Enginn kennari náði öllu réttu á prófi í talmáli unglinga Lovísa Arnardóttir skrifar 8. desember 2023 12:21 Sveinbjörg Lára Kristjánsdóttir, til vinstri, og Þórhildur Freyja Erlingsdóttir er til hægri. Aðsend Tveir nemendur í 9. bekk í Dalskóla, Sveinbjörg Lára Kristjánsdóttir og Þórhildur Freyja Erlingsdóttir, bjuggu til próf og lögðu fyrir bæði kennara og starfsfólk skólans í vikunni. Prófið heitir Nú til dags íslenska og er þar verið að kanna þekkingu á talmáli og slangri unglinga í dag. Enginn náði öllu réttu. Prófið var búið til í framhaldi af umræðum meðal nemenda og íslenskukennara skólans um niðurstöður PISA könnunarinnar. Ein setningin sem starfsfólk og kennarar voru beðnir að þýða er: Það nn örg eih að fara með þer a mrg Þá var einnig spurt um ýmis orð og orðasambönd og beðið um útskýringu á þeim. Orðin sem voru lögð fyrir voru til dæmis nöllur, no cap, te, rizz og jumpa. Prófið í heild sinni. Samsett Alls tóku prófið 48 starfsmenn og kennarar. Enginn náði öllu réttu og fékk A. Um tuttugu prósent fengu B eða B+. Um 38 prósent fengu C eða C+ og 33 prósent fengu D, eða fall. „Við ætluðum fyrst að gera lítið próf fyrir íslenskukennarann okkar. Hún var alltaf að tala um að krökkum gekk illa að skilja eldra fólk og við vildum líka sýna að það gæti snúið hinsegin. Að eldra fólk skilur heldur ekki alveg hvað unga fólkið er að segja,“ segir Sveinbjörg. Hún segir að þær hafi svo sýnt Hildi skólastjóra prófið og hún stungið upp á því að láta allt starfsfólkið taka prófið. „Við fórum bara strax í það,“ segir Þórhildur. Leituðu til vina og vinkvenna Spurðar um hvernig þær ákváðu hvaða setningar og orð færu í prófið segja þær að til að byrja með hafi þær sett inn það sem þeim hafi dottið í hug. Svo hafi þær spurt vinkonur sína og vini hvað þeim þætti eiga að vera í prófinu. „Til að vera alveg viss þá spurðum við vini okkar og það vissu allir alveg hvað við vorum að tala um á prófinu,“ segir Sveinbjörg. Þær hafi viljað tryggja að þau væru sammála um að það sem þær settu á prófið væri raunverulegt talmál ungs fólks. Ég tók prófið og gat ekki leyst úr þessu öllu. Hvað þýðir til dæmis að vera dry? „Það er bara að svara í einu orði í stað þess að svara í setningu,“ segir Þórhildur og Sveinbjörg grípur orðið: „Eins og segja: Ég er fara til útlanda“ og sá sem svarar segir bara ok eða gerir thumbs up. Í staðinn fyrir að segja bara „Vá, geggjað gaman“ eða eitthvað svoleiðis.“ Þær segja niðurstöðurnar ekki endilega hafa komið þeim mikið á óvart. „En það kom samt frekar mikið á óvart hversu mörgum gekk vel. En svo skoðuðum við hverjir það voru og þá voru það allt stuðningsfulltrúar sem eru um tvítugt,“ segir Sveinbjörg og að flestum sem hafi gengið mjög illa hafi verið í eldri kantinum. Fullorðnir þurfi líka að reyna að skilja ungt fólk betur Spurðar hvað þær viti um PISA könnunina segja þær að í vikunni hafi þær heyrt að krökkum á Íslandi hafi gengið illa. Umræðurnar um það hafi ekki farið framhjá þeim. „Sumt fólk er ekki mjög ánægt með unga fólkið og heldur að það sé ekki nógu tilbúið fyrir lífið,“ segir Sveinbjörg og að með prófinu sínu hafi þær viljað benda eldra fólkinu á að það sé ekki bara unga fólkið sem þurfi að leggja meiri metnað í að skilja betur. Lausnin á prófinu. Samsett Það er dálítið talað um námsefnið. Finnst ykkur það skemmtilegt? Eins og bækurnar sem þið lesið? „Mér finnst að börn ættu alveg að geta haft meiri áhrif á það hvaða bækur eru lesnar í íslenskutímum,“ segir Þórhildur og Sveinbjörg tekur undir það. Þá segja þær það ekki endilega bestu leiðina að láta alla lesa það sama. Krakkar hafi ólík áhugasvið. Það ætti að vera meira val og mikil þörf sé á að þýða fleiri og fjölbreyttari bækur fyrir börn og unglinga. Finnst ykkur svona próf eins og PISA skipta máli? „Já, og nei. Þau skipta alveg máli, en eitt próf kannski sýnir ekki hvernig öllum krökkum gengur að lesa. Það er ekki hægt að dæma bara út frá því,“ segir Þórhildur. Þær segjast ekki endilega lesa mikið í sínum frítíma en hámi í sig bækurnar þegar þær finni skemmtilegar bækur. Þeim finnst úrvalið þó ekki nógu gott en viðurkenna að þær hafi kannski ekki leitað mjög mikið. „Það er hægt að gera svo mikið meira en að lesa núna. Við erum oft að hekla eða hittast og horfa. Ég held ég lesi minna því það er ekki hægt að gera neitt annað þegar ég er að lesa,“ segir Sveinbjörg og meinar þá að þegar hún heklar er hægt að spjalla eða horfa saman á eitthvað í leiðinni. Ekki til að draga úr niðurstöðum PISA Hildur Jóhannesdóttir, skólastjóri Dalskóla, aðstoðaði þær Þórhildi og Sveinbjörgu við að koma prófinu á framfæri. Hún tók prófið eins og annað starfsfólk og féll á því, fékk D. Það sé algerlega að þeirra frumkvæði og hafi verið mjög valdeflandi fyrir þær. „Við vorum að ræða við krakkana um mikilvægi lesskilnings. Um mikilvægi þess að beita íslenskunni og skilja hvað er á milli línanna. Það sé mikilvægt að vita hvað orð þýða,“ segir Hildur og að einnig hafi það verið rætt hversu langur vegurinn sé orðinn á milli ritmáls og talmáls. Sveinbjörg, Þórhildur og Hildur skólastjóri. Aðsend „Upprunalega hugmyndin var að sýna íslenskukennurunum að þau skildu ekki tungumál unglinganna. Þannig það er ekki bara langur vegur á milli talmáls og ritmáls, heldur líka á milli tungutaks unglinganna og þekkingar kennara. Svo ákváðu þær að taka þetta lengra og búa til próf,“ segir Hildur. Hún segir að prófið hafi alls ekki verið gert til höfuðs PISA. „Auðvitað höfum við áhyggjur af því og viljum rýna þessar niðurstöður. Við viljum auka ást á tungumálinu okkar. Auðugt tungumál og auðug hugsun er vald og tæki.“ Hér að neðan er hægt að sjá myndir af fyrri og seinni hluta prófsins við hlið lausnarinnar. Fyrri hluti prófsins og lausnin. Samsett Seinni hluti Seinni hluti prófsins og lausn þess. Samsett Grunnskólar Skóla - og menntamál Íslensk tunga PISA-könnun Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Erum í umtalsverðum breytingum á menntakerfinu“ Ásmundur Einar Daðason, mennta-og barnamálaráðherra, segir niðurstöður PISA könnunarinnar krefja stjórnvöld um að rýna í það sem verið sé að gera í menntamálum. Í undirbúningi séu töluverðar breytingar, meðal annars nýtt matskerfi. 8. desember 2023 09:03 „Erum í umtalsverðum breytingum á menntakerfinu“ Ásmundur Einar Daðason, mennta-og barnamálaráðherra, segir niðurstöður PISA könnunarinnar krefja stjórnvöld um að rýna í það sem verið sé að gera í menntamálum. Í undirbúningi séu töluverðar breytingar, meðal annars nýtt matskerfi. 8. desember 2023 09:03 Segjast öll hafa passað sig á að kollsteypa ekki skólakerfinu Þrír fyrrverandi ráðherrar menntamála segjast allir hafa gætt þess að kollsteypa ekki skólakerfinu í sinni ráðherratíð. Þau eru öll sammála um að niðurstöður nýrrar PISA könnunar séu áfall. 8. desember 2023 08:00 Stjórnmálamenn þurfi að hætta að „fikta í mikilvægustu innviðunum“ Sérfræðingar í menntavísindum segja vandann að baki niðurstöðum PISA könnunarinnar margþættan. Það hafi verið gerðar miklar og tíðar breytingar á menntakerfinu en einnig verði að líta til breytinga innan heimila. Þá sé ekki sé hægt að líta framhjá stöðu íslenskunnar. 7. desember 2023 15:19 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Prófið var búið til í framhaldi af umræðum meðal nemenda og íslenskukennara skólans um niðurstöður PISA könnunarinnar. Ein setningin sem starfsfólk og kennarar voru beðnir að þýða er: Það nn örg eih að fara með þer a mrg Þá var einnig spurt um ýmis orð og orðasambönd og beðið um útskýringu á þeim. Orðin sem voru lögð fyrir voru til dæmis nöllur, no cap, te, rizz og jumpa. Prófið í heild sinni. Samsett Alls tóku prófið 48 starfsmenn og kennarar. Enginn náði öllu réttu og fékk A. Um tuttugu prósent fengu B eða B+. Um 38 prósent fengu C eða C+ og 33 prósent fengu D, eða fall. „Við ætluðum fyrst að gera lítið próf fyrir íslenskukennarann okkar. Hún var alltaf að tala um að krökkum gekk illa að skilja eldra fólk og við vildum líka sýna að það gæti snúið hinsegin. Að eldra fólk skilur heldur ekki alveg hvað unga fólkið er að segja,“ segir Sveinbjörg. Hún segir að þær hafi svo sýnt Hildi skólastjóra prófið og hún stungið upp á því að láta allt starfsfólkið taka prófið. „Við fórum bara strax í það,“ segir Þórhildur. Leituðu til vina og vinkvenna Spurðar um hvernig þær ákváðu hvaða setningar og orð færu í prófið segja þær að til að byrja með hafi þær sett inn það sem þeim hafi dottið í hug. Svo hafi þær spurt vinkonur sína og vini hvað þeim þætti eiga að vera í prófinu. „Til að vera alveg viss þá spurðum við vini okkar og það vissu allir alveg hvað við vorum að tala um á prófinu,“ segir Sveinbjörg. Þær hafi viljað tryggja að þau væru sammála um að það sem þær settu á prófið væri raunverulegt talmál ungs fólks. Ég tók prófið og gat ekki leyst úr þessu öllu. Hvað þýðir til dæmis að vera dry? „Það er bara að svara í einu orði í stað þess að svara í setningu,“ segir Þórhildur og Sveinbjörg grípur orðið: „Eins og segja: Ég er fara til útlanda“ og sá sem svarar segir bara ok eða gerir thumbs up. Í staðinn fyrir að segja bara „Vá, geggjað gaman“ eða eitthvað svoleiðis.“ Þær segja niðurstöðurnar ekki endilega hafa komið þeim mikið á óvart. „En það kom samt frekar mikið á óvart hversu mörgum gekk vel. En svo skoðuðum við hverjir það voru og þá voru það allt stuðningsfulltrúar sem eru um tvítugt,“ segir Sveinbjörg og að flestum sem hafi gengið mjög illa hafi verið í eldri kantinum. Fullorðnir þurfi líka að reyna að skilja ungt fólk betur Spurðar hvað þær viti um PISA könnunina segja þær að í vikunni hafi þær heyrt að krökkum á Íslandi hafi gengið illa. Umræðurnar um það hafi ekki farið framhjá þeim. „Sumt fólk er ekki mjög ánægt með unga fólkið og heldur að það sé ekki nógu tilbúið fyrir lífið,“ segir Sveinbjörg og að með prófinu sínu hafi þær viljað benda eldra fólkinu á að það sé ekki bara unga fólkið sem þurfi að leggja meiri metnað í að skilja betur. Lausnin á prófinu. Samsett Það er dálítið talað um námsefnið. Finnst ykkur það skemmtilegt? Eins og bækurnar sem þið lesið? „Mér finnst að börn ættu alveg að geta haft meiri áhrif á það hvaða bækur eru lesnar í íslenskutímum,“ segir Þórhildur og Sveinbjörg tekur undir það. Þá segja þær það ekki endilega bestu leiðina að láta alla lesa það sama. Krakkar hafi ólík áhugasvið. Það ætti að vera meira val og mikil þörf sé á að þýða fleiri og fjölbreyttari bækur fyrir börn og unglinga. Finnst ykkur svona próf eins og PISA skipta máli? „Já, og nei. Þau skipta alveg máli, en eitt próf kannski sýnir ekki hvernig öllum krökkum gengur að lesa. Það er ekki hægt að dæma bara út frá því,“ segir Þórhildur. Þær segjast ekki endilega lesa mikið í sínum frítíma en hámi í sig bækurnar þegar þær finni skemmtilegar bækur. Þeim finnst úrvalið þó ekki nógu gott en viðurkenna að þær hafi kannski ekki leitað mjög mikið. „Það er hægt að gera svo mikið meira en að lesa núna. Við erum oft að hekla eða hittast og horfa. Ég held ég lesi minna því það er ekki hægt að gera neitt annað þegar ég er að lesa,“ segir Sveinbjörg og meinar þá að þegar hún heklar er hægt að spjalla eða horfa saman á eitthvað í leiðinni. Ekki til að draga úr niðurstöðum PISA Hildur Jóhannesdóttir, skólastjóri Dalskóla, aðstoðaði þær Þórhildi og Sveinbjörgu við að koma prófinu á framfæri. Hún tók prófið eins og annað starfsfólk og féll á því, fékk D. Það sé algerlega að þeirra frumkvæði og hafi verið mjög valdeflandi fyrir þær. „Við vorum að ræða við krakkana um mikilvægi lesskilnings. Um mikilvægi þess að beita íslenskunni og skilja hvað er á milli línanna. Það sé mikilvægt að vita hvað orð þýða,“ segir Hildur og að einnig hafi það verið rætt hversu langur vegurinn sé orðinn á milli ritmáls og talmáls. Sveinbjörg, Þórhildur og Hildur skólastjóri. Aðsend „Upprunalega hugmyndin var að sýna íslenskukennurunum að þau skildu ekki tungumál unglinganna. Þannig það er ekki bara langur vegur á milli talmáls og ritmáls, heldur líka á milli tungutaks unglinganna og þekkingar kennara. Svo ákváðu þær að taka þetta lengra og búa til próf,“ segir Hildur. Hún segir að prófið hafi alls ekki verið gert til höfuðs PISA. „Auðvitað höfum við áhyggjur af því og viljum rýna þessar niðurstöður. Við viljum auka ást á tungumálinu okkar. Auðugt tungumál og auðug hugsun er vald og tæki.“ Hér að neðan er hægt að sjá myndir af fyrri og seinni hluta prófsins við hlið lausnarinnar. Fyrri hluti prófsins og lausnin. Samsett Seinni hluti Seinni hluti prófsins og lausn þess. Samsett
Grunnskólar Skóla - og menntamál Íslensk tunga PISA-könnun Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Erum í umtalsverðum breytingum á menntakerfinu“ Ásmundur Einar Daðason, mennta-og barnamálaráðherra, segir niðurstöður PISA könnunarinnar krefja stjórnvöld um að rýna í það sem verið sé að gera í menntamálum. Í undirbúningi séu töluverðar breytingar, meðal annars nýtt matskerfi. 8. desember 2023 09:03 „Erum í umtalsverðum breytingum á menntakerfinu“ Ásmundur Einar Daðason, mennta-og barnamálaráðherra, segir niðurstöður PISA könnunarinnar krefja stjórnvöld um að rýna í það sem verið sé að gera í menntamálum. Í undirbúningi séu töluverðar breytingar, meðal annars nýtt matskerfi. 8. desember 2023 09:03 Segjast öll hafa passað sig á að kollsteypa ekki skólakerfinu Þrír fyrrverandi ráðherrar menntamála segjast allir hafa gætt þess að kollsteypa ekki skólakerfinu í sinni ráðherratíð. Þau eru öll sammála um að niðurstöður nýrrar PISA könnunar séu áfall. 8. desember 2023 08:00 Stjórnmálamenn þurfi að hætta að „fikta í mikilvægustu innviðunum“ Sérfræðingar í menntavísindum segja vandann að baki niðurstöðum PISA könnunarinnar margþættan. Það hafi verið gerðar miklar og tíðar breytingar á menntakerfinu en einnig verði að líta til breytinga innan heimila. Þá sé ekki sé hægt að líta framhjá stöðu íslenskunnar. 7. desember 2023 15:19 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
„Erum í umtalsverðum breytingum á menntakerfinu“ Ásmundur Einar Daðason, mennta-og barnamálaráðherra, segir niðurstöður PISA könnunarinnar krefja stjórnvöld um að rýna í það sem verið sé að gera í menntamálum. Í undirbúningi séu töluverðar breytingar, meðal annars nýtt matskerfi. 8. desember 2023 09:03
„Erum í umtalsverðum breytingum á menntakerfinu“ Ásmundur Einar Daðason, mennta-og barnamálaráðherra, segir niðurstöður PISA könnunarinnar krefja stjórnvöld um að rýna í það sem verið sé að gera í menntamálum. Í undirbúningi séu töluverðar breytingar, meðal annars nýtt matskerfi. 8. desember 2023 09:03
Segjast öll hafa passað sig á að kollsteypa ekki skólakerfinu Þrír fyrrverandi ráðherrar menntamála segjast allir hafa gætt þess að kollsteypa ekki skólakerfinu í sinni ráðherratíð. Þau eru öll sammála um að niðurstöður nýrrar PISA könnunar séu áfall. 8. desember 2023 08:00
Stjórnmálamenn þurfi að hætta að „fikta í mikilvægustu innviðunum“ Sérfræðingar í menntavísindum segja vandann að baki niðurstöðum PISA könnunarinnar margþættan. Það hafi verið gerðar miklar og tíðar breytingar á menntakerfinu en einnig verði að líta til breytinga innan heimila. Þá sé ekki sé hægt að líta framhjá stöðu íslenskunnar. 7. desember 2023 15:19