Segir nýja Bjarna gagnrýna gamla Bjarna Jón Þór Stefánsson skrifar 6. desember 2023 21:02 Að mati Sigmars er nýi Bjarni að gagnrýna gamla Bjarna. Vísir/Vilhelm Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi fjölmiðlamaður, segist ósammála Bjarna Benediktssyni, utanríkisráðherra og fyrrverandi fjármálaráðherra, um Kveiksþátt sem var sýndur í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. Bjarni deildi þeirri skoðun sinni í dag að þátturinn innihéldi áróður og væri „eiginlega hneyksli“, en Sigmar segir hins vegar þáttinn stórfínan og hið raunverulega hneyksli vera gagnrýni Bjarna. Umfjöllunarefni Kveiks í gær var íslenska krónan, sem hefur veikst mikið að undanförnu í samanburði við aðra stærri gjaldmiðla. Yfirskrift þáttarins var að útflutningsfyrirtæki flýi krónuna en heimilin sitji uppi með hana. „Í heildina skorti í þennan þátt allt jafnvægi, alla fagmennsku og yfirvegun í efnahagslega samhenginu. Það er hálf sorglegt að boðið sé upp á svona efni á Ríkisútvarpinu.“ skrifaði Bjarni meðal annars á Facebook-síðu sína í gær að þættinum loknum. Sigmar gerði gagnrýni Bjarna að umfjöllunarefni sínu í ræðustól á Alþingi í dag. Þar vildi hann meina að Bjarni hefði ekki minnst á eina einustu staðreyndavillu sem hafi borið á góma í þættinum, og að í honum hafi mismunandi sjónarmið komið fram. „Bjarni, sem ber auðvitað mikla ábyrgð á vaxtabrjálæðinu sem núna er allt að drepa, segir að í þáttinn hafi vantað umræðu um gengisáhættu og er þar að vísa í myntkörfulánin fyrir hrun. En hvað sagði Bjarni Benediktsson um nákvæmlega þetta í lok árs 2008 þegar þjóðin sleikti sár sín, meðal annars vegna þess að gjaldmiðillinn hrundi?“ spurði Sigmar. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, starfaði hjá RÚV í rúma tvo áratugi og segir þátt sem var í Ríkissjónvarpinu í gær vera stórgóðan.Vísir/Vilhelm Vísaði í gamla grein Hann vísaði í grein sem Bjarni skrifaði ásamt Illuga Gunnarssyni, fyrrverandi ráðherra, í Fréttablaðinu þann 13 ágúst 2008, sem bar heitið Endurreisn á nýjum grunni. Þar skrifuðu þeir: „Sé horft til lengri tíma er hætt við að krónan verði okkur fjötur um fót. Sá sveigjanleiki sem krónan veitir okkur til að kljást við afleiðingar mistaka í hagstjórn eða til að bregðast við ytri áföllum á sér því miður þá skuggahlið að vera sveifluvaldandi og geta ýtt undir óstöðugleika í hagkerfinu. Óstöðugur gjaldmiðill dregur úr trausti á hagkerfinu.“ Að mati Sigmars er Bjarni dagsins í dag að gagnrýna Bjarna ársins 2008 og saka um áróður. „Þegar nákvæmlega sömu sjónarmið og hans árið 2008 eru viðruð í gær af virtum hagfræðingum þá heitir það hneyksli og áróður gegn krónunni. Nýi Bjarni er sem sagt að gagnrýna gamla Bjarna fyrir áróður og er hneykslaður.“ Þá vill Sigmar meina að Bjarni gleymi viljandi að nefna okurvexti og verðbólgu sem sé miklu hærri á Íslandi en annars staðar, sem og hagstjórnarmistök Sjálfstæðisflokksins „Minnisleysið náði líka yfir langvarandi lágvaxtarskeiðið sem hann lofaði fyrir tveimur árum og stóð yfir í korter,“ segir Sigmar sem heldur því fram að það sé ekki Kveiksþátturinn sem sé hneyksli. „Það er ekki Kveiksþátturinn sem er hneyksli, það er ábyrgðarflótti Sjálfstæðisflokksins sem er hneyksli. Það að saka fjölmiðil um áróður þegar fjölmiðillinn er að vinna vinnuna sína er hneyksli og hæstvirtur fyrrverandi fjármálaráðherra ætti að hafa það í huga.“ Íslenska krónan Ríkisútvarpið Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Neytendur Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Viðskipti erlent Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Atvinnulíf Fleiri fréttir „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Sjá meira
Umfjöllunarefni Kveiks í gær var íslenska krónan, sem hefur veikst mikið að undanförnu í samanburði við aðra stærri gjaldmiðla. Yfirskrift þáttarins var að útflutningsfyrirtæki flýi krónuna en heimilin sitji uppi með hana. „Í heildina skorti í þennan þátt allt jafnvægi, alla fagmennsku og yfirvegun í efnahagslega samhenginu. Það er hálf sorglegt að boðið sé upp á svona efni á Ríkisútvarpinu.“ skrifaði Bjarni meðal annars á Facebook-síðu sína í gær að þættinum loknum. Sigmar gerði gagnrýni Bjarna að umfjöllunarefni sínu í ræðustól á Alþingi í dag. Þar vildi hann meina að Bjarni hefði ekki minnst á eina einustu staðreyndavillu sem hafi borið á góma í þættinum, og að í honum hafi mismunandi sjónarmið komið fram. „Bjarni, sem ber auðvitað mikla ábyrgð á vaxtabrjálæðinu sem núna er allt að drepa, segir að í þáttinn hafi vantað umræðu um gengisáhættu og er þar að vísa í myntkörfulánin fyrir hrun. En hvað sagði Bjarni Benediktsson um nákvæmlega þetta í lok árs 2008 þegar þjóðin sleikti sár sín, meðal annars vegna þess að gjaldmiðillinn hrundi?“ spurði Sigmar. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, starfaði hjá RÚV í rúma tvo áratugi og segir þátt sem var í Ríkissjónvarpinu í gær vera stórgóðan.Vísir/Vilhelm Vísaði í gamla grein Hann vísaði í grein sem Bjarni skrifaði ásamt Illuga Gunnarssyni, fyrrverandi ráðherra, í Fréttablaðinu þann 13 ágúst 2008, sem bar heitið Endurreisn á nýjum grunni. Þar skrifuðu þeir: „Sé horft til lengri tíma er hætt við að krónan verði okkur fjötur um fót. Sá sveigjanleiki sem krónan veitir okkur til að kljást við afleiðingar mistaka í hagstjórn eða til að bregðast við ytri áföllum á sér því miður þá skuggahlið að vera sveifluvaldandi og geta ýtt undir óstöðugleika í hagkerfinu. Óstöðugur gjaldmiðill dregur úr trausti á hagkerfinu.“ Að mati Sigmars er Bjarni dagsins í dag að gagnrýna Bjarna ársins 2008 og saka um áróður. „Þegar nákvæmlega sömu sjónarmið og hans árið 2008 eru viðruð í gær af virtum hagfræðingum þá heitir það hneyksli og áróður gegn krónunni. Nýi Bjarni er sem sagt að gagnrýna gamla Bjarna fyrir áróður og er hneykslaður.“ Þá vill Sigmar meina að Bjarni gleymi viljandi að nefna okurvexti og verðbólgu sem sé miklu hærri á Íslandi en annars staðar, sem og hagstjórnarmistök Sjálfstæðisflokksins „Minnisleysið náði líka yfir langvarandi lágvaxtarskeiðið sem hann lofaði fyrir tveimur árum og stóð yfir í korter,“ segir Sigmar sem heldur því fram að það sé ekki Kveiksþátturinn sem sé hneyksli. „Það er ekki Kveiksþátturinn sem er hneyksli, það er ábyrgðarflótti Sjálfstæðisflokksins sem er hneyksli. Það að saka fjölmiðil um áróður þegar fjölmiðillinn er að vinna vinnuna sína er hneyksli og hæstvirtur fyrrverandi fjármálaráðherra ætti að hafa það í huga.“
Íslenska krónan Ríkisútvarpið Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Neytendur Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Viðskipti erlent Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Atvinnulíf Fleiri fréttir „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Sjá meira