„Erum að finna gott jafnvægi á milli samkenndar og samkeppni“ Andri Már Eggertsson skrifar 7. desember 2023 22:17 Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, var ánægður með sigurinn Vísir/Anton Brink Álftanes vann öruggan sigur gegn Haukum 90-67. Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, var afar ánægður með sigurinn og hrósaði liðsheildinni. „Haukar gerðu vel í að ýta okkur út úr aðgerðum á tímabili í leiknum en við náðum að halda okkur inn í því sem við lögðum upp með,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson eftir leik. Kjartan var ánægður með byrjunina en Álftanes gerði fyrstu átta stigin og fékk aðeins á sig 13 stig í fyrsta leikhluta. „Þetta var sérstakur leikur til þess að gíra sig upp í þar sem við vorum í mjög tilfinningaríkum leik síðasta föstudag og menn þurftu að jafna sig eftir hann og það skipti miklu máli að byrja þennan leik sterkt.“ Haukar og Álftanes skiptust á leikmönnum þar sem Ville Tahvanainen kom í Álftanes frá Haukum og Daniel Love fór í Hauka frá Álftanesi. Var það snúin staða fyrir þá að mætast? „Það voru örugglega einhverjar tilfinningar hjá mönnum að koma inn í þennan leik. Þeir voru án Okeke og þá breyttist leikplanið þeirra eins og á móti Hetti. Við nutum góðs af því að hafa séð þá spila gegn Hetti og séð leikplanið hjá þeim sem var mjög gott og skilaði sigri.“ Kjartan var ánægður með hvernig Álftanes nýtti hæða muninn. Álftanes tók 17 sóknarfráköst og í heildina 53 fráköst. Álftanes hefur unnið þrjá leiki í röð og Kjartan var ánægður með liðsheildina og sagði að liðið væri á þeim gatnamótum þar sem liðsheild verður til. „Ég var rosa ánægður með leikinn þrátt fyrir að Eysteinn [Bjarni Ævarsson] og Hörður [Axel Vilhjálmsson] væru frá og þetta eru tveir leikmenn sem spila mikið og skipta okkur miklu máli.“ „Frá því að ég kom hingað og pottþétt áður en ég kom líka hefur næsti maður hefur alltaf verið tilbúinn. Við fengum Steinar Snæ [Guðmundsson] mjög öflugan inn í þennan leik, Ragnar Jósef [Ragnarsson] kom inn og setti þrist í fyrri hálfleik sem var gott og Cedrick [Bowen] kom með mikla orku inn í síðari hálfleik. Þetta skiptir svo miklu máli að allir séu að koma inn í leikinn og leggja sitt af mörkum.“ „Við erum að komast að því hverjir við erum og við erum að læra inn á hvorn annan. Það tekur tíma fyrir lið og mynda traust á báðum endum og skilja hvorn annan. Við erum að finna gott jafnvægi á milli samkenndar og samkeppni. Allar liðsheildir verða til á þeim gatnamótum og við höldum áfram og kynnumst sjálfum okkur,“ sagði ljóðrænn Kjartan Atli Kjartansson að lokum. UMF Álftanes Subway-deild karla Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Úlfarnir í úrslit vestursins Körfubolti Fleiri fréttir Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Jöfnuðu metin gegn Dortmund Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Sjá meira
„Haukar gerðu vel í að ýta okkur út úr aðgerðum á tímabili í leiknum en við náðum að halda okkur inn í því sem við lögðum upp með,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson eftir leik. Kjartan var ánægður með byrjunina en Álftanes gerði fyrstu átta stigin og fékk aðeins á sig 13 stig í fyrsta leikhluta. „Þetta var sérstakur leikur til þess að gíra sig upp í þar sem við vorum í mjög tilfinningaríkum leik síðasta föstudag og menn þurftu að jafna sig eftir hann og það skipti miklu máli að byrja þennan leik sterkt.“ Haukar og Álftanes skiptust á leikmönnum þar sem Ville Tahvanainen kom í Álftanes frá Haukum og Daniel Love fór í Hauka frá Álftanesi. Var það snúin staða fyrir þá að mætast? „Það voru örugglega einhverjar tilfinningar hjá mönnum að koma inn í þennan leik. Þeir voru án Okeke og þá breyttist leikplanið þeirra eins og á móti Hetti. Við nutum góðs af því að hafa séð þá spila gegn Hetti og séð leikplanið hjá þeim sem var mjög gott og skilaði sigri.“ Kjartan var ánægður með hvernig Álftanes nýtti hæða muninn. Álftanes tók 17 sóknarfráköst og í heildina 53 fráköst. Álftanes hefur unnið þrjá leiki í röð og Kjartan var ánægður með liðsheildina og sagði að liðið væri á þeim gatnamótum þar sem liðsheild verður til. „Ég var rosa ánægður með leikinn þrátt fyrir að Eysteinn [Bjarni Ævarsson] og Hörður [Axel Vilhjálmsson] væru frá og þetta eru tveir leikmenn sem spila mikið og skipta okkur miklu máli.“ „Frá því að ég kom hingað og pottþétt áður en ég kom líka hefur næsti maður hefur alltaf verið tilbúinn. Við fengum Steinar Snæ [Guðmundsson] mjög öflugan inn í þennan leik, Ragnar Jósef [Ragnarsson] kom inn og setti þrist í fyrri hálfleik sem var gott og Cedrick [Bowen] kom með mikla orku inn í síðari hálfleik. Þetta skiptir svo miklu máli að allir séu að koma inn í leikinn og leggja sitt af mörkum.“ „Við erum að komast að því hverjir við erum og við erum að læra inn á hvorn annan. Það tekur tíma fyrir lið og mynda traust á báðum endum og skilja hvorn annan. Við erum að finna gott jafnvægi á milli samkenndar og samkeppni. Allar liðsheildir verða til á þeim gatnamótum og við höldum áfram og kynnumst sjálfum okkur,“ sagði ljóðrænn Kjartan Atli Kjartansson að lokum.
UMF Álftanes Subway-deild karla Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Úlfarnir í úrslit vestursins Körfubolti Fleiri fréttir Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Jöfnuðu metin gegn Dortmund Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn