Börn og fullorðnir halda áfram að falla á Gaza Heimir Már Pétursson skrifar 7. desember 2023 19:20 Rúmlega fimm þúsund börn hafa fallið frá því Ísraelsher hóf árásir á Gaza til að hefna fyrir hryðjuverkaárás Hamasliða á Ísrael. AP/Mohammed Dahman Öllum mögulegum flóttaleiðum íbúa Gaza hefur verið lokað og þeim allar bjargir bannaðar eftir að Ísraelsmenn hófu öflugar loftárásir og landhernað á suðurhluta Gazastrandarinnar. Fjölmörg börn og fullorðnir hafa fallið og særst í árásum í suðurhlutanum síðasta sólarhringinn. Eftir að nokkurra daga vopnahléi til aðskiptast á gíslum og föngum lauk hafa Ísraelsmenn haldið uppi stanslausum árásum úr lofti, landi og af sjó á suðurhluta Gaza. Á fyrstu tveimur vikum átakanna einskorðuðust árásir Ísraelsmanna á Gazaborg og nágrenni í norðurhlutanum og sögðu Ísraelsmenn óbreyttum Palestínumönnum hörfa suður á bóginn. Íbúar í flóttamannabúðum í Khan Younis eru varnarlausir gegn árásum Ísraelshers.AP/Mohammed Dahman Síðasta sólarhringinn hafa hins vegar verið gerðar öflugar loftárásir á bæina Khan Yunis og Rafah í suðurhlutanum þar sem tugir barna og fullorðinna féllu. Daniel Hagari talsmaður Ísraelshers segir herinn hafa brotist í gegnum varnarlínur í bæjum í suðurhluta Gaza þar sem hryðjuverkamenn hafi komið upp á yfirborðið til aðberjast. Yehya Sinwar einn helsti leiðtogi Hamas eigi hús einhvers staðar í eða við Khan Younis. „Þar er að finna innviði og stjórnstöð hryðjuverka. Sinwar heldur sig ekki ofanjarðar, hann er neðanjarðar. Ég vil ekki ræða hvar, hvernig og hvað við vitum. Nú er ekki tíminn til að ræða það í fjölmiðlum. Okkar verk er að finna Sinwar og drepa hann,“ segir Hagari. Kona föst í húsarústum eftir loftárásir Ísraelshers á Khan Younis í suðurhluta Gaza.AP/Mohammed Dahman Algert öngþveiti ríkti í bænum Khan Younis í dag eftir árásir Ísraelsmanna. Fólk leitaði örvæntingarfullt eftir ættingjum og vinum í rústum húsa sumir sluppu lifandi, aðrir særðir og börn og fullorðinir létust. Í loftárásum Ísraela er enginn greinarmunur gerður á vopnuðum Hamasliðum og óbreyttum borgurum. Tugir barna og fullorðinna létust til að mynda í einni loftárás á bæinn Rafah í dag. Mohammad Abu Areida er nágranni fólks í húsi sem sprengt var í loft upp. „Þetta var beint í mark. Fólk var á ferð hér í götunni. Það kom engin viðvörun. Við sáum ekkert fyrr en ráðist var á heimili okkar án viðvörunar,“ sagði Areida innan um fjölda fólks sem leitaði vina og vandamanna í húsarústum. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ákall um tafarlaust vopnahlé ítrekað Ákall íslenskra stjórnvalda um tafarlaust vopnahlé af mannúðarástæðum á Gaza var ítrekað í ávarpi sem Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, flutti fyrir hönd Íslands á alþjóðlegum fundi um stöðu mannúðarmála á Gaza sem fram fór í París í gær. 7. desember 2023 07:52 Guterres nýtir sér 99. ákvæðið og varar við algjöru hruni á Gasa António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur í fyrsta sinn nýtt sér 99. ákvæði sáttmála Sameinuðu þjóðanna til að vekja athygli Öryggisráðsins á yfirvofandi „hruni“ mannúðarkerfisins á Gasa. 7. desember 2023 06:42 Segir mál drengjanna skera sig í hjartað Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hefur kallað eftir gögnum um palestínsku drengina Sameer Omran, 12 ára, og Yazan Kawave, 14 ára, sem á að vísa úr landi. 6. desember 2023 23:18 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Sjá meira
Eftir að nokkurra daga vopnahléi til aðskiptast á gíslum og föngum lauk hafa Ísraelsmenn haldið uppi stanslausum árásum úr lofti, landi og af sjó á suðurhluta Gaza. Á fyrstu tveimur vikum átakanna einskorðuðust árásir Ísraelsmanna á Gazaborg og nágrenni í norðurhlutanum og sögðu Ísraelsmenn óbreyttum Palestínumönnum hörfa suður á bóginn. Íbúar í flóttamannabúðum í Khan Younis eru varnarlausir gegn árásum Ísraelshers.AP/Mohammed Dahman Síðasta sólarhringinn hafa hins vegar verið gerðar öflugar loftárásir á bæina Khan Yunis og Rafah í suðurhlutanum þar sem tugir barna og fullorðinna féllu. Daniel Hagari talsmaður Ísraelshers segir herinn hafa brotist í gegnum varnarlínur í bæjum í suðurhluta Gaza þar sem hryðjuverkamenn hafi komið upp á yfirborðið til aðberjast. Yehya Sinwar einn helsti leiðtogi Hamas eigi hús einhvers staðar í eða við Khan Younis. „Þar er að finna innviði og stjórnstöð hryðjuverka. Sinwar heldur sig ekki ofanjarðar, hann er neðanjarðar. Ég vil ekki ræða hvar, hvernig og hvað við vitum. Nú er ekki tíminn til að ræða það í fjölmiðlum. Okkar verk er að finna Sinwar og drepa hann,“ segir Hagari. Kona föst í húsarústum eftir loftárásir Ísraelshers á Khan Younis í suðurhluta Gaza.AP/Mohammed Dahman Algert öngþveiti ríkti í bænum Khan Younis í dag eftir árásir Ísraelsmanna. Fólk leitaði örvæntingarfullt eftir ættingjum og vinum í rústum húsa sumir sluppu lifandi, aðrir særðir og börn og fullorðinir létust. Í loftárásum Ísraela er enginn greinarmunur gerður á vopnuðum Hamasliðum og óbreyttum borgurum. Tugir barna og fullorðinna létust til að mynda í einni loftárás á bæinn Rafah í dag. Mohammad Abu Areida er nágranni fólks í húsi sem sprengt var í loft upp. „Þetta var beint í mark. Fólk var á ferð hér í götunni. Það kom engin viðvörun. Við sáum ekkert fyrr en ráðist var á heimili okkar án viðvörunar,“ sagði Areida innan um fjölda fólks sem leitaði vina og vandamanna í húsarústum.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ákall um tafarlaust vopnahlé ítrekað Ákall íslenskra stjórnvalda um tafarlaust vopnahlé af mannúðarástæðum á Gaza var ítrekað í ávarpi sem Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, flutti fyrir hönd Íslands á alþjóðlegum fundi um stöðu mannúðarmála á Gaza sem fram fór í París í gær. 7. desember 2023 07:52 Guterres nýtir sér 99. ákvæðið og varar við algjöru hruni á Gasa António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur í fyrsta sinn nýtt sér 99. ákvæði sáttmála Sameinuðu þjóðanna til að vekja athygli Öryggisráðsins á yfirvofandi „hruni“ mannúðarkerfisins á Gasa. 7. desember 2023 06:42 Segir mál drengjanna skera sig í hjartað Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hefur kallað eftir gögnum um palestínsku drengina Sameer Omran, 12 ára, og Yazan Kawave, 14 ára, sem á að vísa úr landi. 6. desember 2023 23:18 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Sjá meira
Ákall um tafarlaust vopnahlé ítrekað Ákall íslenskra stjórnvalda um tafarlaust vopnahlé af mannúðarástæðum á Gaza var ítrekað í ávarpi sem Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, flutti fyrir hönd Íslands á alþjóðlegum fundi um stöðu mannúðarmála á Gaza sem fram fór í París í gær. 7. desember 2023 07:52
Guterres nýtir sér 99. ákvæðið og varar við algjöru hruni á Gasa António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur í fyrsta sinn nýtt sér 99. ákvæði sáttmála Sameinuðu þjóðanna til að vekja athygli Öryggisráðsins á yfirvofandi „hruni“ mannúðarkerfisins á Gasa. 7. desember 2023 06:42
Segir mál drengjanna skera sig í hjartað Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hefur kallað eftir gögnum um palestínsku drengina Sameer Omran, 12 ára, og Yazan Kawave, 14 ára, sem á að vísa úr landi. 6. desember 2023 23:18