Ný ályktun um tafarlaust vopnahlé lögð fyrir á allsherjarþingi SÞ Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 12. desember 2023 06:56 Palesínumenn vonast til að ályktunin verði samþykkt með yfirburðum í allsherjarþinginu. (AP Photo/Ted Shaffrey Ný ályktun verður lögð fyrir neyðarfund allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna sem fram fer í dag vegna átakanna á Gasa. Ályktunin gerir kröfu um tafarlaust vopnahlé á Gasa og er lögð fram af tuttugu arabaríkjum. Aðeins eru nokkrir dagar síðan Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og komu þannig í veg fyrir að svipuð ályktun næði fram að ganga þar. Engin þjóð hefur hinsvegar neitunarvald á Allsherjarþinginu en ólíkt öryggisráðinu eru ályktanir þess ekki bindandi. Þær hafa þó því hlutverki að gegna að þar kemur vilji allra þjóða heimsins skýrt fram í málum. öryggisráðinu hefur sex sinnum mistekist að koma í gegn ályktun um vopnahlé frá því átökin hófust. Allsherjarþingið samþykkti þó í lok október ályktun Jórdaníu um tafarlaust vopnahlé á svæðinu. 120 ríki greiddu atkvæði með þeirri ályktun og aðeins fjórtán voru á móti. Ísland var hinsvegar þá í hópi 45 ríkja sem sátu hjá. Íbúum Khan Younis sagt að flýja Yoav Gallant varnarmálaráðherra Ísraela sagði í morgun að herinn hefði nú umkringt Jabaliya flóttamannabúðirnar og Shejaiya í norðurhluta Gasa sem Gallant segir vera vígi Hamas samtakanna. Hann fullyrðir að hundruð meðlima Hamas hafi síðustu daga gefist upp eða verið teknir höndum og segir ljóst að hreyfingin sé við það að leysast upp í norðurhluta Gasa. Þá segjast Ísraelar ætla að opna fyrir neyðaraðstoð inn á Gasa í gegnum Kerem Shalom landamærastöðina síðar í dag. Í morgun hafa loftárásir þeirra á íbúðabyggðina í Gasa þó verið afar harðar og hafa íbúar í Khan Younis verið hvattir til að flýja í átt að Rafah. Kallað eftir viðskiptaþvingunum á hendur Ísraelum Segir nánast ómögulegt að koma hjálpargögnun inn á Gasa Bandaríkin einangruð og alþjóðasamfélagið verði að grípa inn í Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Svara ákalli foreldra Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira
Ályktunin gerir kröfu um tafarlaust vopnahlé á Gasa og er lögð fram af tuttugu arabaríkjum. Aðeins eru nokkrir dagar síðan Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og komu þannig í veg fyrir að svipuð ályktun næði fram að ganga þar. Engin þjóð hefur hinsvegar neitunarvald á Allsherjarþinginu en ólíkt öryggisráðinu eru ályktanir þess ekki bindandi. Þær hafa þó því hlutverki að gegna að þar kemur vilji allra þjóða heimsins skýrt fram í málum. öryggisráðinu hefur sex sinnum mistekist að koma í gegn ályktun um vopnahlé frá því átökin hófust. Allsherjarþingið samþykkti þó í lok október ályktun Jórdaníu um tafarlaust vopnahlé á svæðinu. 120 ríki greiddu atkvæði með þeirri ályktun og aðeins fjórtán voru á móti. Ísland var hinsvegar þá í hópi 45 ríkja sem sátu hjá. Íbúum Khan Younis sagt að flýja Yoav Gallant varnarmálaráðherra Ísraela sagði í morgun að herinn hefði nú umkringt Jabaliya flóttamannabúðirnar og Shejaiya í norðurhluta Gasa sem Gallant segir vera vígi Hamas samtakanna. Hann fullyrðir að hundruð meðlima Hamas hafi síðustu daga gefist upp eða verið teknir höndum og segir ljóst að hreyfingin sé við það að leysast upp í norðurhluta Gasa. Þá segjast Ísraelar ætla að opna fyrir neyðaraðstoð inn á Gasa í gegnum Kerem Shalom landamærastöðina síðar í dag. Í morgun hafa loftárásir þeirra á íbúðabyggðina í Gasa þó verið afar harðar og hafa íbúar í Khan Younis verið hvattir til að flýja í átt að Rafah. Kallað eftir viðskiptaþvingunum á hendur Ísraelum Segir nánast ómögulegt að koma hjálpargögnun inn á Gasa Bandaríkin einangruð og alþjóðasamfélagið verði að grípa inn í
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Svara ákalli foreldra Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira