Bændur og fæðuöryggi í breyttum heimi Sævar Þór Jónsson skrifar 11. desember 2023 06:01 Víða er ótryggt ástand bæði efnahagslega og hernaðarlega. Óstöðugleikinn vegna átaka bæði í Ísrael og Úkraínu hefur ýtt undir ákveðnar efnahagsþrengingar. Mörg ríki þar á meðal Bandaríkin hafa varað við þessu ástandi og einkum áhrif þess á efnahagsmál. Hafa sum ríki gripið til ráðstafana sem eiga að draga úr hversu háð þau eru öðrum ríkjum efnahagslega og í öryggismálum. Það má velta fyrir sér hversu mikið öryggi NATÓ aðild veitir en stríðið í Úkraínu sýndi að ekki var hægt að ganga að samheldninni vísri. Ef til vill flýtur lítið eyríki eins og Ísland sofandi að feigðarósi ef það telur öryggi sínu borgið í einni sæng með bandalagsríkjum NATÓ. Eflaust má benda á ýmis rök með og á móti en sem betur fer hefur aldrei reynt á þetta í sögu NATÓ. Lítið örríki eins og Ísland getur sín lítils í heimi stórvelda þrátt fyrir að fyrrv. forseti lýðveldisins leiki sér að því á eftirlaunaaldri að telja okkur trú um að við séum mikils megnug í umhverfismálum heimsins og okkar ágæti forsætisráðherra telur að við höfum rödd í heimi stjórnmálanna þannig mark sé tekið á. Auðvitað getur þessa litla þjóð verið fyrirmynd en áhrif hennar á heimsmálin eru hverfandi þó atvinnustjórnmálamenn vilji telja okkur þegnum landsins trú um annað. Getuleysi stjórnmálamanna hér á landi felst í því að vera ekki nægilega framsýnir og hafa dug til að taka ákvarðanir sem miðað að því að tryggja velferð þjóðarinnar efnahagslega og öryggislega, einkum þegar efnahagshorfur í heiminum eru óstöðugar. Í því samhengi vegur þungt fæðuöryggi þessarar þjóðar. Kjör íslensku bændastéttarinnar hafa hnignað mikið undanfarin ár og sá sem þessi orð skrifar hefur áhyggjur af framtíð hennar. Í reynd eru talsmenn íslensks landbúnaðar fáir og vanmáttugir. Stjórnmálamenn virðist litinn skilning hafa af ástandinu hjá íslenskum bændum og ef marka má umræðuna á Alþingi virðast þeir oft ekki sjá skóginn fyrir trjánum. Afar brýnt er að íslenskir stjórnmálamenn vakni og einbeiti sér að því að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar í ótryggum heimi. Staða bænda á Íslandi er slæm og hefur versnað mikið að undanförnu. Lítið ber á viðbrögðum ríkisstjórnarinnar eða stjórnmálamanna almennt við þessu ástandi sem er grafalvarlegt. Nýliðun í stétt bænda er ekki næg ef horft er til framtíðarinnar, fjölgun þjóðarinnar og aukins álags vegna sívaxandi straums ferðamanna til landsins. Fjölgun þjóðarinnar er staðreynd sem ber að horfa til en ljóst er eins og staðan er núna að það verður ekki hægt að halda í við þá þróun hvað landbúnað og fæðuframleiðslu varðar, verði ekki gripið til aðgerða. Horfur í efnahags- og stjórnmálum heimsins bæta heldur ekki úr skák. Hagsmunasamtök kaupmanna tala fyrir auknum innflutningi á matvörum eins og það sé lausnin á vandanum. Staðreyndin er sú að íslenskur landbúnaður býr ekki við alla þá styrki og miðstýringu sem landbúnaður í Evrópu og jafnvel Bandaríkjunum býr við. Staðreynd málsins er sú að íslenskir bændur búa við verri skilyrði þegar kemur að ræktun, styrkjum, tollum og allri aðstoð í sínum rekstri en t.d. bændur innan Evrópusambandsins og jafnvel annars staðar. Allt tal um aukinn innflutning er til höfuðs íslenskum bændum sem geta ekki keppt við niðurgreidda landbúnaðarframleiðslu frá Evrópu. Það þjónar heldur ekki öryggi þessarar þjóðar, hvorki efnahagslega en að öðru leyti, að huga ekki vel að eigin fæðuöryggi með því að tryggja eigin framleiðslu. Það er orðið tímabært að bændur fái hljómgrunn hjá ráðamönnum sem hafa ef eitthvað fjarlægst þá mikið. Matvælaframleiðendur eiga sér fáa talsmenn og þeir stjórnmálamenn sem nú eru á Alþingi virðast hafa litla þekkingu og skilning á stöðunni sem gengur ekki upp. Öryggi þjóðarinnar í fæðumálum er í uppnámi og í því ástandi sem nú er í heimi óstöðuleika er mikilvægt að byggt sé undir íslenskan landbúnað og matvælaframleiðslu. Það sjá það allir sem vilja að til að íslenskur landbúnaður geti keppt við innflutning þá þurfi að auka við styrki og stuðning við íslenska bændur. Íslenskur landbúnaður er einstakur á heimsvísu þegar kemur að heilbrigði og gæðum til neytenda og því er til mikils að vinna að styðja betur við hann. Höfundur er Hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson NATO Landbúnaður Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Víða er ótryggt ástand bæði efnahagslega og hernaðarlega. Óstöðugleikinn vegna átaka bæði í Ísrael og Úkraínu hefur ýtt undir ákveðnar efnahagsþrengingar. Mörg ríki þar á meðal Bandaríkin hafa varað við þessu ástandi og einkum áhrif þess á efnahagsmál. Hafa sum ríki gripið til ráðstafana sem eiga að draga úr hversu háð þau eru öðrum ríkjum efnahagslega og í öryggismálum. Það má velta fyrir sér hversu mikið öryggi NATÓ aðild veitir en stríðið í Úkraínu sýndi að ekki var hægt að ganga að samheldninni vísri. Ef til vill flýtur lítið eyríki eins og Ísland sofandi að feigðarósi ef það telur öryggi sínu borgið í einni sæng með bandalagsríkjum NATÓ. Eflaust má benda á ýmis rök með og á móti en sem betur fer hefur aldrei reynt á þetta í sögu NATÓ. Lítið örríki eins og Ísland getur sín lítils í heimi stórvelda þrátt fyrir að fyrrv. forseti lýðveldisins leiki sér að því á eftirlaunaaldri að telja okkur trú um að við séum mikils megnug í umhverfismálum heimsins og okkar ágæti forsætisráðherra telur að við höfum rödd í heimi stjórnmálanna þannig mark sé tekið á. Auðvitað getur þessa litla þjóð verið fyrirmynd en áhrif hennar á heimsmálin eru hverfandi þó atvinnustjórnmálamenn vilji telja okkur þegnum landsins trú um annað. Getuleysi stjórnmálamanna hér á landi felst í því að vera ekki nægilega framsýnir og hafa dug til að taka ákvarðanir sem miðað að því að tryggja velferð þjóðarinnar efnahagslega og öryggislega, einkum þegar efnahagshorfur í heiminum eru óstöðugar. Í því samhengi vegur þungt fæðuöryggi þessarar þjóðar. Kjör íslensku bændastéttarinnar hafa hnignað mikið undanfarin ár og sá sem þessi orð skrifar hefur áhyggjur af framtíð hennar. Í reynd eru talsmenn íslensks landbúnaðar fáir og vanmáttugir. Stjórnmálamenn virðist litinn skilning hafa af ástandinu hjá íslenskum bændum og ef marka má umræðuna á Alþingi virðast þeir oft ekki sjá skóginn fyrir trjánum. Afar brýnt er að íslenskir stjórnmálamenn vakni og einbeiti sér að því að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar í ótryggum heimi. Staða bænda á Íslandi er slæm og hefur versnað mikið að undanförnu. Lítið ber á viðbrögðum ríkisstjórnarinnar eða stjórnmálamanna almennt við þessu ástandi sem er grafalvarlegt. Nýliðun í stétt bænda er ekki næg ef horft er til framtíðarinnar, fjölgun þjóðarinnar og aukins álags vegna sívaxandi straums ferðamanna til landsins. Fjölgun þjóðarinnar er staðreynd sem ber að horfa til en ljóst er eins og staðan er núna að það verður ekki hægt að halda í við þá þróun hvað landbúnað og fæðuframleiðslu varðar, verði ekki gripið til aðgerða. Horfur í efnahags- og stjórnmálum heimsins bæta heldur ekki úr skák. Hagsmunasamtök kaupmanna tala fyrir auknum innflutningi á matvörum eins og það sé lausnin á vandanum. Staðreyndin er sú að íslenskur landbúnaður býr ekki við alla þá styrki og miðstýringu sem landbúnaður í Evrópu og jafnvel Bandaríkjunum býr við. Staðreynd málsins er sú að íslenskir bændur búa við verri skilyrði þegar kemur að ræktun, styrkjum, tollum og allri aðstoð í sínum rekstri en t.d. bændur innan Evrópusambandsins og jafnvel annars staðar. Allt tal um aukinn innflutning er til höfuðs íslenskum bændum sem geta ekki keppt við niðurgreidda landbúnaðarframleiðslu frá Evrópu. Það þjónar heldur ekki öryggi þessarar þjóðar, hvorki efnahagslega en að öðru leyti, að huga ekki vel að eigin fæðuöryggi með því að tryggja eigin framleiðslu. Það er orðið tímabært að bændur fái hljómgrunn hjá ráðamönnum sem hafa ef eitthvað fjarlægst þá mikið. Matvælaframleiðendur eiga sér fáa talsmenn og þeir stjórnmálamenn sem nú eru á Alþingi virðast hafa litla þekkingu og skilning á stöðunni sem gengur ekki upp. Öryggi þjóðarinnar í fæðumálum er í uppnámi og í því ástandi sem nú er í heimi óstöðuleika er mikilvægt að byggt sé undir íslenskan landbúnað og matvælaframleiðslu. Það sjá það allir sem vilja að til að íslenskur landbúnaður geti keppt við innflutning þá þurfi að auka við styrki og stuðning við íslenska bændur. Íslenskur landbúnaður er einstakur á heimsvísu þegar kemur að heilbrigði og gæðum til neytenda og því er til mikils að vinna að styðja betur við hann. Höfundur er Hæstaréttarlögmaður.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar