðum og ákeðnum reglum. Hann beinir því til samninganefnda að finna lausn á málinu. „Ég hlýt bara eins og allir að vona að fólk nái saman. Við berum virðingu fyrir stéttabaráttunni og kjaraviðræðum og skil að þetta sé erfitt mál. En það verður líka að horfa á stóru myndina og ég beini því til Isavia og SA að semja sem fyrst.“
Fréttir af flugi Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Play Icelandair Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Verkfall flugumferðarstjóra skollið á Verkfall flugumferðarstjóra skall á klukkan fjögur í nótt eftir að fundi samninganefnda Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins lauk án samnings í gærkvöldi. Vinnustöðvunin raskar flugi þúsunda ferðalanga. 12. desember 2023 06:24 Fundi flugumferðarstjóra og SA frestað til morguns Fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins, sem semja fyrir hönd Isavia, í Karphúsinu er lokið. Boðað hefur verið til nýs fundar klukkan 15 á morgun. 11. desember 2023 22:08 Verkfallsaðgerðir raski plönum mörg þúsund farþega Flugumferðarstjórar hafa samþykkt verkfallsaðgerðir á tveimur dögum í næstu viku til viðbótar við aðgerðir á morgun og næsta fimmtudag. Enn er fundað í Karphúsinu og bendir því allt til að það verði af fyrirhugaðri vinnustöðvun í nótt sem mun hafa áhrif á mörg þúsund farþega. 11. desember 2023 20:10 Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Verkfall flugumferðarstjóra skollið á Verkfall flugumferðarstjóra skall á klukkan fjögur í nótt eftir að fundi samninganefnda Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins lauk án samnings í gærkvöldi. Vinnustöðvunin raskar flugi þúsunda ferðalanga. 12. desember 2023 06:24
Fundi flugumferðarstjóra og SA frestað til morguns Fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins, sem semja fyrir hönd Isavia, í Karphúsinu er lokið. Boðað hefur verið til nýs fundar klukkan 15 á morgun. 11. desember 2023 22:08
Verkfallsaðgerðir raski plönum mörg þúsund farþega Flugumferðarstjórar hafa samþykkt verkfallsaðgerðir á tveimur dögum í næstu viku til viðbótar við aðgerðir á morgun og næsta fimmtudag. Enn er fundað í Karphúsinu og bendir því allt til að það verði af fyrirhugaðri vinnustöðvun í nótt sem mun hafa áhrif á mörg þúsund farþega. 11. desember 2023 20:10