Hvert er hneykslið? Hanna Katrín Friðriksson skrifar 6. desember 2023 14:02 Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fetar í fótspor ýmissa samflokksmanna sinna og hjólar í Ríkissjónvarpið fyrir umfjöllun sem honum er ekki þóknanleg. Það var umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks um íslensku krónuna sem fór svona fyrir brjóstið á honum, helst þeir viðmælendur sem bentu á galla gjaldmiðilsins. Hann kallaði umfjöllunina hneyksli. Nú er ég efnislega ósammála Bjarna. Þetta var ágæt umfjöllun um álitamál sem varðar eina stærstu hagsmuni íslensks samfélags. Að við formaður Sjálfstæðisflokksins séum ósammála um krónuna er ekkert nýtt og ekki það sem vekur sérstök viðbrögð hjá mér. Þessar fýlubombur úr garði Sjálfstæðisflokksins á fjölmiðla sem ekki flytja þeim þóknanlegar fréttir eða eru með umfjöllun sem ekki er löguð að hagsmunum þeirra eru hins vegar komnar út úr öllu korti. Það er lykilhlutverk fjölmiðla í lýðræðissamfélagi að upplýsa almenning, vera vettvangur gagnrýninnar þjóðfélagsumræðu og veita stjórnvöldum nauðsynlegt aðhald. Ég trúi ekki að það sé sjálfstætt markmið Sjálfstæðisflokksins að koma í veg fyrir slíkt aðhald. Þótt umræðan sé þeim erfið og fátt um svör. Íslenska krónan er heimilum og minni fyrirtækjum óhagstæð líkt og Viðreisn hefur ítrekað bent á og rökstutt. Krónuhagkerfið kostar íslensk heimili og minni fyrirtæki gríðarlegar fjárhæðir og viðbótarkostnaður felst svo í því að ríkissjóður greiðir tugi milljarða króna í vaxtakostnað umfram það sem yrði með öðrum gjaldmiðli. Það eru peningar sem eru ekki notaðir í önnur og öllu áhugaverðari verkefni. Ekki notaðir til að bæta stöðu bágstaddra og ekki notaðir til að styrkja heilbrigðiskerfi svo dæmi séu tekin. Nei Bjarni, hneykslið er að ríkisstjórnin neitar að horfast í augu við ábyrgð sína hér. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn Íslenska krónan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ríkisútvarpið Mest lesið Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fetar í fótspor ýmissa samflokksmanna sinna og hjólar í Ríkissjónvarpið fyrir umfjöllun sem honum er ekki þóknanleg. Það var umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks um íslensku krónuna sem fór svona fyrir brjóstið á honum, helst þeir viðmælendur sem bentu á galla gjaldmiðilsins. Hann kallaði umfjöllunina hneyksli. Nú er ég efnislega ósammála Bjarna. Þetta var ágæt umfjöllun um álitamál sem varðar eina stærstu hagsmuni íslensks samfélags. Að við formaður Sjálfstæðisflokksins séum ósammála um krónuna er ekkert nýtt og ekki það sem vekur sérstök viðbrögð hjá mér. Þessar fýlubombur úr garði Sjálfstæðisflokksins á fjölmiðla sem ekki flytja þeim þóknanlegar fréttir eða eru með umfjöllun sem ekki er löguð að hagsmunum þeirra eru hins vegar komnar út úr öllu korti. Það er lykilhlutverk fjölmiðla í lýðræðissamfélagi að upplýsa almenning, vera vettvangur gagnrýninnar þjóðfélagsumræðu og veita stjórnvöldum nauðsynlegt aðhald. Ég trúi ekki að það sé sjálfstætt markmið Sjálfstæðisflokksins að koma í veg fyrir slíkt aðhald. Þótt umræðan sé þeim erfið og fátt um svör. Íslenska krónan er heimilum og minni fyrirtækjum óhagstæð líkt og Viðreisn hefur ítrekað bent á og rökstutt. Krónuhagkerfið kostar íslensk heimili og minni fyrirtæki gríðarlegar fjárhæðir og viðbótarkostnaður felst svo í því að ríkissjóður greiðir tugi milljarða króna í vaxtakostnað umfram það sem yrði með öðrum gjaldmiðli. Það eru peningar sem eru ekki notaðir í önnur og öllu áhugaverðari verkefni. Ekki notaðir til að bæta stöðu bágstaddra og ekki notaðir til að styrkja heilbrigðiskerfi svo dæmi séu tekin. Nei Bjarni, hneykslið er að ríkisstjórnin neitar að horfast í augu við ábyrgð sína hér. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun