Gæfi flugumferðarstjórum kartöflu í skóinn Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 7. desember 2023 12:18 Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir boðaðar verkfallsaðgerðir flugumferðastjóra fráleitar. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir fráleitt að flugumferðarstjórar boði nú til þriðja verkfallsins á fimm árum á meðan unnið sé að gerð nýrrar þjóðarsáttar á meðal allra aðila vinnumarkaðarins. Flugumferðarstjórar munu að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. Samningar milli þeirra og Isavia hafa verið lausir í rúma tvo mánuði. Kosningu meðal flugumferðarstjóra um verkfallsaðgerðir lauk á sunnudaginn og samþykkti yfirgnæfandi meirihluti þeirra að boða til verkfalls. Nýr fundur hefur ekki verið boðaður í kjaradeilu Félags flugumferðarstjóra og Isavia og því virðist lausn ekki í sjónmáli. Samtök atvinnulífsins sjá um að semja fyrir hönd Isavia og segir Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að fjöldi kjarasamninga sé að losna á næstunni og að unnið sé að því að ná breiðri sátt á meðal launafólks og atvinnurekenda. „Við gerum að vinna að gerð nýrrar þjóðarsáttar á meðal allra aðila vinnumarkaðarins. Við erum að vinna að þessu verkefni með aðkomu ríkisstjórnarinnar og skýrum yfirlýsingum sveitarfélaganna um að þeirra gjaldskrár muni ekki raska stöðugleika.“ Hún telur því fráleitt að flugumferðarstjórar séu núna að boða til þriðja verkfallsins á fimm árum. „Vegna þess að verkefnið sem að við stöndum frammi fyrir er að ná niður þessari 8% verðbólgu og stýrivöxtum sem að eru 9,25% og hafa alveg gríðarleg mikil áhrif á daglegan rekstur bæði heimila og fyrirtækja. Það er bara einfaldlega ekki annað í boði núna heldur en að við séum að gera langtímakjarasaminga sem er innistæða fyrir til þess að ná aftur stöðugleika og að verja bæði samkeppnishæfni landsins og lífskjörin í þessu landi.“ Ljóst er að verkfall Félags flugumferðarstjóra, ef til þess kemur, getur haft víðtæk áhrif á ferðalög yfir jólahátíðina. „Ef ég væri jólasveinninn þá myndi ég gefa flugumferðarstjórum kartöflu í skóinn,“ segir Sigríður Margrét. Fréttir af flugi Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Verkfallið komi á „gríðarlega vondum tíma“ Flugfélögin Play og Icelandair skoða nú viðbrögð sín við fyrirhuguðu verkfalli flugumferðarstjóra á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. 6. desember 2023 21:40 Flugumferðarstjórar boða til verkfalls í næstu viku Flugumferðarstjórar munu að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. Samningar milli þeirra og Isavia hafa verið lausir í rúma tvo mánuði og formaður Félags flugumferðarstjóra segir enn töluvert bera í milli. 6. desember 2023 16:47 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Flugumferðarstjórar munu að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. Samningar milli þeirra og Isavia hafa verið lausir í rúma tvo mánuði. Kosningu meðal flugumferðarstjóra um verkfallsaðgerðir lauk á sunnudaginn og samþykkti yfirgnæfandi meirihluti þeirra að boða til verkfalls. Nýr fundur hefur ekki verið boðaður í kjaradeilu Félags flugumferðarstjóra og Isavia og því virðist lausn ekki í sjónmáli. Samtök atvinnulífsins sjá um að semja fyrir hönd Isavia og segir Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að fjöldi kjarasamninga sé að losna á næstunni og að unnið sé að því að ná breiðri sátt á meðal launafólks og atvinnurekenda. „Við gerum að vinna að gerð nýrrar þjóðarsáttar á meðal allra aðila vinnumarkaðarins. Við erum að vinna að þessu verkefni með aðkomu ríkisstjórnarinnar og skýrum yfirlýsingum sveitarfélaganna um að þeirra gjaldskrár muni ekki raska stöðugleika.“ Hún telur því fráleitt að flugumferðarstjórar séu núna að boða til þriðja verkfallsins á fimm árum. „Vegna þess að verkefnið sem að við stöndum frammi fyrir er að ná niður þessari 8% verðbólgu og stýrivöxtum sem að eru 9,25% og hafa alveg gríðarleg mikil áhrif á daglegan rekstur bæði heimila og fyrirtækja. Það er bara einfaldlega ekki annað í boði núna heldur en að við séum að gera langtímakjarasaminga sem er innistæða fyrir til þess að ná aftur stöðugleika og að verja bæði samkeppnishæfni landsins og lífskjörin í þessu landi.“ Ljóst er að verkfall Félags flugumferðarstjóra, ef til þess kemur, getur haft víðtæk áhrif á ferðalög yfir jólahátíðina. „Ef ég væri jólasveinninn þá myndi ég gefa flugumferðarstjórum kartöflu í skóinn,“ segir Sigríður Margrét.
Fréttir af flugi Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Verkfallið komi á „gríðarlega vondum tíma“ Flugfélögin Play og Icelandair skoða nú viðbrögð sín við fyrirhuguðu verkfalli flugumferðarstjóra á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. 6. desember 2023 21:40 Flugumferðarstjórar boða til verkfalls í næstu viku Flugumferðarstjórar munu að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. Samningar milli þeirra og Isavia hafa verið lausir í rúma tvo mánuði og formaður Félags flugumferðarstjóra segir enn töluvert bera í milli. 6. desember 2023 16:47 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Verkfallið komi á „gríðarlega vondum tíma“ Flugfélögin Play og Icelandair skoða nú viðbrögð sín við fyrirhuguðu verkfalli flugumferðarstjóra á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. 6. desember 2023 21:40
Flugumferðarstjórar boða til verkfalls í næstu viku Flugumferðarstjórar munu að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. Samningar milli þeirra og Isavia hafa verið lausir í rúma tvo mánuði og formaður Félags flugumferðarstjóra segir enn töluvert bera í milli. 6. desember 2023 16:47