Bandaríkin einangruð og alþjóðasamfélagið verði að grípa inn í Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. desember 2023 21:03 Svanhildur Þorvaldsdóttir ræddi við fréttastofu Stöðvar 2 um niðurstöðu Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og ástandið á Gasa. Stöð 2 Sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum segir að niðurstaða Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að hafna vopnahléi sýni einangrun Bandaríkjanna innan stofnunarinnar og flókna stöðu aðalritarans. Lokapunktur í átökunum sé ekki í sjónmáli og alþjóðasamfélagið verði að grípa inn í. Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi gegn tillögu um vopnahlé á Gasa. Fréttastofa Stöðvar 2 fjallaði um niðurstöðuna, ástandið á Gasa og mótmæli gegn stjórnvöldum. Svanhildur Þorvaldsdóttir, lektor við HÍ og sérfræðingur í málefnum Sameinuðu þjóðanna, kom í myndver fréttastofu og ræddi við Sindra Sindrason, fréttaþul, um niðurstöðu Öryggisráðsins. Horfa má á viðtal við hana frá tímanum 2:20 í klippunni fyrir neðan: Niðurstaðan komi lítið á óvart „Þessi niðurstaða kemur í sjálfu sér ekki á óvart og er áframhald á þessari pattstöðu sem hefur verið á málefnum Ísraels og Palestínu innan Sameinuðu þjóðanna,“ sagði Svanhildur aðspurð út í það hvaða þýðingu niðurstaðan hefði. „Það sem kemur kannski á óvart og er áhugavert í þessu samhengi er að aðalritarinn nýtir þarna 99. grein stofnsáttmálans til að kalla saman öryggisráðið til að fjalla um þetta,“ bætti hún við. Að sögn Svanhildar sýni niðurstaðan tvennt. „Bandaríkin eru að verða einangraðri og einangraðri innan Sameinuðu þjóðanna þegar kemur að þessu málefni,“ sagði hún. „En það sýnir líka flókna og erfiða stöðu aðalritarans sem yfirmanns stofnunarinnar og þar með starfsmanna þeirra sem eru í auknum mæli að kalla eftir meiri aðgerðum og benda á mannúðarástandið á Gasa og svo hins vegar aðila sem vinnur í krafti samvinnu og samstarfs við aðildarríkin og þá sérstaklega stórveldin. Þannig þetta er ekki eitthvað sem styrkir samband Bandaríkjanna og Sameinuðu þjóðanna í þessu málefni,“ sagði Svanhildur. Erfitt að sjá annað en áframhald af núverandi ástandi Ísrael hafa sagt að ef Hamas gefst, sem engar líkur eru á að gerist, að þá sé stríðið búið. Er einhver lokapunktur í þessu máli? „Það myndu flest stríð enda hratt ef annar aðilinn gæfist bara upp og ástæðan fyrir því að þau gera það ekki er að hvorugur er tilbúinn til þess og Ísrael veit fullvel að Hamas er ekkert að fara að gefast upp. Þannig að nei, ég held að við sjáum ekkert fram á neinn lokapunkt,“ sagði Svanhildur. „Þetta heldur áfram og svo kemur einhvern tímann vopnahlé. Við sjáum hvað kemur í kjölfarið af því en í raun og veru held ég að það sé erfitt að sjá annað en áframhald af þessu sem hefur verið að gerast undanfarið,“ bætti hún við. Alþjóðasamfélagið verði að grípa inn í hörmungarástand Ísraelar eru mjög agressífir. Er það að einhverju leyti skiljanlegt hvað þeir berjast hart? „Eins og Ísrael hafa sagt og Bandaríkin hafa stutt við, þá hafa þeir sinn rétt til sjálfsvarnar. Þeir sjá þessa árás sem gerist í byrjun nóvember og er mjög stór og hefur mikil áhrif á ísraelskt þjóðfélag. Að einhverju leyti skilur maður að það séu ákveðin straumhvörf hjá þeim,“ sagði hún um Ísraela. „Það sem hefur svo gerst í kjölfarið er þetta hörmungarástand sem almennir borgarar á Gasa eru að verða fyrir og eitthvað sem alþjóðasamfélagið þyrfti að gera eitthvað í,“ sagði hún að lokum. Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Palestínumenn berháttaðir og handjárnaðir af Ísraelsher Ísraelsher smalaði saman tugum palestínskra karlmanna í norðurhluta Gasa í dag. Mennirnir voru afklæddir, handjárnaðir og bundið var fyrir augu þeirra áður en þeir voru látnir krjúpa á jörðinni. 8. desember 2023 19:51 Guterres nýtir sér 99. ákvæðið og varar við algjöru hruni á Gasa António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur í fyrsta sinn nýtt sér 99. ákvæði sáttmála Sameinuðu þjóðanna til að vekja athygli Öryggisráðsins á yfirvofandi „hruni“ mannúðarkerfisins á Gasa. 7. desember 2023 06:42 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi gegn tillögu um vopnahlé á Gasa. Fréttastofa Stöðvar 2 fjallaði um niðurstöðuna, ástandið á Gasa og mótmæli gegn stjórnvöldum. Svanhildur Þorvaldsdóttir, lektor við HÍ og sérfræðingur í málefnum Sameinuðu þjóðanna, kom í myndver fréttastofu og ræddi við Sindra Sindrason, fréttaþul, um niðurstöðu Öryggisráðsins. Horfa má á viðtal við hana frá tímanum 2:20 í klippunni fyrir neðan: Niðurstaðan komi lítið á óvart „Þessi niðurstaða kemur í sjálfu sér ekki á óvart og er áframhald á þessari pattstöðu sem hefur verið á málefnum Ísraels og Palestínu innan Sameinuðu þjóðanna,“ sagði Svanhildur aðspurð út í það hvaða þýðingu niðurstaðan hefði. „Það sem kemur kannski á óvart og er áhugavert í þessu samhengi er að aðalritarinn nýtir þarna 99. grein stofnsáttmálans til að kalla saman öryggisráðið til að fjalla um þetta,“ bætti hún við. Að sögn Svanhildar sýni niðurstaðan tvennt. „Bandaríkin eru að verða einangraðri og einangraðri innan Sameinuðu þjóðanna þegar kemur að þessu málefni,“ sagði hún. „En það sýnir líka flókna og erfiða stöðu aðalritarans sem yfirmanns stofnunarinnar og þar með starfsmanna þeirra sem eru í auknum mæli að kalla eftir meiri aðgerðum og benda á mannúðarástandið á Gasa og svo hins vegar aðila sem vinnur í krafti samvinnu og samstarfs við aðildarríkin og þá sérstaklega stórveldin. Þannig þetta er ekki eitthvað sem styrkir samband Bandaríkjanna og Sameinuðu þjóðanna í þessu málefni,“ sagði Svanhildur. Erfitt að sjá annað en áframhald af núverandi ástandi Ísrael hafa sagt að ef Hamas gefst, sem engar líkur eru á að gerist, að þá sé stríðið búið. Er einhver lokapunktur í þessu máli? „Það myndu flest stríð enda hratt ef annar aðilinn gæfist bara upp og ástæðan fyrir því að þau gera það ekki er að hvorugur er tilbúinn til þess og Ísrael veit fullvel að Hamas er ekkert að fara að gefast upp. Þannig að nei, ég held að við sjáum ekkert fram á neinn lokapunkt,“ sagði Svanhildur. „Þetta heldur áfram og svo kemur einhvern tímann vopnahlé. Við sjáum hvað kemur í kjölfarið af því en í raun og veru held ég að það sé erfitt að sjá annað en áframhald af þessu sem hefur verið að gerast undanfarið,“ bætti hún við. Alþjóðasamfélagið verði að grípa inn í hörmungarástand Ísraelar eru mjög agressífir. Er það að einhverju leyti skiljanlegt hvað þeir berjast hart? „Eins og Ísrael hafa sagt og Bandaríkin hafa stutt við, þá hafa þeir sinn rétt til sjálfsvarnar. Þeir sjá þessa árás sem gerist í byrjun nóvember og er mjög stór og hefur mikil áhrif á ísraelskt þjóðfélag. Að einhverju leyti skilur maður að það séu ákveðin straumhvörf hjá þeim,“ sagði hún um Ísraela. „Það sem hefur svo gerst í kjölfarið er þetta hörmungarástand sem almennir borgarar á Gasa eru að verða fyrir og eitthvað sem alþjóðasamfélagið þyrfti að gera eitthvað í,“ sagði hún að lokum.
Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Palestínumenn berháttaðir og handjárnaðir af Ísraelsher Ísraelsher smalaði saman tugum palestínskra karlmanna í norðurhluta Gasa í dag. Mennirnir voru afklæddir, handjárnaðir og bundið var fyrir augu þeirra áður en þeir voru látnir krjúpa á jörðinni. 8. desember 2023 19:51 Guterres nýtir sér 99. ákvæðið og varar við algjöru hruni á Gasa António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur í fyrsta sinn nýtt sér 99. ákvæði sáttmála Sameinuðu þjóðanna til að vekja athygli Öryggisráðsins á yfirvofandi „hruni“ mannúðarkerfisins á Gasa. 7. desember 2023 06:42 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Palestínumenn berháttaðir og handjárnaðir af Ísraelsher Ísraelsher smalaði saman tugum palestínskra karlmanna í norðurhluta Gasa í dag. Mennirnir voru afklæddir, handjárnaðir og bundið var fyrir augu þeirra áður en þeir voru látnir krjúpa á jörðinni. 8. desember 2023 19:51
Guterres nýtir sér 99. ákvæðið og varar við algjöru hruni á Gasa António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur í fyrsta sinn nýtt sér 99. ákvæði sáttmála Sameinuðu þjóðanna til að vekja athygli Öryggisráðsins á yfirvofandi „hruni“ mannúðarkerfisins á Gasa. 7. desember 2023 06:42