„Erum að finna gott jafnvægi á milli samkenndar og samkeppni“ Andri Már Eggertsson skrifar 7. desember 2023 22:17 Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, var ánægður með sigurinn Vísir/Anton Brink Álftanes vann öruggan sigur gegn Haukum 90-67. Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, var afar ánægður með sigurinn og hrósaði liðsheildinni. „Haukar gerðu vel í að ýta okkur út úr aðgerðum á tímabili í leiknum en við náðum að halda okkur inn í því sem við lögðum upp með,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson eftir leik. Kjartan var ánægður með byrjunina en Álftanes gerði fyrstu átta stigin og fékk aðeins á sig 13 stig í fyrsta leikhluta. „Þetta var sérstakur leikur til þess að gíra sig upp í þar sem við vorum í mjög tilfinningaríkum leik síðasta föstudag og menn þurftu að jafna sig eftir hann og það skipti miklu máli að byrja þennan leik sterkt.“ Haukar og Álftanes skiptust á leikmönnum þar sem Ville Tahvanainen kom í Álftanes frá Haukum og Daniel Love fór í Hauka frá Álftanesi. Var það snúin staða fyrir þá að mætast? „Það voru örugglega einhverjar tilfinningar hjá mönnum að koma inn í þennan leik. Þeir voru án Okeke og þá breyttist leikplanið þeirra eins og á móti Hetti. Við nutum góðs af því að hafa séð þá spila gegn Hetti og séð leikplanið hjá þeim sem var mjög gott og skilaði sigri.“ Kjartan var ánægður með hvernig Álftanes nýtti hæða muninn. Álftanes tók 17 sóknarfráköst og í heildina 53 fráköst. Álftanes hefur unnið þrjá leiki í röð og Kjartan var ánægður með liðsheildina og sagði að liðið væri á þeim gatnamótum þar sem liðsheild verður til. „Ég var rosa ánægður með leikinn þrátt fyrir að Eysteinn [Bjarni Ævarsson] og Hörður [Axel Vilhjálmsson] væru frá og þetta eru tveir leikmenn sem spila mikið og skipta okkur miklu máli.“ „Frá því að ég kom hingað og pottþétt áður en ég kom líka hefur næsti maður hefur alltaf verið tilbúinn. Við fengum Steinar Snæ [Guðmundsson] mjög öflugan inn í þennan leik, Ragnar Jósef [Ragnarsson] kom inn og setti þrist í fyrri hálfleik sem var gott og Cedrick [Bowen] kom með mikla orku inn í síðari hálfleik. Þetta skiptir svo miklu máli að allir séu að koma inn í leikinn og leggja sitt af mörkum.“ „Við erum að komast að því hverjir við erum og við erum að læra inn á hvorn annan. Það tekur tíma fyrir lið og mynda traust á báðum endum og skilja hvorn annan. Við erum að finna gott jafnvægi á milli samkenndar og samkeppni. Allar liðsheildir verða til á þeim gatnamótum og við höldum áfram og kynnumst sjálfum okkur,“ sagði ljóðrænn Kjartan Atli Kjartansson að lokum. UMF Álftanes Subway-deild karla Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Sjá meira
„Haukar gerðu vel í að ýta okkur út úr aðgerðum á tímabili í leiknum en við náðum að halda okkur inn í því sem við lögðum upp með,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson eftir leik. Kjartan var ánægður með byrjunina en Álftanes gerði fyrstu átta stigin og fékk aðeins á sig 13 stig í fyrsta leikhluta. „Þetta var sérstakur leikur til þess að gíra sig upp í þar sem við vorum í mjög tilfinningaríkum leik síðasta föstudag og menn þurftu að jafna sig eftir hann og það skipti miklu máli að byrja þennan leik sterkt.“ Haukar og Álftanes skiptust á leikmönnum þar sem Ville Tahvanainen kom í Álftanes frá Haukum og Daniel Love fór í Hauka frá Álftanesi. Var það snúin staða fyrir þá að mætast? „Það voru örugglega einhverjar tilfinningar hjá mönnum að koma inn í þennan leik. Þeir voru án Okeke og þá breyttist leikplanið þeirra eins og á móti Hetti. Við nutum góðs af því að hafa séð þá spila gegn Hetti og séð leikplanið hjá þeim sem var mjög gott og skilaði sigri.“ Kjartan var ánægður með hvernig Álftanes nýtti hæða muninn. Álftanes tók 17 sóknarfráköst og í heildina 53 fráköst. Álftanes hefur unnið þrjá leiki í röð og Kjartan var ánægður með liðsheildina og sagði að liðið væri á þeim gatnamótum þar sem liðsheild verður til. „Ég var rosa ánægður með leikinn þrátt fyrir að Eysteinn [Bjarni Ævarsson] og Hörður [Axel Vilhjálmsson] væru frá og þetta eru tveir leikmenn sem spila mikið og skipta okkur miklu máli.“ „Frá því að ég kom hingað og pottþétt áður en ég kom líka hefur næsti maður hefur alltaf verið tilbúinn. Við fengum Steinar Snæ [Guðmundsson] mjög öflugan inn í þennan leik, Ragnar Jósef [Ragnarsson] kom inn og setti þrist í fyrri hálfleik sem var gott og Cedrick [Bowen] kom með mikla orku inn í síðari hálfleik. Þetta skiptir svo miklu máli að allir séu að koma inn í leikinn og leggja sitt af mörkum.“ „Við erum að komast að því hverjir við erum og við erum að læra inn á hvorn annan. Það tekur tíma fyrir lið og mynda traust á báðum endum og skilja hvorn annan. Við erum að finna gott jafnvægi á milli samkenndar og samkeppni. Allar liðsheildir verða til á þeim gatnamótum og við höldum áfram og kynnumst sjálfum okkur,“ sagði ljóðrænn Kjartan Atli Kjartansson að lokum.
UMF Álftanes Subway-deild karla Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Sjá meira